Bandormur ríkisstjórnarinnar liðaðist úr þingsal til nefndar í dag Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2016 18:35 Bjarni Benediktsson á Alþingi í gær. vísir/anton brink Breytingar verða á vaxta- og barnabótakerfinu samkvæmt frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem mælt var fyrir á Alþingi í dag og ýmis gjöld hækka. Formaður Vinstri grænna gagnrýnir áður ákveðnar skattalækkanir, sem taka gildi um áramót, og segir þörf á að auka tekjur ríkissjóðs til að standa undir loforðum flokkanna um uppbyggingu innviða samfélagsins. Bjarni Benediktsson mælti í dag fyrir bandorminum svokallaða sem felur í sér ýmsar ráðstafanir í ríkisfjármálum, eins og breytingar á sköttum og gjöldum í ýmsum lögum. Nýkjörið Alþingi kláraði fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp í gær og sendi það til fjárlaganefndar en þar eins og annars staðar í þinginu eru aðstæður óvenjulegar þar sem enginn formlegur meirihluti er í þinginu. Í dag var síðan komið að bandorminum, tekjufrumvörpunum. Stefnt er að því að ljúka þeim umræðum í dag og vísa orminum til efnahags- og viðskiptanefndar. Bjarni Benediktsson starfandi fjármálaráðherra segir að tekjufrumvörpin hefðu ekki litið mikið öðruvísi út ef ekki hefði verið kosið í lok október. „Við erum að uppfæra álögur á áfengi, tóbak, eldsneyti til verðlags og hækkar reyndar aðeins umfram verðlag. Síðan eru í þessu frumvarpi breytingar á vaxtabótum, barnabótum til að tryggja að þær fjárhæðir sem við höfum tekið til hliðar fyrir þær bætur skili sér. Við framlengjum líka afslætti í virðisaukaskatti vegna umhverfisvænni bíla,“ segir Bjarni Þingmenn þeirra flokka sem ekki eru í núverandi ríkisstjórn gerðu ýmsar athugasemdir við frumvarpið, en vegna aðstæðna á þinginu nú hafa flokkarnir einstakt tækifæri til að gera breytingar á bæði fjárlagafrumvarpi og bandormi, en verða þó að láta þær breytingar rúmast innan laga um fjárlög sem nýlega tóku gildi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði ýmis þenslumerki hafa gert vart við sig. Á sama tíma væri mikil uppsöfnuð þörf fyrir útgjöld í mennta- og hleilbrigðiskerfi sem og í tengslum við samgönguáætlun sem flestir flokkar hafi lofað fyrir kosningar að efla. Hún gagnrýndi einnig fyrirhugaða skattalækkun með fækkun tekjuskattsþrepa úr þremur í tvö. „Við sjáum að færri Íslendingar eiga stærri hluta fjármagnsins í samfélaginu. Þrír fjórðu hlutar fjármagnsins liggja hjá ríkistu tíu prósentunum og það er það sem við ættum að vera að ræða hér. Við ættum að vera að ræða hér hvernig við ætlum að skattleggja þá sem eiga mest. Hvort sem er í gegnum einhvers konar stóreignaskatt eða í gegnum hækkaðan fjármagnstekjuskatt til að taka á þessari samþjöppun auðs og til að tryggja tekjur til að standa undir velferðarkerfinu; háskólunum, sjúkrahúsunum, framhaldsskólunum sem eru það mikilvæga jöfnunartæki sem við rekum saman,“ sagði Katrín á Alþingi í dag. En ekki eru allir á því að hækka skatta mikið, eins og t.d. þingmenn Viðreisnar sem leggja mikla áherslu á varanlegar breytingar á peningamálastefnunni. Bjarni segir lækkun tolla og fækkun skattþrepa um næstu áramót auka kaupmátt heimilanna. „Það er fagnaðarefni að lægsta þrepið er að lækka. Sömuleiðis eru það tímamót að miðþrepið fellur út. Samtals eru þá rétt um fjórir milljarðar að verða eftir hjá launþegum í landinu