Lars þjálfaði liðið sem skoraði síðast fjögur á Ísland í fyrri hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2016 20:18 Zlatan Ibrahimovic í baráttu við Hermann Hreiðarsson í leiknum á Laugardalsvellinum í október 2004. Vísir/AFP Íslenska fótboltalandsliðið gróf sig djúpa holu í fyrri hálfleik í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta með því að fá á sig fjögur mörk. Frakkar sýndu snilli sínum í sóknarleiknum og þeir Olivier Giroud, Paul Pogba, Dimitri Payet og Antoine Griezmann komu franska liðinu í 4-0 á fyrstu 45 mínútum leiksins. Þetta er í fyrsta sinn í tæp tólf ár sem íslenska landsliðið fær á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik en það hafði ekki gerst síðan 13. október 2004. Íslenska liðið tapaði þá 4-1 á móti Svíum á Laugardalsvellinum í undankeppni HM í Þýskalandi sem fór síðan fram sumarið 2006. Svíar komust í 4-0 í fyrri hálfleiknum í þessum leik með mörkum þeirra Henrik Larsson (2 mörk), Marcus Allbäck og Christian Wilhelmsson. Henrik Larsson skoraði fyrsta markið á 23. mínútu en fyrsta mark Frakka í dag skoraði Olivier Giroud strax á 12. mínútu. Paul Pogba var búinn að skora annað mark á 19. mínútu en í þessum Svíaleik fyrir tólf árum skoraði Marcus Allbäck á 25. mínútu. Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska liðsins í dag, kom heldur við sögu þegar íslenska landsliðið fékk síðast á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik. Lagerbäck var nefnilega þjálfari þessa sænska liðs sem fór svona illa með það íslenska í fyrri hálfleik í umræddum leik á Laugardalsvellinum í október 2004. Eiður Smári Guðjohnsen var fyrirliði íslenska liðsins í leiknum og skoraði eina mark síðari hálfleiks á 66. mínútu.#OJOALDATO - Es la peor derrota de Islandia al descanso en los últimos 12 años (desde un 0-4 contra Suecia el 13.10.2004 que terminó 1-4).— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 3, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikmaður FH ánægður með yfirburði Frakka gegn Íslandi Skotinn Steven Lennon, leikmaður FH, er að fá það óþvegið á Twitter frá reiðum Íslendingum. 3. júlí 2016 19:58 Fyrstir í sögu EM til að fá á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik Íslenska fótboltalandsliðið átti fá svör á móti frábæru frönsku liði í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 3. júlí 2016 20:02 Ísland slær met með sama byrjunarliðinu fimmta leikinn í röð Ísland verður með sama byrjunarliðið fimmta leikinn í röð í kvöld þegar liðið mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu. 3. júlí 2016 18:42 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 5-2 | Ævintýrinu lokið í Frakklandi Ísland tapaði 5-2 fyrir Frakklandi og er úr leik á Evrópumótinu í fótbolta. 3. júlí 2016 20:45 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið gróf sig djúpa holu í fyrri hálfleik í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta með því að fá á sig fjögur mörk. Frakkar sýndu snilli sínum í sóknarleiknum og þeir Olivier Giroud, Paul Pogba, Dimitri Payet og Antoine Griezmann komu franska liðinu í 4-0 á fyrstu 45 mínútum leiksins. Þetta er í fyrsta sinn í tæp tólf ár sem íslenska landsliðið fær á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik en það hafði ekki gerst síðan 13. október 2004. Íslenska liðið tapaði þá 4-1 á móti Svíum á Laugardalsvellinum í undankeppni HM í Þýskalandi sem fór síðan fram sumarið 2006. Svíar komust í 4-0 í fyrri hálfleiknum í þessum leik með mörkum þeirra Henrik Larsson (2 mörk), Marcus Allbäck og Christian Wilhelmsson. Henrik Larsson skoraði fyrsta markið á 23. mínútu en fyrsta mark Frakka í dag skoraði Olivier Giroud strax á 12. mínútu. Paul Pogba var búinn að skora annað mark á 19. mínútu en í þessum Svíaleik fyrir tólf árum skoraði Marcus Allbäck á 25. mínútu. Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska liðsins í dag, kom heldur við sögu þegar íslenska landsliðið fékk síðast á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik. Lagerbäck var nefnilega þjálfari þessa sænska liðs sem fór svona illa með það íslenska í fyrri hálfleik í umræddum leik á Laugardalsvellinum í október 2004. Eiður Smári Guðjohnsen var fyrirliði íslenska liðsins í leiknum og skoraði eina mark síðari hálfleiks á 66. mínútu.#OJOALDATO - Es la peor derrota de Islandia al descanso en los últimos 12 años (desde un 0-4 contra Suecia el 13.10.2004 que terminó 1-4).— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 3, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikmaður FH ánægður með yfirburði Frakka gegn Íslandi Skotinn Steven Lennon, leikmaður FH, er að fá það óþvegið á Twitter frá reiðum Íslendingum. 3. júlí 2016 19:58 Fyrstir í sögu EM til að fá á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik Íslenska fótboltalandsliðið átti fá svör á móti frábæru frönsku liði í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 3. júlí 2016 20:02 Ísland slær met með sama byrjunarliðinu fimmta leikinn í röð Ísland verður með sama byrjunarliðið fimmta leikinn í röð í kvöld þegar liðið mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu. 3. júlí 2016 18:42 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 5-2 | Ævintýrinu lokið í Frakklandi Ísland tapaði 5-2 fyrir Frakklandi og er úr leik á Evrópumótinu í fótbolta. 3. júlí 2016 20:45 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sjá meira
Leikmaður FH ánægður með yfirburði Frakka gegn Íslandi Skotinn Steven Lennon, leikmaður FH, er að fá það óþvegið á Twitter frá reiðum Íslendingum. 3. júlí 2016 19:58
Fyrstir í sögu EM til að fá á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik Íslenska fótboltalandsliðið átti fá svör á móti frábæru frönsku liði í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 3. júlí 2016 20:02
Ísland slær met með sama byrjunarliðinu fimmta leikinn í röð Ísland verður með sama byrjunarliðið fimmta leikinn í röð í kvöld þegar liðið mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu. 3. júlí 2016 18:42
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 5-2 | Ævintýrinu lokið í Frakklandi Ísland tapaði 5-2 fyrir Frakklandi og er úr leik á Evrópumótinu í fótbolta. 3. júlí 2016 20:45