Framtíð HM í fótbolta gæti ráðist á næstu dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2016 23:30 Gianni Infantino. Vísir/Getty Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur mjög róttækar hugmyndir um framtíð heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu og á næstu tveimur dögum gætu þessar hugmyndir hans mögulega orðið að veruleika. Stjórn FIFA fundar næstu tvo daga, á fimmtudag og föstudag, og þar verða hin ýmsu mál tekin fyrir. Framtíð HM í fótbolta verður þar ofarlega á blaði. Dagbladet í Noregi veltir þessu fyrir sér. Hugmyndir Gianni Infantino um að stækka heimsmeistarakeppnina og taka inn 48 landslið hafa fengið misjafnar viðtökur í knattspyrnuheiminum en hann vill að fleiri þjóðir fái tækifæri til að komast inn á stærsta sviðið. Stjórnarmenn FIFA ganga til þessa þings með það í huga að ræða aðeins framtíðarsýn HM í fótbolta en sumir hafa bent á það að lærifaðir Gianni Infantino var Michel Platini, maður sem hikaði ekki að taka stórar ákvarðanir nánast upp úr þurru. Michel Platini var nefnilega snöggur til þegar hann breytti framtíðarsýn EM í fótbolta og ákvað að EM 2020 færi fram í þrettán löndum eða þegar hann kom á laggirnar Þjóðardeild UEFA. Gianni Infantino er því líklegur til að reyna að koma á þessum breytingum sínum fyrr en seinna og þessi stjórnarfundur á næstu tveimur dögum væri kannski kjörinn vettvangur til að ákveða framtíð HM. Gianni Infantino hefur lagt til tvennt þegar kemur að framtíðarfyrirkomulagi HM í fótbolta en í þeim báðum myndi liðum fjölga talsvert. Báðar tillögurnar snúast um það að það fari fram auka útsláttarkeppni fyrir "aðalkeppnina" en að hún yrði hluti að úrslitakeppninni og leikirnir færu fram í sama landi og sjálf lokaúrslitin fara fram. Fyrri tillagan inniheldur 48 þátttökuþjóðir. Eftir styrkleikaröðun myndu 16 bestu þjóðirnar sleppa við þessa útsláttarkeppni en hinar 32 myndu mætast þar sem sigurvegararnir kæmust áfram í riðlakeppnina. Þetta þýddi að gestgjafar keppninnar yrðu að hýsa 80 leiki. Hin tillagan inniheldur 40 þátttökuþjóðir. 24 bestu þjóðirnar komast þá beint inn í riðlakeppnina en hinar 16 keppa um átta laus sæti í fyrrnefndri útsláttarkeppni. Þetta þýddi að gestgjafar keppninnar yrðu að hýsa 72 leiki. Stjórn FIFA hefur mikil völd og getur því tekið þá ákvörðun að breyta HM. Þetta mun þó ekki gerast í fyrsta sinn fyrr en á HM 2026. Næstu tvær heimsmeistarakeppnir sem fara fram í Rússlandi (2018) og í Katar (2022) munu "bara" hafa 32 þátttökuþjóðir. Það þarf því ekki að koma á óvart ef Gianni Infantino tekur einn Platini á þetta og gjörbyltir framtíðarsýn heimsmeistarakeppninnar á næstu tveimur dögum. HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur mjög róttækar hugmyndir um framtíð heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu og á næstu tveimur dögum gætu þessar hugmyndir hans mögulega orðið að veruleika. Stjórn FIFA fundar næstu tvo daga, á fimmtudag og föstudag, og þar verða hin ýmsu mál tekin fyrir. Framtíð HM í fótbolta verður þar ofarlega á blaði. Dagbladet í Noregi veltir þessu fyrir sér. Hugmyndir Gianni Infantino um að stækka heimsmeistarakeppnina og taka inn 48 landslið hafa fengið misjafnar viðtökur í knattspyrnuheiminum en hann vill að fleiri þjóðir fái tækifæri til að komast inn á stærsta sviðið. Stjórnarmenn FIFA ganga til þessa þings með það í huga að ræða aðeins framtíðarsýn HM í fótbolta en sumir hafa bent á það að lærifaðir Gianni Infantino var Michel Platini, maður sem hikaði ekki að taka stórar ákvarðanir nánast upp úr þurru. Michel Platini var nefnilega snöggur til þegar hann breytti framtíðarsýn EM í fótbolta og ákvað að EM 2020 færi fram í þrettán löndum eða þegar hann kom á laggirnar Þjóðardeild UEFA. Gianni Infantino er því líklegur til að reyna að koma á þessum breytingum sínum fyrr en seinna og þessi stjórnarfundur á næstu tveimur dögum væri kannski kjörinn vettvangur til að ákveða framtíð HM. Gianni Infantino hefur lagt til tvennt þegar kemur að framtíðarfyrirkomulagi HM í fótbolta en í þeim báðum myndi liðum fjölga talsvert. Báðar tillögurnar snúast um það að það fari fram auka útsláttarkeppni fyrir "aðalkeppnina" en að hún yrði hluti að úrslitakeppninni og leikirnir færu fram í sama landi og sjálf lokaúrslitin fara fram. Fyrri tillagan inniheldur 48 þátttökuþjóðir. Eftir styrkleikaröðun myndu 16 bestu þjóðirnar sleppa við þessa útsláttarkeppni en hinar 32 myndu mætast þar sem sigurvegararnir kæmust áfram í riðlakeppnina. Þetta þýddi að gestgjafar keppninnar yrðu að hýsa 80 leiki. Hin tillagan inniheldur 40 þátttökuþjóðir. 24 bestu þjóðirnar komast þá beint inn í riðlakeppnina en hinar 16 keppa um átta laus sæti í fyrrnefndri útsláttarkeppni. Þetta þýddi að gestgjafar keppninnar yrðu að hýsa 72 leiki. Stjórn FIFA hefur mikil völd og getur því tekið þá ákvörðun að breyta HM. Þetta mun þó ekki gerast í fyrsta sinn fyrr en á HM 2026. Næstu tvær heimsmeistarakeppnir sem fara fram í Rússlandi (2018) og í Katar (2022) munu "bara" hafa 32 þátttökuþjóðir. Það þarf því ekki að koma á óvart ef Gianni Infantino tekur einn Platini á þetta og gjörbyltir framtíðarsýn heimsmeistarakeppninnar á næstu tveimur dögum.
HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira