Cameron mun gefa allt í baráttuna fyrir áframhaldandi aðild Bretlands að ESB Atli Ísleifsson skrifar 19. febrúar 2016 23:15 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ræddi við fréttamenn í Brussel fyrr í kvöld. Vísir/AFP David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segist ætla að leggja allt í baráttuna fyrir áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu. Cameron ræddi við blaðamenn að loknum kvöldverðarfundi leiðtoga aðildarríkjanna í Brussel í kvöld þar sem hann sagðist munu vinna náið með aðildarríkjum ESB að því að tryggja aukið öryggi í Bretlandi. Þá lagði hann áherslu á að bresk fyrirtæki myndu áfram eiga aðgang að innri markaði ESB, verði Bretland áfram aðili að sambandinu.Öflugra innan breytts ESBForsætisráðherrann sagði að Bretland yrði öflugra innan breytts Evrópusambands og útlistaði hann nokkur þau atriði sem í samningnum felast. Samningurinn verður til umræðu þegar breska ríkisstjórnin kemur saman á morgun og svo á breska þinginu eftir helgi. Cameron fagnaði samningnum og sagði hann tryggja að Bretland þurfi ekki að leggja fram fé til að bjarga evruríkjum í fjárhagsvanda, að breskum fyrirtækjum verði ekki mismunað þó Bretland standi utan evrusamstarfsins, að samningurinn veiti Bretlandi aukin völd til að stöðva glæpamenn frá því að koma inn í landið og veiti Bretlandsstjórn svokallaðan „neyðarhemil“ varðandi réttindi farandverkafólks til sjö ára. Þá sé Bretland undanskilið því að unnið skuli að sífellt nánara sambandi (e. ever closer union) aðildarríkja.Óljóst um tímasetningu þjóðaratkvæðagreiðsluCameron neitaði að svara þegar hann var spurður hvort að þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Bretlands í ESB verði haldin þann 23. júní. Ítrekaði hann að hann muni kynna ríkisstjórn sinni samninginn á morgun áður en tilkynnt verður um tímasetningu varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Cameron hafði áður heitið því að atkvæðagreiðslan fari fram fyrir árslok 2017, en nú má ljóst þykja að hún verði haldin löngu áður en sé frestur rennur út.Klofinn flokkurDómsmálaráðherrann Michael Gove greindi frá því fyrr í kvöld að hann myndi berjast fyrir útgöngu Bretlands úr sambandinu. Cameron, sem sjálfur hefur sagst styðja áframhaldandi en breytta aðild Bretlands að sambandinu, sagðist vonsvikinn en þó ekki hissa að Gove, sem hann lýsti sem einum af sínum nánustu og elstu vinum, hafi ákveðið að berjast gegn aðild Bretlands. Ljóst væri að baráttan um hvort Bretland eigi að segja skilið við sambandið muni ekki stjórnast af flokkslínum.David Cameron Outlines EU DealWatch: David Cameron outlines the UK's new "historic" agreement with EuropePosted by Sky News on Friday, 19 February 2016 Tengdar fréttir Leiðtogafundur ESB: Tusk segir samkomulag í höfn Forseti leiðtogaráðs ESB segir að samkomulag hafi náðst á leiðtogafundi ESB um breytta aðildarskilmála Breta. 19. febrúar 2016 21:46 Fundað stíft um aðildarsamning Breta að ESB Viðræður á milli Breta og ESB um breytingar á aðildarsamningi Breta að sambandinu stóðu langt fram eftir nóttu og hófust snemma í morgun á ný. 19. febrúar 2016 07:27 Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segist ætla að leggja allt í baráttuna fyrir áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu. Cameron ræddi við blaðamenn að loknum kvöldverðarfundi leiðtoga aðildarríkjanna í Brussel í kvöld þar sem hann sagðist munu vinna náið með aðildarríkjum ESB að því að tryggja aukið öryggi í Bretlandi. Þá lagði hann áherslu á að bresk fyrirtæki myndu áfram eiga aðgang að innri markaði ESB, verði Bretland áfram aðili að sambandinu.Öflugra innan breytts ESBForsætisráðherrann sagði að Bretland yrði öflugra innan breytts Evrópusambands og útlistaði hann nokkur þau atriði sem í samningnum felast. Samningurinn verður til umræðu þegar breska ríkisstjórnin kemur saman á morgun og svo á breska þinginu eftir helgi. Cameron fagnaði samningnum og sagði hann tryggja að Bretland þurfi ekki að leggja fram fé til að bjarga evruríkjum í fjárhagsvanda, að breskum fyrirtækjum verði ekki mismunað þó Bretland standi utan evrusamstarfsins, að samningurinn veiti Bretlandi aukin völd til að stöðva glæpamenn frá því að koma inn í landið og veiti Bretlandsstjórn svokallaðan „neyðarhemil“ varðandi réttindi farandverkafólks til sjö ára. Þá sé Bretland undanskilið því að unnið skuli að sífellt nánara sambandi (e. ever closer union) aðildarríkja.Óljóst um tímasetningu þjóðaratkvæðagreiðsluCameron neitaði að svara þegar hann var spurður hvort að þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Bretlands í ESB verði haldin þann 23. júní. Ítrekaði hann að hann muni kynna ríkisstjórn sinni samninginn á morgun áður en tilkynnt verður um tímasetningu varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Cameron hafði áður heitið því að atkvæðagreiðslan fari fram fyrir árslok 2017, en nú má ljóst þykja að hún verði haldin löngu áður en sé frestur rennur út.Klofinn flokkurDómsmálaráðherrann Michael Gove greindi frá því fyrr í kvöld að hann myndi berjast fyrir útgöngu Bretlands úr sambandinu. Cameron, sem sjálfur hefur sagst styðja áframhaldandi en breytta aðild Bretlands að sambandinu, sagðist vonsvikinn en þó ekki hissa að Gove, sem hann lýsti sem einum af sínum nánustu og elstu vinum, hafi ákveðið að berjast gegn aðild Bretlands. Ljóst væri að baráttan um hvort Bretland eigi að segja skilið við sambandið muni ekki stjórnast af flokkslínum.David Cameron Outlines EU DealWatch: David Cameron outlines the UK's new "historic" agreement with EuropePosted by Sky News on Friday, 19 February 2016
Tengdar fréttir Leiðtogafundur ESB: Tusk segir samkomulag í höfn Forseti leiðtogaráðs ESB segir að samkomulag hafi náðst á leiðtogafundi ESB um breytta aðildarskilmála Breta. 19. febrúar 2016 21:46 Fundað stíft um aðildarsamning Breta að ESB Viðræður á milli Breta og ESB um breytingar á aðildarsamningi Breta að sambandinu stóðu langt fram eftir nóttu og hófust snemma í morgun á ný. 19. febrúar 2016 07:27 Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Leiðtogafundur ESB: Tusk segir samkomulag í höfn Forseti leiðtogaráðs ESB segir að samkomulag hafi náðst á leiðtogafundi ESB um breytta aðildarskilmála Breta. 19. febrúar 2016 21:46
Fundað stíft um aðildarsamning Breta að ESB Viðræður á milli Breta og ESB um breytingar á aðildarsamningi Breta að sambandinu stóðu langt fram eftir nóttu og hófust snemma í morgun á ný. 19. febrúar 2016 07:27