Flýta flugi til að forðast Keflavík Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. apríl 2016 06:00 Í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Þar er bara einn á vakt eftir að dagvinnu lýkur og þá má ekkert út af bregða í yfirvinnubanni. Fréttablaðið/ERNIR Næsti fundur í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Isavia og Samtök atvinnulífsins fer fram í fyrramálið hjá ríkissáttasemjara. Nokkur röskun hefur orðið á innanlandsflugi frá því að yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi á miðvikudag í síðustu viku og smávægileg áhrif á millilandaflug. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, sem er opinbert hlutafélag sem fer með rekstur flugvalla hér á landi, segir erfitt að segja til um hversu mikið flug kunni að raskast vegna yfirvinnubannsins, það ráðist af mönnun á vöktum. Hægt hafi verið að hliðra þannig til í Keflavík að lítil áhrif hafi orðið önnur en lítilsháttar seinkun á nokkrum vélum. Áhrifin hafa þó verið nokkur á Reykjavíkurflugvelli þar sem einn flugumferðarstjóri er á vakt eftir að dagvinnu lýkur. Frá klukkan átta á föstudagskvöld var flugvöllurinn lokaður öðru flugi en neyðar- og sjúkraflugi og vélum í almennu flugi sem lenda áttu eftir þann tíma var beint til Keflavíkur.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags ÍslandsSama átti við í gærkvöldi, en Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir brottför á síðustu ferðum dagsins hafa verið flýtt um klukkustund eða svo á tveimur flugleiðum, frá Akureyri og frá Egilsstöðum. „Þær ná þá til Reykjavíkur áður en við lokum klukkan átta,“ segir hann og telur ekki ólíklegt að einhver röskun verði á flugi í kvöld líka. Árni segir nokkurn kostnað hafa fylgt því að þurfa að lenda vélum í Keflavík á föstudaginn, en ferja hafi þurft bæði fólk og vélar til Reykjavíkur. Flugi sé hins vegar líka flýtt núna til að draga úr óþægindum fyrir farþega. „Fólk er á leiðinni til Reykjavíkur og þetta lengir þá ferðalagið.“Sigurjón Jónasson, formaður Félags Íslenskra flugumferðarstjóraMeð fimmta lakasta kaupmáttinn Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október á síðasta ári og stefnt var að því að skrifa undir áður en samningar rynnu út í febrúar, að sögn Sigurjóns Jónasson, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF). Þegar þá hafði ekki náðst saman og ekki sást til lands í deilunni hafi henni verið vísað til ríkissáttasemjara. Þar hafi verið fundað fjórum sinnum. „Og þegar viðræðurnar hvorki gengu né ráku þá boðuðum við yfirvinnubann, en það samþykktu tæplega 95 prósent félagsmanna sem kusu,“ segir hann, en um sé að ræða vægasta vopnið sem hægt sé að grípa til.Sigurjón segir flugumferðarstjóra standa frammi fyrir miklum landflótta í stéttinni og bæta þurfi kjör þannig að fleiri fáist til að sinna starfanum á Íslandi. Hér hafi flugumferð aukist um 80 prósent á meðan lítil fjölgun hafi orðið í hópi flugumferðarstjóra. „Við erum fastir í klóm yfirvinnu og sjáum varla fjölskylduna yfir sumarið.“ Félagið hafi látið gera samanburð í 24 löndum sem sýni að íslenskir flugumferðarstjórar séu með fimmta lakasta kaupmáttinn. Sigurjón segir flugumferðarstjóra binda vonir við að ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða, en eftir eigi að ræða næstu skref gangi samningaviðræðurnar treglega sem framundan eru. Töluvert beri þó enn í milli í deilunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl 2016. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Næsti fundur í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Isavia og Samtök atvinnulífsins fer fram í fyrramálið hjá ríkissáttasemjara. Nokkur röskun hefur orðið á innanlandsflugi frá því að yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi á miðvikudag í síðustu viku og smávægileg áhrif á millilandaflug. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, sem er opinbert hlutafélag sem fer með rekstur flugvalla hér á landi, segir erfitt að segja til um hversu mikið flug kunni að raskast vegna yfirvinnubannsins, það ráðist af mönnun á vöktum. Hægt hafi verið að hliðra þannig til í Keflavík að lítil áhrif hafi orðið önnur en lítilsháttar seinkun á nokkrum vélum. Áhrifin hafa þó verið nokkur á Reykjavíkurflugvelli þar sem einn flugumferðarstjóri er á vakt eftir að dagvinnu lýkur. Frá klukkan átta á föstudagskvöld var flugvöllurinn lokaður öðru flugi en neyðar- og sjúkraflugi og vélum í almennu flugi sem lenda áttu eftir þann tíma var beint til Keflavíkur.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags ÍslandsSama átti við í gærkvöldi, en Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir brottför á síðustu ferðum dagsins hafa verið flýtt um klukkustund eða svo á tveimur flugleiðum, frá Akureyri og frá Egilsstöðum. „Þær ná þá til Reykjavíkur áður en við lokum klukkan átta,“ segir hann og telur ekki ólíklegt að einhver röskun verði á flugi í kvöld líka. Árni segir nokkurn kostnað hafa fylgt því að þurfa að lenda vélum í Keflavík á föstudaginn, en ferja hafi þurft bæði fólk og vélar til Reykjavíkur. Flugi sé hins vegar líka flýtt núna til að draga úr óþægindum fyrir farþega. „Fólk er á leiðinni til Reykjavíkur og þetta lengir þá ferðalagið.“Sigurjón Jónasson, formaður Félags Íslenskra flugumferðarstjóraMeð fimmta lakasta kaupmáttinn Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október á síðasta ári og stefnt var að því að skrifa undir áður en samningar rynnu út í febrúar, að sögn Sigurjóns Jónasson, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF). Þegar þá hafði ekki náðst saman og ekki sást til lands í deilunni hafi henni verið vísað til ríkissáttasemjara. Þar hafi verið fundað fjórum sinnum. „Og þegar viðræðurnar hvorki gengu né ráku þá boðuðum við yfirvinnubann, en það samþykktu tæplega 95 prósent félagsmanna sem kusu,“ segir hann, en um sé að ræða vægasta vopnið sem hægt sé að grípa til.Sigurjón segir flugumferðarstjóra standa frammi fyrir miklum landflótta í stéttinni og bæta þurfi kjör þannig að fleiri fáist til að sinna starfanum á Íslandi. Hér hafi flugumferð aukist um 80 prósent á meðan lítil fjölgun hafi orðið í hópi flugumferðarstjóra. „Við erum fastir í klóm yfirvinnu og sjáum varla fjölskylduna yfir sumarið.“ Félagið hafi látið gera samanburð í 24 löndum sem sýni að íslenskir flugumferðarstjórar séu með fimmta lakasta kaupmáttinn. Sigurjón segir flugumferðarstjóra binda vonir við að ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða, en eftir eigi að ræða næstu skref gangi samningaviðræðurnar treglega sem framundan eru. Töluvert beri þó enn í milli í deilunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira