Hannes Þór fagnaði sigri í vítakeppni | Góð æfing fyrir EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2016 18:44 Hannes Þór Halldórsson. Vísir/Getty Fjögur Íslendingalið fögnuðu sigri í dag í sextán liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla og eru þar með komin áfram í átta liða úrslitin. Kvennalið Avaldsnes komst einnig áfram og það geta fleiri Íslendingalið bæst í hópinn í kvöld. Mesta dramatíkin var hjá Hannesi Þór Halldórssyni og félögum í Bodö/Glimt sem þurftu framlengda vítakeppni til að tryggja sér sigur í úrvalsdeildarslag á móti Haugesund.Hannes Þór, sem er markvörður íslenska landsliðsins, fékk á sig þrjú mörk í leiknum sjálfum og það var síðan skorað úr sex fyrstu vítaspyrnunum á móti honum í vítakeppninni. Liðsfélagar Hannesar nýttu öll sín víti og Sverre Björkkjær klikkaði síðan í síðustu vítaspyrnunni á móti Hannesi. Bodö/Glimt vann vítakeppnina því 7-6 og er komið áfram í átta liða úrslitin. Þetta var fín æfing fyrir okkar mann sem gæti mögulega lent í því að taka þátt í vítakeppni með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. Mathias Normann skoraði fyrsta mark leiksins á 48. mínútu og þannig var staðan þangað til að innan við tíu mínútur voru eftir. Haugesund jafnaði þá tvisvar eftir að Bodö/Glimt hafði komist aftur yfir. Liðin skoruðu síðan bæði í framlengingunni en úrslitin réðust síðan ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni.Thomas Lehne Olsen skoraði sigurmark Tromsö í framlengingu þegar Íslendingaliðið Tromsö sló Odd út úr norska bikarnum í kvöld eftir 3-2 heimasigur. Aron Sigurðarson leikur með Tromsö og hann lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir liðsfélaga sinn Sofien Moussa strax á 13. mínútu. Það dugði skammt því Odd var komið yfir í 2-1 fyrir hálfleik. Aron var síðan tekinn af velli á 71. mínútu en varmanni hans, Runar Espejord, tókst að jafna metin í 2-2 á 78. mínútu. Grípa varð til framlengingar og þar kom Lehne Olsen sterkur inn.Elías Már Ómarsson lagði upp mark fyrsta mark Vålerenga í 3-1 sigri á C-deildarliðinu Vidar en Elías Már var farinn af velli þegar Vålerenga skoraði tvö síðustu mörkin sín í leiknum.Kristinn Jónsson og félagar í Sarpsborg 08 fóru örugglega áfram eftir 3-0 heimasigur á C-deildarliðinu Stjørdals-Blink. Kristinn lék allan leikinn í vinstri bakverðinum.Hólmfríður Magnúsdóttir, Þórunn Helga Jóndóttir og félagar þeirra í Avaldsnes komust áfram í bikarnum í kvöld eftir 7-0 sigur á Fyllingsdalen. Íslensku stelpurnar komust ekki á blað í leiknum en norska landsliðskonan Maren Mjelde var með þrennu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Sjá meira
Fjögur Íslendingalið fögnuðu sigri í dag í sextán liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla og eru þar með komin áfram í átta liða úrslitin. Kvennalið Avaldsnes komst einnig áfram og það geta fleiri Íslendingalið bæst í hópinn í kvöld. Mesta dramatíkin var hjá Hannesi Þór Halldórssyni og félögum í Bodö/Glimt sem þurftu framlengda vítakeppni til að tryggja sér sigur í úrvalsdeildarslag á móti Haugesund.Hannes Þór, sem er markvörður íslenska landsliðsins, fékk á sig þrjú mörk í leiknum sjálfum og það var síðan skorað úr sex fyrstu vítaspyrnunum á móti honum í vítakeppninni. Liðsfélagar Hannesar nýttu öll sín víti og Sverre Björkkjær klikkaði síðan í síðustu vítaspyrnunni á móti Hannesi. Bodö/Glimt vann vítakeppnina því 7-6 og er komið áfram í átta liða úrslitin. Þetta var fín æfing fyrir okkar mann sem gæti mögulega lent í því að taka þátt í vítakeppni með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. Mathias Normann skoraði fyrsta mark leiksins á 48. mínútu og þannig var staðan þangað til að innan við tíu mínútur voru eftir. Haugesund jafnaði þá tvisvar eftir að Bodö/Glimt hafði komist aftur yfir. Liðin skoruðu síðan bæði í framlengingunni en úrslitin réðust síðan ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni.Thomas Lehne Olsen skoraði sigurmark Tromsö í framlengingu þegar Íslendingaliðið Tromsö sló Odd út úr norska bikarnum í kvöld eftir 3-2 heimasigur. Aron Sigurðarson leikur með Tromsö og hann lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir liðsfélaga sinn Sofien Moussa strax á 13. mínútu. Það dugði skammt því Odd var komið yfir í 2-1 fyrir hálfleik. Aron var síðan tekinn af velli á 71. mínútu en varmanni hans, Runar Espejord, tókst að jafna metin í 2-2 á 78. mínútu. Grípa varð til framlengingar og þar kom Lehne Olsen sterkur inn.Elías Már Ómarsson lagði upp mark fyrsta mark Vålerenga í 3-1 sigri á C-deildarliðinu Vidar en Elías Már var farinn af velli þegar Vålerenga skoraði tvö síðustu mörkin sín í leiknum.Kristinn Jónsson og félagar í Sarpsborg 08 fóru örugglega áfram eftir 3-0 heimasigur á C-deildarliðinu Stjørdals-Blink. Kristinn lék allan leikinn í vinstri bakverðinum.Hólmfríður Magnúsdóttir, Þórunn Helga Jóndóttir og félagar þeirra í Avaldsnes komust áfram í bikarnum í kvöld eftir 7-0 sigur á Fyllingsdalen. Íslensku stelpurnar komust ekki á blað í leiknum en norska landsliðskonan Maren Mjelde var með þrennu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Sjá meira