15 ár frá falli talíbanastjórnarinnar Una Sighvatsdóttir skrifar 5. október 2016 00:00 Stúlkur mega nú ganga í skóla í Afganistan en það var ólöglegt í tíð Talíbana. Tónlist og dans voru sömuleiðis bönnuð með lögum. AFP Það var í október 2001, aðeins mánuði eftir árásina á tvíburaturnana í New York, sem Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan og áður en árið var úti hafði harðstjórn Talíbana verið brotin á bak aftur í landinu. Á þeim fimmtán árum sem liðin eru síðan hefur ýmis framþróun orðin í landinu. Tónlist fór fljótlega að heyrast aftur, eftir áralangt bann Talíbana, og afganskar stúlkur mega nú mennta sig. Sumstaðar fer þetta tvennt saman, eins og í gítarskóla nokkrum fyrir stúlkur í höfuðborginni Kabúl. Skólinn var stofnaður fyrr á þessu ári til minningar um tvær systur á unglingsaldri sem létu lífið í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni í fyrra. Yfir 5 þúsund almennir borgarar létu lífið í árásum á fyrstu sex mánuðum þess árs, um þriðjungur þeirar börn.RIGHTNæstfjölmennasti hópur hælisleitenda í Evrópu Bjartsýnin sem ríkti fyrir 15 árum hefur þó dofnað. Talíbanar eiga enn sín yfirráðasvæði í sveitum landsins og hafa verið að sækja á. Fyrstu sex mánuði þessa árs létu yfir 5 þúsund almennir Afganar lífið, um þriðjungur þeirra börn. Fyrir vikið ákveða sífellt fleiri að flýja landið. Hátt í þrjár milljónir afganska flóttamanna eru í heiminum, flestir þeirra í nágrannalöndunum Pakistan og Íran, en í Evrópu eru Afganar næstfjölmennasti hópur hælisleitenda á eftir Sýrlendingum.Hátt í þrjár milljónir Afgana eru landflótta, flestir þeirra í nágrannalöndunum Pakistan og Íran en í Evrópu eru Afganir næstfjölmennasti hópur hælisleitenda á eftir Sýrlendingum.Uppbyggingarstarf verði tryggt í 4 ár í viðbót Fulltrúar yfir 70 landa funda nú í Brussel um framtíð Afganistan. Landið er enn algjörlega háð utanaðkomandi hjálp og markmiðið er að safna yfir 3 milljörðum bandaríkjadala á ári til áframhaldandi hjálparstarfa fram til 2020. Því fylgja þó ýmis skilyrði. Þannig ætlar Evrópusambandið að leggja til rúman milljarð dala, en á móti hsétu stjórnvöld í Kabúl því að taka aftur við þeim Afgönum sem neitað er um hæli í Evrópu.Álíka margir milljarðar og í Marshall-aðstoðinni Bandaríkjamenn hafa frá innrásinni fyrir 15 árum dælt ríflega 130 milljörðum dala í uppbyggingu Afganistan. Upphæðin er sambærileg við Marshall áætlunina um enduruppbyggingu Evrópu eftir síðari heimsstyrjöld, en árangurinn hefur verið mun takmarkaðri. John Kerry sagði í dag mikilvægt að fjárfesta í framtíð Afganistan og senda um leið þau skilaboð til Talíbana að gefast upp.Með gítarinn að vopni Á meðan reyna almennir Afganar að lifa sínu daglega lífi þrátt fyrir stöðugan ótta við árásir, sækja skóla og vinnu, spila tónlist og dreyma um framtíðina, eins og í gítarskólanum í Kabúl þar sem hin 14 ára gamla Shiba Rahmani æfir Bob Marley lög. „Ég vil frið og stöðugleika í Afganistan, en ég vil líka brýna fyrir fólki að hvetja stelpur til að læra á gítar svo þær geti skapað betri framtíð fyrir Afganistan," segir Shiba. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Sjá meira
Það var í október 2001, aðeins mánuði eftir árásina á tvíburaturnana í New York, sem Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan og áður en árið var úti hafði harðstjórn Talíbana verið brotin á bak aftur í landinu. Á þeim fimmtán árum sem liðin eru síðan hefur ýmis framþróun orðin í landinu. Tónlist fór fljótlega að heyrast aftur, eftir áralangt bann Talíbana, og afganskar stúlkur mega nú mennta sig. Sumstaðar fer þetta tvennt saman, eins og í gítarskóla nokkrum fyrir stúlkur í höfuðborginni Kabúl. Skólinn var stofnaður fyrr á þessu ári til minningar um tvær systur á unglingsaldri sem létu lífið í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni í fyrra. Yfir 5 þúsund almennir borgarar létu lífið í árásum á fyrstu sex mánuðum þess árs, um þriðjungur þeirar börn.RIGHTNæstfjölmennasti hópur hælisleitenda í Evrópu Bjartsýnin sem ríkti fyrir 15 árum hefur þó dofnað. Talíbanar eiga enn sín yfirráðasvæði í sveitum landsins og hafa verið að sækja á. Fyrstu sex mánuði þessa árs létu yfir 5 þúsund almennir Afganar lífið, um þriðjungur þeirra börn. Fyrir vikið ákveða sífellt fleiri að flýja landið. Hátt í þrjár milljónir afganska flóttamanna eru í heiminum, flestir þeirra í nágrannalöndunum Pakistan og Íran, en í Evrópu eru Afganar næstfjölmennasti hópur hælisleitenda á eftir Sýrlendingum.Hátt í þrjár milljónir Afgana eru landflótta, flestir þeirra í nágrannalöndunum Pakistan og Íran en í Evrópu eru Afganir næstfjölmennasti hópur hælisleitenda á eftir Sýrlendingum.Uppbyggingarstarf verði tryggt í 4 ár í viðbót Fulltrúar yfir 70 landa funda nú í Brussel um framtíð Afganistan. Landið er enn algjörlega háð utanaðkomandi hjálp og markmiðið er að safna yfir 3 milljörðum bandaríkjadala á ári til áframhaldandi hjálparstarfa fram til 2020. Því fylgja þó ýmis skilyrði. Þannig ætlar Evrópusambandið að leggja til rúman milljarð dala, en á móti hsétu stjórnvöld í Kabúl því að taka aftur við þeim Afgönum sem neitað er um hæli í Evrópu.Álíka margir milljarðar og í Marshall-aðstoðinni Bandaríkjamenn hafa frá innrásinni fyrir 15 árum dælt ríflega 130 milljörðum dala í uppbyggingu Afganistan. Upphæðin er sambærileg við Marshall áætlunina um enduruppbyggingu Evrópu eftir síðari heimsstyrjöld, en árangurinn hefur verið mun takmarkaðri. John Kerry sagði í dag mikilvægt að fjárfesta í framtíð Afganistan og senda um leið þau skilaboð til Talíbana að gefast upp.Með gítarinn að vopni Á meðan reyna almennir Afganar að lifa sínu daglega lífi þrátt fyrir stöðugan ótta við árásir, sækja skóla og vinnu, spila tónlist og dreyma um framtíðina, eins og í gítarskólanum í Kabúl þar sem hin 14 ára gamla Shiba Rahmani æfir Bob Marley lög. „Ég vil frið og stöðugleika í Afganistan, en ég vil líka brýna fyrir fólki að hvetja stelpur til að læra á gítar svo þær geti skapað betri framtíð fyrir Afganistan," segir Shiba.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Sjá meira