Ítölsku meistararnir í Juventus byrja nýtt tímabil á 2-1 sigri á Fiorentina, en ítalska deildin var flautuð af stað í dag.
Sami Khedira kom meisturunum yfir á 37. mínútu, en Fiorentina jafnaði metin á 70. mínútu.
Það liðu ekki nema fimm mínútur þangað til hinn rándýri Gonzalo Higuain tryggði Juventus sigurinn með marki eftir darraðadans.
Lokatölur 2-1 og meistararnir komnir á blað á Ítalíu. Fiorentina án stiga eftir fyrstu umferðina.
Higuain tryggði Juventus sigur í fyrsta leiknum

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


