Lars þjálfaði liðið sem skoraði síðast fjögur á Ísland í fyrri hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2016 20:18 Zlatan Ibrahimovic í baráttu við Hermann Hreiðarsson í leiknum á Laugardalsvellinum í október 2004. Vísir/AFP Íslenska fótboltalandsliðið gróf sig djúpa holu í fyrri hálfleik í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta með því að fá á sig fjögur mörk. Frakkar sýndu snilli sínum í sóknarleiknum og þeir Olivier Giroud, Paul Pogba, Dimitri Payet og Antoine Griezmann komu franska liðinu í 4-0 á fyrstu 45 mínútum leiksins. Þetta er í fyrsta sinn í tæp tólf ár sem íslenska landsliðið fær á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik en það hafði ekki gerst síðan 13. október 2004. Íslenska liðið tapaði þá 4-1 á móti Svíum á Laugardalsvellinum í undankeppni HM í Þýskalandi sem fór síðan fram sumarið 2006. Svíar komust í 4-0 í fyrri hálfleiknum í þessum leik með mörkum þeirra Henrik Larsson (2 mörk), Marcus Allbäck og Christian Wilhelmsson. Henrik Larsson skoraði fyrsta markið á 23. mínútu en fyrsta mark Frakka í dag skoraði Olivier Giroud strax á 12. mínútu. Paul Pogba var búinn að skora annað mark á 19. mínútu en í þessum Svíaleik fyrir tólf árum skoraði Marcus Allbäck á 25. mínútu. Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska liðsins í dag, kom heldur við sögu þegar íslenska landsliðið fékk síðast á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik. Lagerbäck var nefnilega þjálfari þessa sænska liðs sem fór svona illa með það íslenska í fyrri hálfleik í umræddum leik á Laugardalsvellinum í október 2004. Eiður Smári Guðjohnsen var fyrirliði íslenska liðsins í leiknum og skoraði eina mark síðari hálfleiks á 66. mínútu.#OJOALDATO - Es la peor derrota de Islandia al descanso en los últimos 12 años (desde un 0-4 contra Suecia el 13.10.2004 que terminó 1-4).— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 3, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikmaður FH ánægður með yfirburði Frakka gegn Íslandi Skotinn Steven Lennon, leikmaður FH, er að fá það óþvegið á Twitter frá reiðum Íslendingum. 3. júlí 2016 19:58 Fyrstir í sögu EM til að fá á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik Íslenska fótboltalandsliðið átti fá svör á móti frábæru frönsku liði í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 3. júlí 2016 20:02 Ísland slær met með sama byrjunarliðinu fimmta leikinn í röð Ísland verður með sama byrjunarliðið fimmta leikinn í röð í kvöld þegar liðið mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu. 3. júlí 2016 18:42 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 5-2 | Ævintýrinu lokið í Frakklandi Ísland tapaði 5-2 fyrir Frakklandi og er úr leik á Evrópumótinu í fótbolta. 3. júlí 2016 20:45 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 John Cena hættur að glíma Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið gróf sig djúpa holu í fyrri hálfleik í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta með því að fá á sig fjögur mörk. Frakkar sýndu snilli sínum í sóknarleiknum og þeir Olivier Giroud, Paul Pogba, Dimitri Payet og Antoine Griezmann komu franska liðinu í 4-0 á fyrstu 45 mínútum leiksins. Þetta er í fyrsta sinn í tæp tólf ár sem íslenska landsliðið fær á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik en það hafði ekki gerst síðan 13. október 2004. Íslenska liðið tapaði þá 4-1 á móti Svíum á Laugardalsvellinum í undankeppni HM í Þýskalandi sem fór síðan fram sumarið 2006. Svíar komust í 4-0 í fyrri hálfleiknum í þessum leik með mörkum þeirra Henrik Larsson (2 mörk), Marcus Allbäck og Christian Wilhelmsson. Henrik Larsson skoraði fyrsta markið á 23. mínútu en fyrsta mark Frakka í dag skoraði Olivier Giroud strax á 12. mínútu. Paul Pogba var búinn að skora annað mark á 19. mínútu en í þessum Svíaleik fyrir tólf árum skoraði Marcus Allbäck á 25. mínútu. Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska liðsins í dag, kom heldur við sögu þegar íslenska landsliðið fékk síðast á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik. Lagerbäck var nefnilega þjálfari þessa sænska liðs sem fór svona illa með það íslenska í fyrri hálfleik í umræddum leik á Laugardalsvellinum í október 2004. Eiður Smári Guðjohnsen var fyrirliði íslenska liðsins í leiknum og skoraði eina mark síðari hálfleiks á 66. mínútu.#OJOALDATO - Es la peor derrota de Islandia al descanso en los últimos 12 años (desde un 0-4 contra Suecia el 13.10.2004 que terminó 1-4).— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 3, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikmaður FH ánægður með yfirburði Frakka gegn Íslandi Skotinn Steven Lennon, leikmaður FH, er að fá það óþvegið á Twitter frá reiðum Íslendingum. 3. júlí 2016 19:58 Fyrstir í sögu EM til að fá á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik Íslenska fótboltalandsliðið átti fá svör á móti frábæru frönsku liði í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 3. júlí 2016 20:02 Ísland slær met með sama byrjunarliðinu fimmta leikinn í röð Ísland verður með sama byrjunarliðið fimmta leikinn í röð í kvöld þegar liðið mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu. 3. júlí 2016 18:42 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 5-2 | Ævintýrinu lokið í Frakklandi Ísland tapaði 5-2 fyrir Frakklandi og er úr leik á Evrópumótinu í fótbolta. 3. júlí 2016 20:45 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 John Cena hættur að glíma Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira
Leikmaður FH ánægður með yfirburði Frakka gegn Íslandi Skotinn Steven Lennon, leikmaður FH, er að fá það óþvegið á Twitter frá reiðum Íslendingum. 3. júlí 2016 19:58
Fyrstir í sögu EM til að fá á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik Íslenska fótboltalandsliðið átti fá svör á móti frábæru frönsku liði í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 3. júlí 2016 20:02
Ísland slær met með sama byrjunarliðinu fimmta leikinn í röð Ísland verður með sama byrjunarliðið fimmta leikinn í röð í kvöld þegar liðið mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu. 3. júlí 2016 18:42
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 5-2 | Ævintýrinu lokið í Frakklandi Ísland tapaði 5-2 fyrir Frakklandi og er úr leik á Evrópumótinu í fótbolta. 3. júlí 2016 20:45