Sjö söguleg skref strákanna okkar inn á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 16:30 Strákarnir fagna hér EM-sætinu í Laugardalnum 6. september 2015. Vísir/Vilhelm Aðeins þrjár þjóðir voru á undan Íslendingum að tryggja sér farseðilinn á EM og ein þeirra var gestgjafar Frakka. 6. september 2015 verður alltaf risastór dagur í sögu íslenska fótboltans því þá upplifði íslenska þjóðin í fyrsta sinn að eiga lið á stórmóti karla í fótbolta. Íslenska fótboltalandsliðið komst á sitt fyrsta stórmót í 24. tilraun. Eftir tólf undankeppnir HM og ellefu undankeppnir EM var það í þessari undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi þar sem íslensku landsliðsmennirnir komu Íslandi alla leið. Íslenska liðið vann þrjá fyrstu leiki riðilsins með markatölunni 8-0 og EM-draumurinn var farinn að breytast í veruleika. Strákarnir svöruðu tapleik í Tékklandi með því að vinna úti í Kasakstan og ná síðan fram hefndum á Tékkum á Laugardalsvellinum. Eftir stórbrotinn sigur á Hollendingum á Amsterdam Arena var þetta ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær og aðeins þremur dögum síðar var EM-farseðillinn í höfn. Markalaust jafntefli við Kasakstan leit ekki merkilega út á pappírnum en þetta eina stig var risastórt skref í sögu íslenska fótboltans því það kom karlalandsliðinu inn á sitt fyrsta stórmót. Íslenska liðið missti af fimm stigum í tveimur síðustu leikjunum og náði því ekki að vinna riðilinn en annað sætið á eftir sterku tékknesku liði var ekkert til skammast sín fyrir. Íslenska fótboltalandsliðið var komið inn á stóra sviðið og framundan var átta mánaða undirbúningur fyrsta stórmóts karlalandsliðsins. Hér fyrir neðan skoðum við sjö stærstu skrefin sem íslenska liðið tók á leið sinni á Evrópumótið í Frakklandi.Skref 1 3-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum 9. september 2014 Jón Daði Böðvarsson kom óvænt inn í byrjunarliðið fyrir Jóhann Berg Guðmundsson sem meiddist í aðdraganda leiksins og Jón Daði var búinn að koma Íslandi í 1-0 eftir aðeins 18 mínútur. Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættu við mörkum með mínútu millibili undir lokin.Hetjan: Jón Daði BöðvarssonSkref 2 3-0 sigur á Lettland í Riga 10. október 2014 Íslenska liðið var með mikla yfirburði á móti Lettum í Riga en mörkin komu ekki fyrr en á síðustu 25 mínútunum. Aron Einar Gunnarsson lagði upp fyrsta markið fyrir Gylfa Þór Sigurðsson og skoraði síðan annað markið sjálfur. Varamaðurinn Rúrik Gíslason innsiglaði síðan sigurinn í blálokin.Hetjan: Aron Einar GunnarssonSkref 3 2-0 sigur á Hollandi á Laugardalsvellinum 13. október 2014 Íslenska liðið sýndi styrk sinn með 2-0 verðskulduðum sigri á bronsliði Hollendinga frá HM í Brasilíu fyrr um sumarið. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin, það fyrra úr vítaspyrnu sem Birkir Bjarnason fiskaði.Hetjan: Gylfi Þór SigurðssonVísir/VIlhelmSkref 4 3-0 sigur á Kasakstan í Astana 28. mars 2015 Eiður Smári Guðjohnsen kom aftur inn í landsliðið eftir átján mánaða fjarveru og hann kom íslenska liðinu í 1-0 á 20. mínútu eftir sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar. Birkir Bjarnason bætti síðan við tveimur mörkum og Ísland fagnaði sigri eftir lengsta ferðalag landsliðsins í keppnisleik frá upphafi. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fórnaði fæðingu síns fyrsta barns til að leiða liðið til sigurs.Hetjan: Eiður Smári GuðjohnsenSkref 5 2-1 sigur á Tékklandi á Laugardalsvellinum 12. júní 2015 Kolbeinn Sigþórsson kórónaði endurkomu íslenska liðsins og hefnd fyrir tapið í fyrri leiknum með því að skora sigurmarkið á 76. mínútu eftir að hafa unnið boltann af varnarmönnum Tékka og sólað markvörðinn heimsfræga Petr Cech. Aron Einar Gunnarsson jafnaði metin fimm mínútum eftir að Tékkar komust yfir á 55. mínútu. Sigurinn skilaði íslenska liðinu í toppsæti riðilsins.Hetjan: Kolbeinn SigþórssonSkref 6 1-0 sigur á Hollandi í Amsterdam 3. september 2015 Íslenska liðið var komið með annan fótinn á EM eftir besta sigur liðsins frá upphafi. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 51. mínútu sem dæmd var eftir að brotið var á Birki Bjarnasyni. Hannes Þór Halldórsson varði allt sem á markið kom og sá til þess öðrum fremur að Ísland varð fyrsta þjóðin til að vinna Holland bæði á heima- og útivelli í undankeppni.Hetjan: Hannes Þór HalldórssonSkref 7 0-0 jafntefli við Kasakstan á Laugardalsvellinum 6. september 2015 Íslensku strákarnir náðu ekki að landa sigri á Kasökum á Laugardalsvellinum en liðið hélt hreinu í sjötta sinn í átta leikjum og stigið dugði því til að tryggja farseðilinn á EM. Troðfullur Laugardalsvöllurinn fagnaði EM-sætinu vel og lengi eftir leik með ánægðum leikmönnum íslenska liðsins. Ísland var komið á EM þrátt fyrir að enn væru eftir tvær umferðir í riðlinum.Hetjurnar: Strákarnir okkarÞessi grein birtist í EM-blaði Fréttablaðsins sem má finna allt hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sjá meira
Aðeins þrjár þjóðir voru á undan Íslendingum að tryggja sér farseðilinn á EM og ein þeirra var gestgjafar Frakka. 6. september 2015 verður alltaf risastór dagur í sögu íslenska fótboltans því þá upplifði íslenska þjóðin í fyrsta sinn að eiga lið á stórmóti karla í fótbolta. Íslenska fótboltalandsliðið komst á sitt fyrsta stórmót í 24. tilraun. Eftir tólf undankeppnir HM og ellefu undankeppnir EM var það í þessari undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi þar sem íslensku landsliðsmennirnir komu Íslandi alla leið. Íslenska liðið vann þrjá fyrstu leiki riðilsins með markatölunni 8-0 og EM-draumurinn var farinn að breytast í veruleika. Strákarnir svöruðu tapleik í Tékklandi með því að vinna úti í Kasakstan og ná síðan fram hefndum á Tékkum á Laugardalsvellinum. Eftir stórbrotinn sigur á Hollendingum á Amsterdam Arena var þetta ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær og aðeins þremur dögum síðar var EM-farseðillinn í höfn. Markalaust jafntefli við Kasakstan leit ekki merkilega út á pappírnum en þetta eina stig var risastórt skref í sögu íslenska fótboltans því það kom karlalandsliðinu inn á sitt fyrsta stórmót. Íslenska liðið missti af fimm stigum í tveimur síðustu leikjunum og náði því ekki að vinna riðilinn en annað sætið á eftir sterku tékknesku liði var ekkert til skammast sín fyrir. Íslenska fótboltalandsliðið var komið inn á stóra sviðið og framundan var átta mánaða undirbúningur fyrsta stórmóts karlalandsliðsins. Hér fyrir neðan skoðum við sjö stærstu skrefin sem íslenska liðið tók á leið sinni á Evrópumótið í Frakklandi.Skref 1 3-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum 9. september 2014 Jón Daði Böðvarsson kom óvænt inn í byrjunarliðið fyrir Jóhann Berg Guðmundsson sem meiddist í aðdraganda leiksins og Jón Daði var búinn að koma Íslandi í 1-0 eftir aðeins 18 mínútur. Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættu við mörkum með mínútu millibili undir lokin.Hetjan: Jón Daði BöðvarssonSkref 2 3-0 sigur á Lettland í Riga 10. október 2014 Íslenska liðið var með mikla yfirburði á móti Lettum í Riga en mörkin komu ekki fyrr en á síðustu 25 mínútunum. Aron Einar Gunnarsson lagði upp fyrsta markið fyrir Gylfa Þór Sigurðsson og skoraði síðan annað markið sjálfur. Varamaðurinn Rúrik Gíslason innsiglaði síðan sigurinn í blálokin.Hetjan: Aron Einar GunnarssonSkref 3 2-0 sigur á Hollandi á Laugardalsvellinum 13. október 2014 Íslenska liðið sýndi styrk sinn með 2-0 verðskulduðum sigri á bronsliði Hollendinga frá HM í Brasilíu fyrr um sumarið. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin, það fyrra úr vítaspyrnu sem Birkir Bjarnason fiskaði.Hetjan: Gylfi Þór SigurðssonVísir/VIlhelmSkref 4 3-0 sigur á Kasakstan í Astana 28. mars 2015 Eiður Smári Guðjohnsen kom aftur inn í landsliðið eftir átján mánaða fjarveru og hann kom íslenska liðinu í 1-0 á 20. mínútu eftir sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar. Birkir Bjarnason bætti síðan við tveimur mörkum og Ísland fagnaði sigri eftir lengsta ferðalag landsliðsins í keppnisleik frá upphafi. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fórnaði fæðingu síns fyrsta barns til að leiða liðið til sigurs.Hetjan: Eiður Smári GuðjohnsenSkref 5 2-1 sigur á Tékklandi á Laugardalsvellinum 12. júní 2015 Kolbeinn Sigþórsson kórónaði endurkomu íslenska liðsins og hefnd fyrir tapið í fyrri leiknum með því að skora sigurmarkið á 76. mínútu eftir að hafa unnið boltann af varnarmönnum Tékka og sólað markvörðinn heimsfræga Petr Cech. Aron Einar Gunnarsson jafnaði metin fimm mínútum eftir að Tékkar komust yfir á 55. mínútu. Sigurinn skilaði íslenska liðinu í toppsæti riðilsins.Hetjan: Kolbeinn SigþórssonSkref 6 1-0 sigur á Hollandi í Amsterdam 3. september 2015 Íslenska liðið var komið með annan fótinn á EM eftir besta sigur liðsins frá upphafi. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 51. mínútu sem dæmd var eftir að brotið var á Birki Bjarnasyni. Hannes Þór Halldórsson varði allt sem á markið kom og sá til þess öðrum fremur að Ísland varð fyrsta þjóðin til að vinna Holland bæði á heima- og útivelli í undankeppni.Hetjan: Hannes Þór HalldórssonSkref 7 0-0 jafntefli við Kasakstan á Laugardalsvellinum 6. september 2015 Íslensku strákarnir náðu ekki að landa sigri á Kasökum á Laugardalsvellinum en liðið hélt hreinu í sjötta sinn í átta leikjum og stigið dugði því til að tryggja farseðilinn á EM. Troðfullur Laugardalsvöllurinn fagnaði EM-sætinu vel og lengi eftir leik með ánægðum leikmönnum íslenska liðsins. Ísland var komið á EM þrátt fyrir að enn væru eftir tvær umferðir í riðlinum.Hetjurnar: Strákarnir okkarÞessi grein birtist í EM-blaði Fréttablaðsins sem má finna allt hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sjá meira