sem ella hefðu verið greiddir í skatt,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Breytingar verða á vaxta- og barnabótakerfinu samkvæmt frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem mælt var fyrir á Alþingi í dag og ýmis gjöld hækka. Formaður Vinstri grænna gagnrýnir áður ákveðnar skattalækkanir, sem taka gildi um áramót, og segir þörf á að auka tekjur ríkissjóðs til að standa undir loforðum flokkanna um uppbyggingu innviða samfélagsins. Bjarni Benediktsson mælti í dag fyrir bandorminum svokallaða sem felur í sér ýmsar ráðstafanir í ríkisfjármálum, eins og breytingar á sköttum og gjöldum í ýmsum lögum. Nýkjörið Alþingi kláraði fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp í gær og sendi það til fjárlaganefndar en þar eins og annars staðar í þinginu eru aðstæður óvenjulegar þar sem enginn formlegur meirihluti er í þinginu. Í dag var síðan komið að bandorminum, tekjufrumvörpunum. Stefnt er að því að ljúka þeim umræðum í dag og vísa orminum til efnahags- og viðskiptanefndar. Bjarni Benediktsson starfandi fjármálaráðherra segir að tekjufrumvörpin hefðu ekki litið mikið öðruvísi út ef ekki hefði verið kosið í lok október. „Við erum að uppfæra álögur á áfengi, tóbak, eldsneyti til verðlags og hækkar reyndar aðeins umfram verðlag. Síðan eru í þessu frumvarpi breytingar á vaxtabótum, barnabótum til að tryggja að þær fjárhæðir sem við höfum tekið til hliðar fyrir þær bætur skili sér. Við framlengjum líka afslætti í virðisaukaskatti vegna umhverfisvænni bíla,“ segir Bjarni Þingmenn þeirra flokka sem ekki eru í núverandi ríkisstjórn gerðu ýmsar athugasemdir við frumvarpið, en vegna aðstæðna á þinginu nú hafa flokkarnir einstakt tækifæri til að gera breytingar á bæði fjárlagafrumvarpi og bandormi, en verða þó að láta þær breytingar rúmast innan laga um fjárlög sem nýlega tóku gildi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði ýmis þenslumerki hafa gert vart við sig. Á sama tíma væri mikil uppsöfnuð þörf fyrir útgjöld í mennta- og hleilbrigðiskerfi sem og í tengslum við samgönguáætlun sem flestir flokkar hafi lofað fyrir kosningar að efla. Hún gagnrýndi einnig fyrirhugaða skattalækkun með fækkun tekjuskattsþrepa úr þremur í tvö. „Við sjáum að færri Íslendingar eiga stærri hluta fjármagnsins í samfélaginu. Þrír fjórðu hlutar fjármagnsins liggja hjá ríkistu tíu prósentunum og það er það sem við ættum að vera að ræða hér. Við ættum að vera að ræða hér hvernig við ætlum að skattleggja þá sem eiga mest. Hvort sem er í gegnum einhvers konar stóreignaskatt eða í gegnum hækkaðan fjármagnstekjuskatt til að taka á þessari samþjöppun auðs og til að tryggja tekjur til að standa undir velferðarkerfinu; háskólunum, sjúkrahúsunum, framhaldsskólunum sem eru það mikilvæga jöfnunartæki sem við rekum saman,“ sagði Katrín á Alþingi í dag. En ekki eru allir á því að hækka skatta mikið, eins og t.d. þingmenn Viðreisnar sem leggja mikla áherslu á varanlegar breytingar á peningamálastefnunni. Bjarni segir lækkun tolla og fækkun skattþrepa um næstu áramót auka kaupmátt heimilanna. „Það er fagnaðarefni að lægsta þrepið er að lækka. Sömuleiðis eru það tímamót að miðþrepið fellur út. Samtals eru þá rétt um fjórir milljarðar að verða eftir hjá launþegum í landinu sem ella hefðu verið greiddir í skatt,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda