Fyrrum samkeppnisstjóri Evrópusambandsins í nýjum skattaskjólsgögnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2016 22:01 Neelie Kroes, fyrrverandi samkeppnisstjóri ESB. vísir/getty Neelie Kroes sem var samkeppnisstjóri Evrópusambandsins á árunum 2004 til 2010 var skráð sem stjórnandi aflandsfélags á Bahama-eyjum frá 2000 til 2009. Bahama-eyjar eru vinsælt skattaskjól alþjóðafyrirtækja og glæpamanna en nafn Kroes kemur fyrir í gögnum sem lekið var til Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna (ICIJ) og þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung en ítarlega er fjallað um gögnin úr lekanum á vef ICIJ. Kroes, sem er hollensk, sagði aldrei frá tengslum sínum við aflandsfélagið enda eru upplýsingarnar fyrst að koma fram núna. Sem samkeppnisstjóri ESB var það hlutverk Kroes að ferðast um Evrópu þvera og endilanga og brýna það fyrir fyrirtækjum að þau gætu ekki svikist um og sleppt því að fara að reglum ESB. Lögmaður Kroes sendi ICIJ yfirlýsingu vegna málsins. Í henni kemur fram að hún hafi ekki greint frá tengslum sínum við aflandsfélagið þar sem það hafi aldrei haft neina starfsemi. Þá hafi nafn hennar verið í gögnum félagsins fyrir tæknileg mistök sem voru ekki leiðrétt fyrr en árið 2009. Þá segir jafnframt í yfirlýsingu lögmanns Kroes að félagið hafi verið sett upp af jórdönskum vini skjólstæðings hennar með það fyrir augum að leggja inn í það peninga til fjárfestinga í samstarfi við bandaríska orkurisann Enron Corp. en aldrei varð af því samstarfi. Bahamaeyjar Evrópusambandið Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira
Neelie Kroes sem var samkeppnisstjóri Evrópusambandsins á árunum 2004 til 2010 var skráð sem stjórnandi aflandsfélags á Bahama-eyjum frá 2000 til 2009. Bahama-eyjar eru vinsælt skattaskjól alþjóðafyrirtækja og glæpamanna en nafn Kroes kemur fyrir í gögnum sem lekið var til Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna (ICIJ) og þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung en ítarlega er fjallað um gögnin úr lekanum á vef ICIJ. Kroes, sem er hollensk, sagði aldrei frá tengslum sínum við aflandsfélagið enda eru upplýsingarnar fyrst að koma fram núna. Sem samkeppnisstjóri ESB var það hlutverk Kroes að ferðast um Evrópu þvera og endilanga og brýna það fyrir fyrirtækjum að þau gætu ekki svikist um og sleppt því að fara að reglum ESB. Lögmaður Kroes sendi ICIJ yfirlýsingu vegna málsins. Í henni kemur fram að hún hafi ekki greint frá tengslum sínum við aflandsfélagið þar sem það hafi aldrei haft neina starfsemi. Þá hafi nafn hennar verið í gögnum félagsins fyrir tæknileg mistök sem voru ekki leiðrétt fyrr en árið 2009. Þá segir jafnframt í yfirlýsingu lögmanns Kroes að félagið hafi verið sett upp af jórdönskum vini skjólstæðings hennar með það fyrir augum að leggja inn í það peninga til fjárfestinga í samstarfi við bandaríska orkurisann Enron Corp. en aldrei varð af því samstarfi.
Bahamaeyjar Evrópusambandið Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira