Landvernd ákallar stjórnvöld um að bjarga lífríki Mývatns Svavar Hávarðsson skrifar 5. maí 2016 07:00 Þessi ljósmynd vakti mikla athygli við fyrstu frétta blaðsins 15. mars. mynd/árni Landvernd skorar á ríkisstjórnina að grípa tafarlaust til aðgerða til að vernda lífríki Mývatns og aðstoða Skútustaðahrepp til að koma fráveitumálum sveitarfélagsins í ásættanlegt horf. Bréf þessa efnis var sent Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra síðdegis í gær. Áskorunin kemur í kjölfar fréttaflutnings síðastliðinna mánaða um grafalvarlegt ástand sem upp er komið, og áskorana umhverfisverndarsamtaka og nú síðast veiðifélags Laxár og Krákár á dögunum. Þar var ástandinu í vatninu líkt við neyðarástand sem bregðast yrði við tafarlaust. Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan mars hefur mælst óhemju magn blábaktería í Mývatni tvö síðastliðin sumur sem er skýrt merki ofauðgunar í vatninu af mannavöldum. Niðurstöður mælinga í fyrrasumar sýndu tólffalt það magn sem talið er óhóflega mikið í leiðbeiningum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið á þeim tíma það engum vafa undirorpið að athafnir manna hafi aukið bakteríuvöxtinn svo óhóflega með losun næringarefna í Mývatn – og þar komi meðal annars til frárennsli frá þéttbýli, áburðargjöf og iðnrekstri. Eins getur verið að enn þá gæti áhrifa frá Kísilverksmiðjunni við Mývatn sem lokað var 2004. Þegar þetta ástand er sett í samhengi við að hinn frægi kúluskítur heyrir að kalla sögunni til, þá segir Árni um bein orsakatengsl að ræða. Við það má bæta að bleikjustofn vatnsins er nánast horfinn og hornsílastofninn líka, eins og Fréttablaðið greindi frá.Guðmundur Ingi GuðbrandssonGuðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að þjóðin verði að axla betur ábyrgð þegar kemur að vernd okkar dýrmætustu náttúrugersema – sem Mývatn svo sannarlega er. „Enda er þetta ekki bara á ábyrgð Mývetninga heldur allrar þjóðarinnar og hefur með orðspor okkar í náttúruvernd og ferðaþjónustu að gera. Nú er mikilvægast að allir leggist saman á árarnar,“ segir Guðmundur og bætir við að vissulega eru þekktar miklar náttúrulegar sveiflur í lífríki Mývatns, en þær séu ekki á okkar valdi. „Það sem við getum gert er að tryggja að álag á vistkerfi vatnsins af mannavöldum sé ávallt haldið í algjöru lágmarki. Þegar er horft er til framtíðarnýtingar á svæðinu verður lífríki Mývatns og Laxár ávallt að njóta vafans.“ Viðmælendur Fréttablaðsins hafa undanfarnar vikur lýst yfir furðu sinni á tómlæti stjórnvalda hvað varðar Mývatn – en sveitarstjórnarfólk lýsti t.d. í viðtali að umleitunum þeirra um aðstoð hafði ekki verið sinnt. Sérstaklega kemur þetta þeim sem gerst þekkja á óvart fyrir þá staðreynd að Mývatn og Laxá eru vernduð samkvæmt sérlögum, og viðurkennt af umhverfisráðuneytinu, í viðtali við Fréttablaðið, að leggi auknar skyldur á axlir stjórnvalda. Mývatn og Laxá hafa verið flokkuð á rauðan lista Umhverfisstofnunar í fjögur ár, en það nær til þeirra svæða þar sem stofnunin „telur að séu undir miklu álagi sem bregðast þurfi við strax,“ eins og segir í skýringum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Landvernd skorar á ríkisstjórnina að grípa tafarlaust til aðgerða til að vernda lífríki Mývatns og aðstoða Skútustaðahrepp til að koma fráveitumálum sveitarfélagsins í ásættanlegt horf. Bréf þessa efnis var sent Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra síðdegis í gær. Áskorunin kemur í kjölfar fréttaflutnings síðastliðinna mánaða um grafalvarlegt ástand sem upp er komið, og áskorana umhverfisverndarsamtaka og nú síðast veiðifélags Laxár og Krákár á dögunum. Þar var ástandinu í vatninu líkt við neyðarástand sem bregðast yrði við tafarlaust. Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan mars hefur mælst óhemju magn blábaktería í Mývatni tvö síðastliðin sumur sem er skýrt merki ofauðgunar í vatninu af mannavöldum. Niðurstöður mælinga í fyrrasumar sýndu tólffalt það magn sem talið er óhóflega mikið í leiðbeiningum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið á þeim tíma það engum vafa undirorpið að athafnir manna hafi aukið bakteríuvöxtinn svo óhóflega með losun næringarefna í Mývatn – og þar komi meðal annars til frárennsli frá þéttbýli, áburðargjöf og iðnrekstri. Eins getur verið að enn þá gæti áhrifa frá Kísilverksmiðjunni við Mývatn sem lokað var 2004. Þegar þetta ástand er sett í samhengi við að hinn frægi kúluskítur heyrir að kalla sögunni til, þá segir Árni um bein orsakatengsl að ræða. Við það má bæta að bleikjustofn vatnsins er nánast horfinn og hornsílastofninn líka, eins og Fréttablaðið greindi frá.Guðmundur Ingi GuðbrandssonGuðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að þjóðin verði að axla betur ábyrgð þegar kemur að vernd okkar dýrmætustu náttúrugersema – sem Mývatn svo sannarlega er. „Enda er þetta ekki bara á ábyrgð Mývetninga heldur allrar þjóðarinnar og hefur með orðspor okkar í náttúruvernd og ferðaþjónustu að gera. Nú er mikilvægast að allir leggist saman á árarnar,“ segir Guðmundur og bætir við að vissulega eru þekktar miklar náttúrulegar sveiflur í lífríki Mývatns, en þær séu ekki á okkar valdi. „Það sem við getum gert er að tryggja að álag á vistkerfi vatnsins af mannavöldum sé ávallt haldið í algjöru lágmarki. Þegar er horft er til framtíðarnýtingar á svæðinu verður lífríki Mývatns og Laxár ávallt að njóta vafans.“ Viðmælendur Fréttablaðsins hafa undanfarnar vikur lýst yfir furðu sinni á tómlæti stjórnvalda hvað varðar Mývatn – en sveitarstjórnarfólk lýsti t.d. í viðtali að umleitunum þeirra um aðstoð hafði ekki verið sinnt. Sérstaklega kemur þetta þeim sem gerst þekkja á óvart fyrir þá staðreynd að Mývatn og Laxá eru vernduð samkvæmt sérlögum, og viðurkennt af umhverfisráðuneytinu, í viðtali við Fréttablaðið, að leggi auknar skyldur á axlir stjórnvalda. Mývatn og Laxá hafa verið flokkuð á rauðan lista Umhverfisstofnunar í fjögur ár, en það nær til þeirra svæða þar sem stofnunin „telur að séu undir miklu álagi sem bregðast þurfi við strax,“ eins og segir í skýringum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46