Segir umhverfisráðherra fara með rangt mál Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2016 12:32 Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags undrast fullyrðingar umhverfisráðherra um að Landstólpi eigi að bera kostnað af niðurrifi og uppbyggingu á gömlum hafnargarði á lóð félagsins á Hafnartorgi. Ekki komi til greina að fyrirtækið taki þennan kostnað á sig. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra svaraði í gær skriflegri fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur þingmanns Samfylkingarinnar um kostnað ríkisins við að færa hafnargarð fráárinu 1928 á lóðinni á Hafnartorgi, geymslu steinanna og síðan við að færa hann aftur á upprunalegan stað. Í svari ráðherra segir að samkvæmt samkomulagi Minjastofnunar Íslands og Landstólpa þróunarfélags fráþvíí nóvember sé Landstólpa veitt heimild til að taka niður tímabundið hafnargarða á lóð Austurbakka í Reykjavík og endurhlaða þá samkvæmt skilyrðum sem tilgreind séu í samkomulaginu. Samkomulagið gerir ráð fyrir að framkvæmdaraðilinn annist þessar framkvæmdir og ber hann því einnig þann kostnað sem þær hafi í för með sér. Minjastofnun Íslands muni hins vegar bera launakostnað vegna eftirlits stofnunarinnar með framkvæmdum. Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa segir þetta ekki rétt hjá ráðherra. „Það er rétt. Við erum svolítið hissa áþessum ummælum. Þetta samkomulag sem við gerðum við Minjastofnun lýtur aðallega að verklagi við vernd garðanna,“ segir Gísli Steinar. Þar vísi Landstólpi einnig til bréfs til ráðuneytisins þess efnis að með inngripi þess með friðun tveggja hafnargarða í grunninum taki stjórnvöld á sig kostnaðinn við það. En um er að ræða tvo hafnargarða, annan sem er um hundrað ára og hinn sem er frá árinu 1928 og nýtur því ekki sjálfkrafa friðunar samkvæmt lögum. „En þessi yngri garður var og er ekki hundrað ára. Þar af leiðandi steig ráðherra inn og friðaði hann. Þar með er hann að taka kostnaðinn á sig,“ segir Gísli Steinar. Þetta hafi ekki áhrif á viðræður sem fyrirtækið eigi í við forsætisráðuneytið um útlit og nýtingu þeirra húsa sem stendur til að reisa á lóðinni. Kostnaðurinn við niðurrif, færslu, geymslu og uppsetningu á hafnargarðinum frá árinu 1928 hlaupi á hundruðum milljóna. Umhverfisráðherra sé að misskilja staðreyndir málsins. „Já, það hlýtur bara að vera. Þetta er alveg augljóst. Þegar þú tekur eitthvað mannvirki sem ekki nýtur sjálfkrafa friðunar út af aldri; þessari hundrað ára reglu, ertu með klárt inngrip og ert þá að bera kostnaðinn af því í leiðinni. Þannig að þetta hlýtur að vera á misskilningi byggt,“ segir Gísli Steinar Gíslason. Alþingi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira
Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags undrast fullyrðingar umhverfisráðherra um að Landstólpi eigi að bera kostnað af niðurrifi og uppbyggingu á gömlum hafnargarði á lóð félagsins á Hafnartorgi. Ekki komi til greina að fyrirtækið taki þennan kostnað á sig. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra svaraði í gær skriflegri fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur þingmanns Samfylkingarinnar um kostnað ríkisins við að færa hafnargarð fráárinu 1928 á lóðinni á Hafnartorgi, geymslu steinanna og síðan við að færa hann aftur á upprunalegan stað. Í svari ráðherra segir að samkvæmt samkomulagi Minjastofnunar Íslands og Landstólpa þróunarfélags fráþvíí nóvember sé Landstólpa veitt heimild til að taka niður tímabundið hafnargarða á lóð Austurbakka í Reykjavík og endurhlaða þá samkvæmt skilyrðum sem tilgreind séu í samkomulaginu. Samkomulagið gerir ráð fyrir að framkvæmdaraðilinn annist þessar framkvæmdir og ber hann því einnig þann kostnað sem þær hafi í för með sér. Minjastofnun Íslands muni hins vegar bera launakostnað vegna eftirlits stofnunarinnar með framkvæmdum. Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa segir þetta ekki rétt hjá ráðherra. „Það er rétt. Við erum svolítið hissa áþessum ummælum. Þetta samkomulag sem við gerðum við Minjastofnun lýtur aðallega að verklagi við vernd garðanna,“ segir Gísli Steinar. Þar vísi Landstólpi einnig til bréfs til ráðuneytisins þess efnis að með inngripi þess með friðun tveggja hafnargarða í grunninum taki stjórnvöld á sig kostnaðinn við það. En um er að ræða tvo hafnargarða, annan sem er um hundrað ára og hinn sem er frá árinu 1928 og nýtur því ekki sjálfkrafa friðunar samkvæmt lögum. „En þessi yngri garður var og er ekki hundrað ára. Þar af leiðandi steig ráðherra inn og friðaði hann. Þar með er hann að taka kostnaðinn á sig,“ segir Gísli Steinar. Þetta hafi ekki áhrif á viðræður sem fyrirtækið eigi í við forsætisráðuneytið um útlit og nýtingu þeirra húsa sem stendur til að reisa á lóðinni. Kostnaðurinn við niðurrif, færslu, geymslu og uppsetningu á hafnargarðinum frá árinu 1928 hlaupi á hundruðum milljóna. Umhverfisráðherra sé að misskilja staðreyndir málsins. „Já, það hlýtur bara að vera. Þetta er alveg augljóst. Þegar þú tekur eitthvað mannvirki sem ekki nýtur sjálfkrafa friðunar út af aldri; þessari hundrað ára reglu, ertu með klárt inngrip og ert þá að bera kostnaðinn af því í leiðinni. Þannig að þetta hlýtur að vera á misskilningi byggt,“ segir Gísli Steinar Gíslason.
Alþingi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira