Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2016 12:18 Frá framkvæmdunum á Bakka. Til vinstri rís stálgrind hráefnisgeymslu. Til hægri má sjá grunn ofnhúss kísilversins. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ríkisstjórn samþykkti á aukafundi í morgun að leggja fram frumvarp um lagningu háspennulína frá Þeistareykjum og Kröflu að Bakka. Frumvarpið verður lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í dag. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir afar mikilvægt að frumvarpið nái fram að ganga á Alþingi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála stöðvaði framkvæmdir við lagningu háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að kísilverksmiðju þýska fyrirtæksins CCP á Bakka fyrir nokkrum vikum að kröfu Landverndar á grundvelli náttúruverndarlaga frá árinu 2015. Nefndin leggst ekki gegn framkvæmdinni en áskilur sér rétt til að fara yfir forsendur framkvæmdanna vegna kæru Landverndar sem telur að háspennulínurnar muni valda tjóni á vernduðu hrauni. Með þessari ákvörðun eru framkvæmdir upp á 80 milljarða króna komnar í óvissu, þar sem ekki er hægt að vinna við línulögnina yfir hörðustu vetrarmánuðina. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun fara fyrir stjórnarfrumvarpi sem samþykkt var í ríkisstjórn í morgun. Frumvarpið verður lagt fyrir stjórnarflokkana eftir hádegi og í framhaldinu lagt fram á Alþingi. „Sem veitir Landsneti framkvæmdaleyfi með lögum og heimild til að reisa línurnar fyrir norðan. Bæði Þeistareiki og kröflulínu. Til að höggva á þann hnút sem er í þessu máli og eyða þeirri miklu óvissu sem er um þessar gríðarlega mikilvægu framkvæmdir fyrir norðan,“ segir Ragnheiður Elín.Ragnheiður Elín Árnadóttir.Vísir/Anton BrinkUm sé að ræða sérlög en ekki breytingu á gildandi lögum. Frumvarpið sé ekki hvað síst lagt fram vegna áskorana frá sveitarfélögum fyrir norðan; Norðurþingi, Þingeyjasveit og Skútustaðahreppi til ríkisstjórnarinnar um að hún gripi inn í deiluna. Enda liggi allar skipulagssamþykkir fyrir. „Þar sem gríðarlegir hagsmunir eru undir og engin önnur lausn var í sjónmáli. Við erum búin á undanförnum dögum og vikum að reyna að leita allra leiða til að leysa þetta mál án þess að löggjafinn þyrfti að grípa inni í,“ segir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fundir hafi verið haldnir með deiluaðilum, umhverfis- og forsætisráðuneyti og Skipulagsstofnun. „En höfum gengið þá leið á enda. Okkar mat var það að þetta væri eina leiðin til að leysa þetta mál. Við erum í þeirri aðstöðu að að er verið að reisa Þeistareykjavirkjun sem hornsteinn verður lagður að á föstudaginn. Framkvæmdir eru farnar af stað við iðnaðarsvæðið á Bakka. En það vantar að tengja virkjunina við framkvæmdastaðinn. Það er staða sem er óásættanlegt að vera í og þess vegna er gripið til þessa ráðs,“ segir Ragnheiður Elín. Mjög mikilvægt sé að frumvarpið verði afgreitt fyrir kosningar og hún vonar að samstaða náist um það við stjórnarandstöðuna. En nú þegar hafi samtöl átt sér stað við hana að undirlagi forsætisráðherra. Nú kalli hún alþingismenn til ábyrgðar í þessu mikilvæga máli. „Sem á sér rætur á síðasta kjörtímabili. Þar sem Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir voru í forsæti fyrir ríkisstjórn og þetta mál á sinn uppruna þaðan,“ segir Ragnheiður Elín og segist ekki trúa öðru en málið hljóti farsæla afgreiðslu á Alþingi. Tengdar fréttir Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Ríkisstjórn samþykkti á aukafundi í morgun að leggja fram frumvarp um lagningu háspennulína frá Þeistareykjum og Kröflu að Bakka. Frumvarpið verður lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í dag. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir afar mikilvægt að frumvarpið nái fram að ganga á Alþingi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála stöðvaði framkvæmdir við lagningu háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að kísilverksmiðju þýska fyrirtæksins CCP á Bakka fyrir nokkrum vikum að kröfu Landverndar á grundvelli náttúruverndarlaga frá árinu 2015. Nefndin leggst ekki gegn framkvæmdinni en áskilur sér rétt til að fara yfir forsendur framkvæmdanna vegna kæru Landverndar sem telur að háspennulínurnar muni valda tjóni á vernduðu hrauni. Með þessari ákvörðun eru framkvæmdir upp á 80 milljarða króna komnar í óvissu, þar sem ekki er hægt að vinna við línulögnina yfir hörðustu vetrarmánuðina. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun fara fyrir stjórnarfrumvarpi sem samþykkt var í ríkisstjórn í morgun. Frumvarpið verður lagt fyrir stjórnarflokkana eftir hádegi og í framhaldinu lagt fram á Alþingi. „Sem veitir Landsneti framkvæmdaleyfi með lögum og heimild til að reisa línurnar fyrir norðan. Bæði Þeistareiki og kröflulínu. Til að höggva á þann hnút sem er í þessu máli og eyða þeirri miklu óvissu sem er um þessar gríðarlega mikilvægu framkvæmdir fyrir norðan,“ segir Ragnheiður Elín.Ragnheiður Elín Árnadóttir.Vísir/Anton BrinkUm sé að ræða sérlög en ekki breytingu á gildandi lögum. Frumvarpið sé ekki hvað síst lagt fram vegna áskorana frá sveitarfélögum fyrir norðan; Norðurþingi, Þingeyjasveit og Skútustaðahreppi til ríkisstjórnarinnar um að hún gripi inn í deiluna. Enda liggi allar skipulagssamþykkir fyrir. „Þar sem gríðarlegir hagsmunir eru undir og engin önnur lausn var í sjónmáli. Við erum búin á undanförnum dögum og vikum að reyna að leita allra leiða til að leysa þetta mál án þess að löggjafinn þyrfti að grípa inni í,“ segir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fundir hafi verið haldnir með deiluaðilum, umhverfis- og forsætisráðuneyti og Skipulagsstofnun. „En höfum gengið þá leið á enda. Okkar mat var það að þetta væri eina leiðin til að leysa þetta mál. Við erum í þeirri aðstöðu að að er verið að reisa Þeistareykjavirkjun sem hornsteinn verður lagður að á föstudaginn. Framkvæmdir eru farnar af stað við iðnaðarsvæðið á Bakka. En það vantar að tengja virkjunina við framkvæmdastaðinn. Það er staða sem er óásættanlegt að vera í og þess vegna er gripið til þessa ráðs,“ segir Ragnheiður Elín. Mjög mikilvægt sé að frumvarpið verði afgreitt fyrir kosningar og hún vonar að samstaða náist um það við stjórnarandstöðuna. En nú þegar hafi samtöl átt sér stað við hana að undirlagi forsætisráðherra. Nú kalli hún alþingismenn til ábyrgðar í þessu mikilvæga máli. „Sem á sér rætur á síðasta kjörtímabili. Þar sem Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir voru í forsæti fyrir ríkisstjórn og þetta mál á sinn uppruna þaðan,“ segir Ragnheiður Elín og segist ekki trúa öðru en málið hljóti farsæla afgreiðslu á Alþingi.
Tengdar fréttir Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00