Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2016 15:30 Vísir/AFP Alþjóðleg rannsóknarnefnd mun á morgun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á því þegar malasíska flugvélin var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014. Talið er að nefndin muni segja flugvélina hafa verið skotna niður með Buk-flugskeyti sem skotið var frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússlandi, í austurhluta landsins. Nefndin, sem er stýrt af Hollendinum, hefur safnað sönnungargögnum fyrir mögulegt dómsmál gegn þeim sem skutu niður flugvélina. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að vélin hefði verið skotin niður með áðurnefndu Buk-flugskeyti.Sjá einnig: Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17. Boeing flugvél Malaysian Airlines var á leið til Kuala Lumpur frá Amsterdam þann 17. júlí 2014 þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Allir um borð, 298, létust samstundis þegar BUK-eldflaug hæfði vélinna.Yfirlit yfir atburðarásina.Vísir/GraphicNewsSamkvæmt heimildum Guardian hefur nefndin komist að þeirri niðurstöðu að flugskeytinu hafi verið skotið á loft nærri þorpinu Snizhne. Samtökin Bellingcat birtu skýrslu í sumar, þar sem komist var að sömu niðurstöðu. Talið er að flugskeytið og skriðdrekinn sem því var skotið frá hafi komið frá rússneska hernum og því hafi verið smyglað yfir landamæri Rússlands og Úkraínu fyrr í mánuðinum. Rannsakendurnir telja að flugvélin hafi verið skotin niður fyrir slysni og að stjórnendur skriðdrekans hafi talið að um flutningavél úkraínska hersins hafi verið að ræða. Þeir höfðu skotið þannig flugvél niður þremur dögum áður. Aðskilnaðarsinnar stærðu sig af því að hafa skotið niður flugvél á samfélagsmiðlum en færslan var fljótt fjarlægð.Buk-loftvarnakerfið var svo flutt aftur til Rússlands degi seinna. Í fyrra var gefið út myndband á rússnesku þar sem fólk sem sá Buk-kerfið á ferðinni var beðið um að stíga fram. Myndir náðust af skriðdrekanum á palli vörubíls. Yfirvöld í Rússlandi hafa ávalt neitað ásökunum. Varnarmálaráðuneyti landsins birti í gær, tveimur dögum fyrir birtingu skýrslu rannsóknarnefndarinnar, nýjar gervihnattarmyndir og radargögn sem þeir segja að sanni að flugskeyti hafi ekki verið skotið á loft frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Ráðuneytið segir að gögnin sanni að rannsóknarnefndin hafi ekki rétt fyrir sér. Rússar gefa í skyn að stjórnarherinn hafi skotið flugvélina niður. Rússar birtu hins vegar sambærileg gögn fjórum dögum eftir að flugvélin var skotin niður árið 2014. Þar héldu þeir fram að orrustuþota Úkraínuhers hefði skotið MH17 niður og birtu þeir gervihnattarmyndir sem áttu að sýna orrustuþotuna. Sú orrustuþota er nú horfin úr gögnum Rússa og flugleið MH17 er önnur en í fyrri gögnunum, þar sem farþegaflugvélin átti að hafa beygt af leið skömmu áður en hún var skotin niður. Rannsakendur Bellingcat komast að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi nú óaðvitandi sannað að þeir hafi falsað gögn skömmu eftir að MH17 var skotin niður og reynt að nota þau til að koma sökinni á Úkraínuher.Myndband um niðurstöður rannsóknarnefdarinnar frá því í fyrra. MH17 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Alþjóðleg rannsóknarnefnd mun á morgun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á því þegar malasíska flugvélin var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014. Talið er að nefndin muni segja flugvélina hafa verið skotna niður með Buk-flugskeyti sem skotið var frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússlandi, í austurhluta landsins. Nefndin, sem er stýrt af Hollendinum, hefur safnað sönnungargögnum fyrir mögulegt dómsmál gegn þeim sem skutu niður flugvélina. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að vélin hefði verið skotin niður með áðurnefndu Buk-flugskeyti.Sjá einnig: Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17. Boeing flugvél Malaysian Airlines var á leið til Kuala Lumpur frá Amsterdam þann 17. júlí 2014 þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Allir um borð, 298, létust samstundis þegar BUK-eldflaug hæfði vélinna.Yfirlit yfir atburðarásina.Vísir/GraphicNewsSamkvæmt heimildum Guardian hefur nefndin komist að þeirri niðurstöðu að flugskeytinu hafi verið skotið á loft nærri þorpinu Snizhne. Samtökin Bellingcat birtu skýrslu í sumar, þar sem komist var að sömu niðurstöðu. Talið er að flugskeytið og skriðdrekinn sem því var skotið frá hafi komið frá rússneska hernum og því hafi verið smyglað yfir landamæri Rússlands og Úkraínu fyrr í mánuðinum. Rannsakendurnir telja að flugvélin hafi verið skotin niður fyrir slysni og að stjórnendur skriðdrekans hafi talið að um flutningavél úkraínska hersins hafi verið að ræða. Þeir höfðu skotið þannig flugvél niður þremur dögum áður. Aðskilnaðarsinnar stærðu sig af því að hafa skotið niður flugvél á samfélagsmiðlum en færslan var fljótt fjarlægð.Buk-loftvarnakerfið var svo flutt aftur til Rússlands degi seinna. Í fyrra var gefið út myndband á rússnesku þar sem fólk sem sá Buk-kerfið á ferðinni var beðið um að stíga fram. Myndir náðust af skriðdrekanum á palli vörubíls. Yfirvöld í Rússlandi hafa ávalt neitað ásökunum. Varnarmálaráðuneyti landsins birti í gær, tveimur dögum fyrir birtingu skýrslu rannsóknarnefndarinnar, nýjar gervihnattarmyndir og radargögn sem þeir segja að sanni að flugskeyti hafi ekki verið skotið á loft frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Ráðuneytið segir að gögnin sanni að rannsóknarnefndin hafi ekki rétt fyrir sér. Rússar gefa í skyn að stjórnarherinn hafi skotið flugvélina niður. Rússar birtu hins vegar sambærileg gögn fjórum dögum eftir að flugvélin var skotin niður árið 2014. Þar héldu þeir fram að orrustuþota Úkraínuhers hefði skotið MH17 niður og birtu þeir gervihnattarmyndir sem áttu að sýna orrustuþotuna. Sú orrustuþota er nú horfin úr gögnum Rússa og flugleið MH17 er önnur en í fyrri gögnunum, þar sem farþegaflugvélin átti að hafa beygt af leið skömmu áður en hún var skotin niður. Rannsakendur Bellingcat komast að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi nú óaðvitandi sannað að þeir hafi falsað gögn skömmu eftir að MH17 var skotin niður og reynt að nota þau til að koma sökinni á Úkraínuher.Myndband um niðurstöður rannsóknarnefdarinnar frá því í fyrra.
MH17 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira