Bleikur skattur: Konur borga meira fyrir það sama Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. febrúar 2016 07:00 Bandarísk rannsókn sýnir að vörur markaðssettar til kvenna eru verðlagðar hærra en sambærilegar vörur markaðssettar til karla. Að meðaltali borga konur 7% meira en karlar fyrir sambærilegar vörur. Einföld, óformleg vettvangsrannsókn blaðamanns leiddi í ljós að mörg slík dæmi er að finna hér á landi. Í þessari umfjöllun birtast nokkur þeirra. „Bleikur skattur, eins og hann er kallaður, er tvenns konar. Annars vegar er um að ræða neytendavörur sem eru hærra verðlagðar til kvenna en karla. Þetta er ekki eiginlegur skattur heldur mismunur í verðlagningu. Tekjurnar renna ekki í ríkissjóð heldur til þeirra fyrirtækja sem framleiða og selja vörurnar. Hins vegar er um að ræða eiginlegan skatt sem stjórnvöld leggja á vörur eða þjónustu. Þar er nærtækast að nefna sem dæmi túrskattinn, þ.e. tolla og virðisaukaskatt á dömubindi, túrtappa og sambærilegar vörur. Slíkur skattur rennur beint í ríkissjóð og það er á færi stjórnvalda að breyta skattinum,“ segir Katrín Anna Guðmundsdóttir, viðskipta- og markaðsfræðingur og kynjafræðingur. Katrín Anna segir alveg óhætt að tala um bleikan skatt sem eina birtingarmynd kynjamisréttis. „Það sem konum svíður er ekki bara það að vörur sem eru markaðssettar til kvenna eru verðlagðar hærra heldur í ofanálag eru konur með lægri laun en karlar. Munurinn í ráðstöfunartekjum verður því enn meiri fyrir vikið.“Katrín Anna GuðmundsdóttirHún segir hægt að breyta þessu ef viljinn er til staðar. Ólíkar aðgerðir þurfi þó til eftir því hvort um er að ræða eiginlegan skatt eða mismunandi verðlagningu. „Það er hægt að breyta lögum til að afnema eða samræma skattinn. Það er þó ekki samstaða um að afnema til dæmis túrskattinn og þar togast á tvö mismunandi sjónarmið. Annars vegar það að þetta sé kvennaskattur sem er eingöngu lagður á konur þar sem um sé að ræða nauðsynjavöru sem konur verða að kaupa vegna líffræðilegs hlutverks sem karlar hafa ekki. Á móti vega skattasjónarmið þar sem almennt er talið að allar vörur ættu að vera í sama virðisaukaskattsþrepi og undanþágur ættu að vera eins fáar og unnt er. Í því samhengi hefur verið bent á að hætta á mismunun felst einmitt í undanþágum,“ útskýrir Katrín Anna og bætir við: „Það er í sjálfu sér alveg rétt, hættan á mismunun felst í undanþágum, en að mínu mati vega kynjasjónarmiðin þyngra í þessu tilviki þar sem til sanns vegar má færa að karlar eru undanþegnir þessum skatti og því felst mismunun í skattlagningunni.“ Dæmi úr íslenskum verslunumHún bendir á að þegar um er að ræða mismunandi verðlagningu hafi stjórnvöld ekki sömu úrræði eða aðkomu til að breyta. „Verðlagningin er í höndum fyrirtækja. Á Íslandi eru þó í gildi lög sem banna mismunun í verðlagningu á vörum eða þjónustu á grundvelli kyns. Með þeim lögum varð til að mynda óheimilt að hafa mismunandi tryggingariðgjöld fyrir konur og karla. Það er þó erfiðara að ætla að láta þau lög ná yfir t.d. mismunandi verðlagningu á rakvélum því þar er um að ræða vörur sem eru bæði í mismunandi pakkningum og mismunandi að lögun og lit. Það er því ekki hægt að leysa vandamálið með bleika skattinn alfarið með lagasetningu heldur þarf bæði mikla kvennabaráttu og neytendavakt til að fá þessu breytt,“ segir hún. Vísir/UnaKatrín Anna segir jafnframt að í raun og veru séu furðulegt hversu mikil kynjaskipting sé í vöruúrvali. „Af hverju erum við sitt með hvora rakvélina fyrir konur og karla? Af hverju mismunandi krem, svitalyktareyði eða hárlitunarefni? Þetta er í raun algjör óþarfi og það væri mikill ávinningur af því að útrýma þessari aðskilnaðarstefnu á milli kynja sem við erum föst í. Katrín Anna segir baráttuna gegn bleika skattinum ekki hafa verið áberandi á Íslandi þó það sé að verða meiri vakning um hann. Hún segir stjórnvöld þegar hafa breytt sumu. „Til dæmis voru tollar á dömubindi og túrtappa afnumdir um síðustu áramót. Það munar þó meira um virðisaukaskattinn. Ég efast síðan um að framleiðendur og seljendur vöru og þjónustu sem er verðlögð hærra til kvenna en karla hafi frumkvæði að því að afnema bleika skattinn hjá sér. Ég held að það þurfi mikinn þrýsting til.“Björt ÓlafsdóttirVísir/StefánNeytendur eiga ekki að láta bjóða sér þetta lengur„Það að vara sem beint er að kvenkyninu sé dýrari en sama vara sem beint er að karlkyninu er algjörlega fáránlegt,“ segir BjörtÓlafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. „Fyrir það fyrsta finnst mér þessi tvíhyggju markaðshugsun óskaplega gamaldags. Mannlega litrófið er auðvitað svo miklu breiðara en að það rúmist í þessum tveimur kynjum. En væntanlega virkar þetta svona fyrst þetta er iðkað. Sölufólk kemst upp með það að selja það sem beint er að stúlkum og konum hærra verði en sams konar varning ætlaðan körlum og drengjum.“ Björt segir bestu leiðina til þess að sporna við þessu vera þá að neytendur létu einfaldlega ekki bjóða sér þetta lengur. „Að þeir veldu ódýrari kostinn fyrir sig sama hverjum varan væri ætluð. Það getur þó verið vandasamt, bæði vegna þess að það tekur fólk tíma og vinnu að bera saman verð og vera meðvitaður neytandi. Þetta getur líka verið erfitt þegar þú ert til dæmis með barn í eftirdragi og þið eruð að velja gjöf fyrir vin. Þú treður ekkert ódýra Star Wars-tannburstanum upp á barnið ef það vill heldur gefa Hello Kitty sem kostar meira því hann er ætlaður stelpum.“ Hún segir slík vörukaup þó ekki alltaf ganga upp. „Ég er til dæmis ekki að fara að velja ódýrari sturtusápuna sem ætluð er körlum einfaldlega því mér finnst lyktin ekki góð. En heilt yfir, þá hefur maður val.“ Aðspurð um hinn svokallaða túrskatt segir Björt hann í hæsta máta ósanngjarnan. „Til dæmis að túrtappar, bindi og nauðsynjavörur sem eingöngu konur þurfa að nota séu skattlagðar á þennan hátt. Þar á ríkið að koma að málum og lækka álögur.“ Hún heldur áfram: „En fyrir utan þetta allt er líka verið að bjóða okkur alls konar óþarfa. Hvað ætli meðal kona um sjötugt hafi til dæmis eytt miklu í svokölluð hrukkukrem sem mest hefur verið beint að konum? Á þess lags varningi er loksins búið að gera langa og ítarlega samanburðarrannsókn sem sýndi svo ekki verður um villst að þau virka ekki. Hvaða nafni sem þau nefnast. Hvort sem þau kosta 15.000 krónur dósin eða 1.500 krónur. Við getum í það minnsta þurrkað þau út af kynjaða kauplistanum okkar.“Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í Háskóla ÍslandsVísir/ValliTrúa gjarnan að þetta séu undantekningar„Ég held að hin svokölluðu markaðslögmál leiti að sem mestum ávinningi og ef enginn kvartar er spurning hvaða hvata fyrirtæki hafa til að breyta hlutum. Umræða og þekking á þessum tilvikum er því mjög mikilvæg, sömuleiðis að skapa þrýsting á þá aðila sem um ræðir,“ segir Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands.Af hverju viðgengst þetta enn? „Ein ástæða þess að við erum sein að fatta hlutina er að við erum iðulega að horfa á einstakar birtingarmyndir á þessum hlutum, mörgum finnst þau óttaleg smáatriði ein og sér, og trúa gjarnan að þau séu undantekningar. Það þarf nefnilega skipulega og kerfisbundna skoðun til að sjá stóru myndina og mynstrið eins og það í rauninni er. En það er að einhverju leyti þjálfunaratriði, þegar fólki hefur verið bent á þetta mynstur þá fer það ekki eins auðveldlega fram hjá því,“ útskýrir Þorgerður og segir samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða og kynjaða fjárhagsáætlunargerð verkfæri þróað til að hjálpa okkur að gera svona hluti sýnilega og bregðast við þeim.Af hverju gæti munurinn stafað – ef ekki bleikum skatti?Blaðamaður heimsótti nokkrar verslanir og hárgreiðslustofur á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega í leit að dæmum um kynjaða verðskrá. Aðrar ástæður fyrir verðmun geta verið sendingarkostnaður, vinna í klukkustundum talin, efniskostnaður, mismunandi verðlagning vörumerkja frá framleiðendum, breytingar á lögum um tolla og gjöld sem nýlega tóku gildi svo eitthvað sé nefnt. Stutt vettvangsrannsókn leiddi þó í ljós mörg dæmi um að vörur eða þjónusta sem ætluð er konum eða stelpum var dýrari en sambærilegar vörur ætlaðar körlum eða drengjum, svo ekki var um villst. Rannsókn á bleikum skatti Neytendastofnun í New York- ríki birti skýrslu um rannsókn á bleikum skatti, sem var m.a. undirrituð af Bill de Blasio borgarstjóra, í desember 2015. Rannsóknin sem heitir From Cradle to Cane: The Cost of Being a Female Consumer leiddi í ljós að konur borga að meðaltali 7% hærra verð en karlar fyrir sambærilega vöru. Rannsakendur báru saman um 800 vörur, sem auðsýnilega var beint að kvenkyns neytendum annars vegar og karlkyns neytendum hins vegar. Vörurnar voru af ýmsum toga, sem fólk notar á öllum stigum lífsins – allt frá barnaleikföngum til fullorðinsbleyja. Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Sjá meira
Bandarísk rannsókn sýnir að vörur markaðssettar til kvenna eru verðlagðar hærra en sambærilegar vörur markaðssettar til karla. Að meðaltali borga konur 7% meira en karlar fyrir sambærilegar vörur. Einföld, óformleg vettvangsrannsókn blaðamanns leiddi í ljós að mörg slík dæmi er að finna hér á landi. Í þessari umfjöllun birtast nokkur þeirra. „Bleikur skattur, eins og hann er kallaður, er tvenns konar. Annars vegar er um að ræða neytendavörur sem eru hærra verðlagðar til kvenna en karla. Þetta er ekki eiginlegur skattur heldur mismunur í verðlagningu. Tekjurnar renna ekki í ríkissjóð heldur til þeirra fyrirtækja sem framleiða og selja vörurnar. Hins vegar er um að ræða eiginlegan skatt sem stjórnvöld leggja á vörur eða þjónustu. Þar er nærtækast að nefna sem dæmi túrskattinn, þ.e. tolla og virðisaukaskatt á dömubindi, túrtappa og sambærilegar vörur. Slíkur skattur rennur beint í ríkissjóð og það er á færi stjórnvalda að breyta skattinum,“ segir Katrín Anna Guðmundsdóttir, viðskipta- og markaðsfræðingur og kynjafræðingur. Katrín Anna segir alveg óhætt að tala um bleikan skatt sem eina birtingarmynd kynjamisréttis. „Það sem konum svíður er ekki bara það að vörur sem eru markaðssettar til kvenna eru verðlagðar hærra heldur í ofanálag eru konur með lægri laun en karlar. Munurinn í ráðstöfunartekjum verður því enn meiri fyrir vikið.“Katrín Anna GuðmundsdóttirHún segir hægt að breyta þessu ef viljinn er til staðar. Ólíkar aðgerðir þurfi þó til eftir því hvort um er að ræða eiginlegan skatt eða mismunandi verðlagningu. „Það er hægt að breyta lögum til að afnema eða samræma skattinn. Það er þó ekki samstaða um að afnema til dæmis túrskattinn og þar togast á tvö mismunandi sjónarmið. Annars vegar það að þetta sé kvennaskattur sem er eingöngu lagður á konur þar sem um sé að ræða nauðsynjavöru sem konur verða að kaupa vegna líffræðilegs hlutverks sem karlar hafa ekki. Á móti vega skattasjónarmið þar sem almennt er talið að allar vörur ættu að vera í sama virðisaukaskattsþrepi og undanþágur ættu að vera eins fáar og unnt er. Í því samhengi hefur verið bent á að hætta á mismunun felst einmitt í undanþágum,“ útskýrir Katrín Anna og bætir við: „Það er í sjálfu sér alveg rétt, hættan á mismunun felst í undanþágum, en að mínu mati vega kynjasjónarmiðin þyngra í þessu tilviki þar sem til sanns vegar má færa að karlar eru undanþegnir þessum skatti og því felst mismunun í skattlagningunni.“ Dæmi úr íslenskum verslunumHún bendir á að þegar um er að ræða mismunandi verðlagningu hafi stjórnvöld ekki sömu úrræði eða aðkomu til að breyta. „Verðlagningin er í höndum fyrirtækja. Á Íslandi eru þó í gildi lög sem banna mismunun í verðlagningu á vörum eða þjónustu á grundvelli kyns. Með þeim lögum varð til að mynda óheimilt að hafa mismunandi tryggingariðgjöld fyrir konur og karla. Það er þó erfiðara að ætla að láta þau lög ná yfir t.d. mismunandi verðlagningu á rakvélum því þar er um að ræða vörur sem eru bæði í mismunandi pakkningum og mismunandi að lögun og lit. Það er því ekki hægt að leysa vandamálið með bleika skattinn alfarið með lagasetningu heldur þarf bæði mikla kvennabaráttu og neytendavakt til að fá þessu breytt,“ segir hún. Vísir/UnaKatrín Anna segir jafnframt að í raun og veru séu furðulegt hversu mikil kynjaskipting sé í vöruúrvali. „Af hverju erum við sitt með hvora rakvélina fyrir konur og karla? Af hverju mismunandi krem, svitalyktareyði eða hárlitunarefni? Þetta er í raun algjör óþarfi og það væri mikill ávinningur af því að útrýma þessari aðskilnaðarstefnu á milli kynja sem við erum föst í. Katrín Anna segir baráttuna gegn bleika skattinum ekki hafa verið áberandi á Íslandi þó það sé að verða meiri vakning um hann. Hún segir stjórnvöld þegar hafa breytt sumu. „Til dæmis voru tollar á dömubindi og túrtappa afnumdir um síðustu áramót. Það munar þó meira um virðisaukaskattinn. Ég efast síðan um að framleiðendur og seljendur vöru og þjónustu sem er verðlögð hærra til kvenna en karla hafi frumkvæði að því að afnema bleika skattinn hjá sér. Ég held að það þurfi mikinn þrýsting til.“Björt ÓlafsdóttirVísir/StefánNeytendur eiga ekki að láta bjóða sér þetta lengur„Það að vara sem beint er að kvenkyninu sé dýrari en sama vara sem beint er að karlkyninu er algjörlega fáránlegt,“ segir BjörtÓlafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. „Fyrir það fyrsta finnst mér þessi tvíhyggju markaðshugsun óskaplega gamaldags. Mannlega litrófið er auðvitað svo miklu breiðara en að það rúmist í þessum tveimur kynjum. En væntanlega virkar þetta svona fyrst þetta er iðkað. Sölufólk kemst upp með það að selja það sem beint er að stúlkum og konum hærra verði en sams konar varning ætlaðan körlum og drengjum.“ Björt segir bestu leiðina til þess að sporna við þessu vera þá að neytendur létu einfaldlega ekki bjóða sér þetta lengur. „Að þeir veldu ódýrari kostinn fyrir sig sama hverjum varan væri ætluð. Það getur þó verið vandasamt, bæði vegna þess að það tekur fólk tíma og vinnu að bera saman verð og vera meðvitaður neytandi. Þetta getur líka verið erfitt þegar þú ert til dæmis með barn í eftirdragi og þið eruð að velja gjöf fyrir vin. Þú treður ekkert ódýra Star Wars-tannburstanum upp á barnið ef það vill heldur gefa Hello Kitty sem kostar meira því hann er ætlaður stelpum.“ Hún segir slík vörukaup þó ekki alltaf ganga upp. „Ég er til dæmis ekki að fara að velja ódýrari sturtusápuna sem ætluð er körlum einfaldlega því mér finnst lyktin ekki góð. En heilt yfir, þá hefur maður val.“ Aðspurð um hinn svokallaða túrskatt segir Björt hann í hæsta máta ósanngjarnan. „Til dæmis að túrtappar, bindi og nauðsynjavörur sem eingöngu konur þurfa að nota séu skattlagðar á þennan hátt. Þar á ríkið að koma að málum og lækka álögur.“ Hún heldur áfram: „En fyrir utan þetta allt er líka verið að bjóða okkur alls konar óþarfa. Hvað ætli meðal kona um sjötugt hafi til dæmis eytt miklu í svokölluð hrukkukrem sem mest hefur verið beint að konum? Á þess lags varningi er loksins búið að gera langa og ítarlega samanburðarrannsókn sem sýndi svo ekki verður um villst að þau virka ekki. Hvaða nafni sem þau nefnast. Hvort sem þau kosta 15.000 krónur dósin eða 1.500 krónur. Við getum í það minnsta þurrkað þau út af kynjaða kauplistanum okkar.“Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í Háskóla ÍslandsVísir/ValliTrúa gjarnan að þetta séu undantekningar„Ég held að hin svokölluðu markaðslögmál leiti að sem mestum ávinningi og ef enginn kvartar er spurning hvaða hvata fyrirtæki hafa til að breyta hlutum. Umræða og þekking á þessum tilvikum er því mjög mikilvæg, sömuleiðis að skapa þrýsting á þá aðila sem um ræðir,“ segir Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands.Af hverju viðgengst þetta enn? „Ein ástæða þess að við erum sein að fatta hlutina er að við erum iðulega að horfa á einstakar birtingarmyndir á þessum hlutum, mörgum finnst þau óttaleg smáatriði ein og sér, og trúa gjarnan að þau séu undantekningar. Það þarf nefnilega skipulega og kerfisbundna skoðun til að sjá stóru myndina og mynstrið eins og það í rauninni er. En það er að einhverju leyti þjálfunaratriði, þegar fólki hefur verið bent á þetta mynstur þá fer það ekki eins auðveldlega fram hjá því,“ útskýrir Þorgerður og segir samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða og kynjaða fjárhagsáætlunargerð verkfæri þróað til að hjálpa okkur að gera svona hluti sýnilega og bregðast við þeim.Af hverju gæti munurinn stafað – ef ekki bleikum skatti?Blaðamaður heimsótti nokkrar verslanir og hárgreiðslustofur á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega í leit að dæmum um kynjaða verðskrá. Aðrar ástæður fyrir verðmun geta verið sendingarkostnaður, vinna í klukkustundum talin, efniskostnaður, mismunandi verðlagning vörumerkja frá framleiðendum, breytingar á lögum um tolla og gjöld sem nýlega tóku gildi svo eitthvað sé nefnt. Stutt vettvangsrannsókn leiddi þó í ljós mörg dæmi um að vörur eða þjónusta sem ætluð er konum eða stelpum var dýrari en sambærilegar vörur ætlaðar körlum eða drengjum, svo ekki var um villst. Rannsókn á bleikum skatti Neytendastofnun í New York- ríki birti skýrslu um rannsókn á bleikum skatti, sem var m.a. undirrituð af Bill de Blasio borgarstjóra, í desember 2015. Rannsóknin sem heitir From Cradle to Cane: The Cost of Being a Female Consumer leiddi í ljós að konur borga að meðaltali 7% hærra verð en karlar fyrir sambærilega vöru. Rannsakendur báru saman um 800 vörur, sem auðsýnilega var beint að kvenkyns neytendum annars vegar og karlkyns neytendum hins vegar. Vörurnar voru af ýmsum toga, sem fólk notar á öllum stigum lífsins – allt frá barnaleikföngum til fullorðinsbleyja.
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Sjá meira