Innlent

Samstarfshópur skipaður um ástandið í Mývatni

Bjarki Ármannsson skrifar
Mývatn er einstök náttúruperla en lífríki vatnsins er í hættu.
Mývatn er einstök náttúruperla en lífríki vatnsins er í hættu. Vísir/GVA
Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað samstarfshóp sem ætlað er að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni.

Landvernd skoraði nýlega á ríkisstjórnina að grípa til aðgerða vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í vatninu. Lífríkið þar er sagt í bráðri hættu, meðal annars vegna frárennslismála og álags af mannavöldum. Kúluskíturinn er horfinn og hornsíla- og bleikjustofn vatnsins ekki svipur hjá sjón.

Samstarfshópurinn á að skila af sér fyrir 17. júní næstkomandi. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að hann eigi að aðstoða stjórnvöld við ákvörðunartöku varðandi aðgerðir til að bæta úr þeim vanda sem lífríki vatnsins glímir nú við.


Tengdar fréttir

Þingheimur krefst aðgerða við Mývatn

Þingmenn allra flokka á Alþingi lýstu yfir skýrum vilja sínum um aðgerðir til að bregðast við ófremdarástandi við Mývatn. Fjármagns er krafist til að aðstoða Skútustaðahrepp við fráveitumál. Umhverfisráðherra sammála en vísar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×