Veðmálafíkn leikmanna bitnar á frammistöðunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. apríl 2016 08:45 Vísir/Getty Áhyggjur sem leikmenn hafa af töpuðum fjárhæðum í veðmálaleikjum bitnar á frammistöðu þeirra í leikjum en þetta er fullyrt í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem eru til umfjöllunar í enskum fjölmiðlum í dag. Þetta nær til leikmanna í ensku úrvalsdeildinni en fyrir aðeins fáeinum dögum var greint frá því að Martin Demichelis, varnarmaður Manchester City, hafi brotið reglur enska knattspyrnusambandsins um að veðja á leiki. Demichelis viðurkenndi brot sitt. Í rannsókninni var rætt við 34 núverandi og fyrrum atvinnumenn í knattspyrnu en þeirra á meðal voru landslismenn, leikmenn í ensku úrvalsdeildinni og neðri deildum. „Leikmenn gátu ekki staðið undir þeim væntingum sem gert er til þeirra sem leiðir til þess að veðmálastarfsemi þeirra er illa liðin innan liðsins,“ sagði Graeme Law, doktorsnemi við háskólann í Chester sem framkvæmdi rannsóknina. Sjá einnig: Demichelis kærður vegna veðmála Meðal þess sem kemur fram í rannsókninni eru frásagnir leikmanna af veðmálum og áhrifum þeirra á frammistöðu þeirra inni á vellinum. Margir spila á netinu en það er einnig algengt að leikmenn spili póker í rútunni á leiðinni á völlinn þar sem háar fjárhæðir eru í húfi. „Á leiðinni á völlinn tapaði hann tveimur þúsund pundum [350 þúsund kr.] og hann var bara átján ára. Hann átti hræðilegan leik,“ sagði einn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni um liðsfélaga sinn. Margir leikmenn nota veðmálin til að drepa tímann eða draga úr leiðindum. Einn knattspyrnustjóri sagði í rannsókninni að hann hefði reynt að banna spil í rútum en að það hafi einfaldlega ekki virkað. Fjöldi leikmanna kannast við það að spila í rútum eða á hótelum til að drepa tímann en hjá mörgum leiðir það til þess að leikmenn taki þátt í veðmálaleikjum á netinu, sem auki vandann. „Það er veðmálamenning í knattspyrnunni og ef maður lendir í klónum þá getur það orðið mjög hættulegt,“ sagði einn knattspyrnumannanna í rannsókninni. Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Áhyggjur sem leikmenn hafa af töpuðum fjárhæðum í veðmálaleikjum bitnar á frammistöðu þeirra í leikjum en þetta er fullyrt í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem eru til umfjöllunar í enskum fjölmiðlum í dag. Þetta nær til leikmanna í ensku úrvalsdeildinni en fyrir aðeins fáeinum dögum var greint frá því að Martin Demichelis, varnarmaður Manchester City, hafi brotið reglur enska knattspyrnusambandsins um að veðja á leiki. Demichelis viðurkenndi brot sitt. Í rannsókninni var rætt við 34 núverandi og fyrrum atvinnumenn í knattspyrnu en þeirra á meðal voru landslismenn, leikmenn í ensku úrvalsdeildinni og neðri deildum. „Leikmenn gátu ekki staðið undir þeim væntingum sem gert er til þeirra sem leiðir til þess að veðmálastarfsemi þeirra er illa liðin innan liðsins,“ sagði Graeme Law, doktorsnemi við háskólann í Chester sem framkvæmdi rannsóknina. Sjá einnig: Demichelis kærður vegna veðmála Meðal þess sem kemur fram í rannsókninni eru frásagnir leikmanna af veðmálum og áhrifum þeirra á frammistöðu þeirra inni á vellinum. Margir spila á netinu en það er einnig algengt að leikmenn spili póker í rútunni á leiðinni á völlinn þar sem háar fjárhæðir eru í húfi. „Á leiðinni á völlinn tapaði hann tveimur þúsund pundum [350 þúsund kr.] og hann var bara átján ára. Hann átti hræðilegan leik,“ sagði einn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni um liðsfélaga sinn. Margir leikmenn nota veðmálin til að drepa tímann eða draga úr leiðindum. Einn knattspyrnustjóri sagði í rannsókninni að hann hefði reynt að banna spil í rútum en að það hafi einfaldlega ekki virkað. Fjöldi leikmanna kannast við það að spila í rútum eða á hótelum til að drepa tímann en hjá mörgum leiðir það til þess að leikmenn taki þátt í veðmálaleikjum á netinu, sem auki vandann. „Það er veðmálamenning í knattspyrnunni og ef maður lendir í klónum þá getur það orðið mjög hættulegt,“ sagði einn knattspyrnumannanna í rannsókninni.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira