Grípa verður til aðgerða gagnvart bleikum skatti Ásgeir Erlendsson skrifar 14. febrúar 2016 20:45 Varaformaður fjárlaganefndar segir að ekki geti talist eðlilegt að í tollskrá megi finna dæmi um kynjaðan verðmun eða svokallaðan bleikan skatt. Hann segir að við þessu verði að bregðast auk þess sem neytendur verði að vera vel á verði. Í Fréttablaðinu um helgina var fjallað um bleikan skatt sem er ein birtingarmynd kynjamisréttis. Í greininni kom fram að í nýlegri bandarískri rannsókn hafi leitt í ljós að konur borgi að meðaltali 7% meira fyrir sambærilega vöru en karlar. Óformleg könnun blaðamanns Fréttablaðsins leiddi einnig í ljós að slíkan mun er einnig að finna hér á landi. Ungbarnasamfella fyrir stúlkubarn var 1000 krónum dýrari en samskonar samfella í bláum lit. Bleika skattinn má finna víða. Þegar tollaskrá sem finna má í fjárlagafrumvarpi ársins 2016 er skoðuð má sjá að rafmagnsrakvélar eru undanþegnar tolli á meðan rafmagnshárheiðingartæki bera 7,5% skatt. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir að dæmi eins og þetta geti ekki talist eðlilegt. „Ef þú ferð í tollskránna alveg eins og þegar vörugjöldin voru sem við erum sem betur búin að fella niður alfarið, þá sástu fullt af fáránlegum og mjög furðulegum hlutum. Þegar kerfið er flókið þá verður það slæmt Það er mjög ánægjulegt að við séum að fella þetta niður. Þ.e tollana. Ég get lofað þér því að þetta dæmi sem þú nefnir ekki eina furðulega dæmið í tollskránni.” Guðlaugur segir það ekki einungis á færi stjórnvalda tð bregðast við þessum svokallaða bleika skatti heldur skipti máli að neytendur séu vel á verði. „Þetta vald sem felst í því að gefa skilaboð með hvar við verslum. Við notum það allt of lítið.” Tengdar fréttir Bleikur skattur: Konur borga meira fyrir það sama Að meðaltali borga konur 7% meira en karlar fyrir sambærilegar vörur. Einföld, óformleg vettvangsrannsókn leiddi í ljós að mörg slík dæmi er að finna hér á landi. Í þessari umfjöllun birtast nokkur þeirra. 13. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Sjá meira
Varaformaður fjárlaganefndar segir að ekki geti talist eðlilegt að í tollskrá megi finna dæmi um kynjaðan verðmun eða svokallaðan bleikan skatt. Hann segir að við þessu verði að bregðast auk þess sem neytendur verði að vera vel á verði. Í Fréttablaðinu um helgina var fjallað um bleikan skatt sem er ein birtingarmynd kynjamisréttis. Í greininni kom fram að í nýlegri bandarískri rannsókn hafi leitt í ljós að konur borgi að meðaltali 7% meira fyrir sambærilega vöru en karlar. Óformleg könnun blaðamanns Fréttablaðsins leiddi einnig í ljós að slíkan mun er einnig að finna hér á landi. Ungbarnasamfella fyrir stúlkubarn var 1000 krónum dýrari en samskonar samfella í bláum lit. Bleika skattinn má finna víða. Þegar tollaskrá sem finna má í fjárlagafrumvarpi ársins 2016 er skoðuð má sjá að rafmagnsrakvélar eru undanþegnar tolli á meðan rafmagnshárheiðingartæki bera 7,5% skatt. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir að dæmi eins og þetta geti ekki talist eðlilegt. „Ef þú ferð í tollskránna alveg eins og þegar vörugjöldin voru sem við erum sem betur búin að fella niður alfarið, þá sástu fullt af fáránlegum og mjög furðulegum hlutum. Þegar kerfið er flókið þá verður það slæmt Það er mjög ánægjulegt að við séum að fella þetta niður. Þ.e tollana. Ég get lofað þér því að þetta dæmi sem þú nefnir ekki eina furðulega dæmið í tollskránni.” Guðlaugur segir það ekki einungis á færi stjórnvalda tð bregðast við þessum svokallaða bleika skatti heldur skipti máli að neytendur séu vel á verði. „Þetta vald sem felst í því að gefa skilaboð með hvar við verslum. Við notum það allt of lítið.”
Tengdar fréttir Bleikur skattur: Konur borga meira fyrir það sama Að meðaltali borga konur 7% meira en karlar fyrir sambærilegar vörur. Einföld, óformleg vettvangsrannsókn leiddi í ljós að mörg slík dæmi er að finna hér á landi. Í þessari umfjöllun birtast nokkur þeirra. 13. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Sjá meira
Bleikur skattur: Konur borga meira fyrir það sama Að meðaltali borga konur 7% meira en karlar fyrir sambærilegar vörur. Einföld, óformleg vettvangsrannsókn leiddi í ljós að mörg slík dæmi er að finna hér á landi. Í þessari umfjöllun birtast nokkur þeirra. 13. febrúar 2016 07:00