Hannes Þór fagnaði sigri í vítakeppni | Góð æfing fyrir EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2016 18:44 Hannes Þór Halldórsson. Vísir/Getty Fjögur Íslendingalið fögnuðu sigri í dag í sextán liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla og eru þar með komin áfram í átta liða úrslitin. Kvennalið Avaldsnes komst einnig áfram og það geta fleiri Íslendingalið bæst í hópinn í kvöld. Mesta dramatíkin var hjá Hannesi Þór Halldórssyni og félögum í Bodö/Glimt sem þurftu framlengda vítakeppni til að tryggja sér sigur í úrvalsdeildarslag á móti Haugesund.Hannes Þór, sem er markvörður íslenska landsliðsins, fékk á sig þrjú mörk í leiknum sjálfum og það var síðan skorað úr sex fyrstu vítaspyrnunum á móti honum í vítakeppninni. Liðsfélagar Hannesar nýttu öll sín víti og Sverre Björkkjær klikkaði síðan í síðustu vítaspyrnunni á móti Hannesi. Bodö/Glimt vann vítakeppnina því 7-6 og er komið áfram í átta liða úrslitin. Þetta var fín æfing fyrir okkar mann sem gæti mögulega lent í því að taka þátt í vítakeppni með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. Mathias Normann skoraði fyrsta mark leiksins á 48. mínútu og þannig var staðan þangað til að innan við tíu mínútur voru eftir. Haugesund jafnaði þá tvisvar eftir að Bodö/Glimt hafði komist aftur yfir. Liðin skoruðu síðan bæði í framlengingunni en úrslitin réðust síðan ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni.Thomas Lehne Olsen skoraði sigurmark Tromsö í framlengingu þegar Íslendingaliðið Tromsö sló Odd út úr norska bikarnum í kvöld eftir 3-2 heimasigur. Aron Sigurðarson leikur með Tromsö og hann lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir liðsfélaga sinn Sofien Moussa strax á 13. mínútu. Það dugði skammt því Odd var komið yfir í 2-1 fyrir hálfleik. Aron var síðan tekinn af velli á 71. mínútu en varmanni hans, Runar Espejord, tókst að jafna metin í 2-2 á 78. mínútu. Grípa varð til framlengingar og þar kom Lehne Olsen sterkur inn.Elías Már Ómarsson lagði upp mark fyrsta mark Vålerenga í 3-1 sigri á C-deildarliðinu Vidar en Elías Már var farinn af velli þegar Vålerenga skoraði tvö síðustu mörkin sín í leiknum.Kristinn Jónsson og félagar í Sarpsborg 08 fóru örugglega áfram eftir 3-0 heimasigur á C-deildarliðinu Stjørdals-Blink. Kristinn lék allan leikinn í vinstri bakverðinum.Hólmfríður Magnúsdóttir, Þórunn Helga Jóndóttir og félagar þeirra í Avaldsnes komust áfram í bikarnum í kvöld eftir 7-0 sigur á Fyllingsdalen. Íslensku stelpurnar komust ekki á blað í leiknum en norska landsliðskonan Maren Mjelde var með þrennu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira
Fjögur Íslendingalið fögnuðu sigri í dag í sextán liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla og eru þar með komin áfram í átta liða úrslitin. Kvennalið Avaldsnes komst einnig áfram og það geta fleiri Íslendingalið bæst í hópinn í kvöld. Mesta dramatíkin var hjá Hannesi Þór Halldórssyni og félögum í Bodö/Glimt sem þurftu framlengda vítakeppni til að tryggja sér sigur í úrvalsdeildarslag á móti Haugesund.Hannes Þór, sem er markvörður íslenska landsliðsins, fékk á sig þrjú mörk í leiknum sjálfum og það var síðan skorað úr sex fyrstu vítaspyrnunum á móti honum í vítakeppninni. Liðsfélagar Hannesar nýttu öll sín víti og Sverre Björkkjær klikkaði síðan í síðustu vítaspyrnunni á móti Hannesi. Bodö/Glimt vann vítakeppnina því 7-6 og er komið áfram í átta liða úrslitin. Þetta var fín æfing fyrir okkar mann sem gæti mögulega lent í því að taka þátt í vítakeppni með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. Mathias Normann skoraði fyrsta mark leiksins á 48. mínútu og þannig var staðan þangað til að innan við tíu mínútur voru eftir. Haugesund jafnaði þá tvisvar eftir að Bodö/Glimt hafði komist aftur yfir. Liðin skoruðu síðan bæði í framlengingunni en úrslitin réðust síðan ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni.Thomas Lehne Olsen skoraði sigurmark Tromsö í framlengingu þegar Íslendingaliðið Tromsö sló Odd út úr norska bikarnum í kvöld eftir 3-2 heimasigur. Aron Sigurðarson leikur með Tromsö og hann lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir liðsfélaga sinn Sofien Moussa strax á 13. mínútu. Það dugði skammt því Odd var komið yfir í 2-1 fyrir hálfleik. Aron var síðan tekinn af velli á 71. mínútu en varmanni hans, Runar Espejord, tókst að jafna metin í 2-2 á 78. mínútu. Grípa varð til framlengingar og þar kom Lehne Olsen sterkur inn.Elías Már Ómarsson lagði upp mark fyrsta mark Vålerenga í 3-1 sigri á C-deildarliðinu Vidar en Elías Már var farinn af velli þegar Vålerenga skoraði tvö síðustu mörkin sín í leiknum.Kristinn Jónsson og félagar í Sarpsborg 08 fóru örugglega áfram eftir 3-0 heimasigur á C-deildarliðinu Stjørdals-Blink. Kristinn lék allan leikinn í vinstri bakverðinum.Hólmfríður Magnúsdóttir, Þórunn Helga Jóndóttir og félagar þeirra í Avaldsnes komust áfram í bikarnum í kvöld eftir 7-0 sigur á Fyllingsdalen. Íslensku stelpurnar komust ekki á blað í leiknum en norska landsliðskonan Maren Mjelde var með þrennu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira