Vildum ekki vanvirða neinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. apríl 2016 13:20 Úr leik með Þrótti. Vísir/Anton Eins og áður hefur komið fram gaf Þróttur leik sinn gegn Þór í Lengjbikarkeppni karla sem fara átti fram í gær. Leikurinn átti að fara fram á Akureyri en Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar, segir að ekki hafi tekist að finna hentugan leiktíma. Þróttur er nýbúinn að fara í æfingaferð til Spánar og segir að það hafi reynst erfitt fyrir menn að fá enn meira frí frá vinnu fyrir ferð til Akureyrar á þeim leikdögum sem komu til greina. Sjá einnig: „Þróttarar náðu ekki í lið“ „Menn fengu frí til að fara í æfingaferðina en svo gekk það bara ekki upp að finna heppilegan leikdag með Þór,“ sagði Ótthar í samtali við Vísi í dag. „Það var ekki að við vildum ekki spila. Þetta er ekki meint sem óvirðing við Þór eða hreyfinguna sem slíka. Ég skil það vel að það kunni að koma þannig út en það var alls ekki ætlun okkar.“ Þróttur hefur ekki unnið leik allt undirbúningstímabilið en Ótthar hefur ekki áhyggjur af því að þetta mál geri horfur Þróttara fyrir sumarið í Pepsi-deildinni enn verra. „Þetta er auðvitað óheppilegt en eins og Gregg [Ryder, þjálfari] hefur margoft komið inn á þá stefnum við á að vera klárir 1. maí. Það er okkar markmið.“ „Það er ekki gott að hafa ekki unnið leik í allan vetur. Maður hefur líka prófað það áður - líka að vinna alla leiki á undirbúningstímabilinu.“ Þróttur birti eftirfarandi tilkynningu á heimasíðu sinni í dag: „Ýmsar ástæður fyrir því að ekki var mögulegt fyrir okkur að leika á umræddum leikdögum. Vitað var fyrir nokkru að upphaflegur leikdagur gekk ekki upp vegna utanferðar Þróttar og næsti leikdagur sem við lögðum til gekk ekki upp vegna utanferðar Þórs. Það er alls ekki meining okkar að sýna Þór, KSÍ eða öðrum óvirðingu, fjarri því en aðstæður eru með þeim hætti að útilokað var fyrir okkur að leika á umræddum dögum og höfðum við lagt til aðra leikdaga sem ekki komu til greina af hálfu Þórs. Okkur þykir miður að svo hafi farið og biðjumst við velvirðingar á því, það er skiljanlegt að þessar aðstæður bjóði upp á hörð viðbrögð mótherja en í engu var meiningin að sýna þeim eða öðrum óvirðingu.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Þróttarar náðu ekki í lið“ Þór tilkynnti á heimasíðu sinni að Þróttarar hafi gefið leik liðanna í Lengjubikarnum. 7. apríl 2016 12:45 Síðasta tækifæri Þróttara til að vinna leik á vormótunum Þróttarar eru nýliðar í Pepsi-deild karla í sumar en frammistaða liðsins á vormótunum hefur ekki verið hæfandi liði sem er að fara spila í deild þeirra bestu. 6. apríl 2016 16:00 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Eins og áður hefur komið fram gaf Þróttur leik sinn gegn Þór í Lengjbikarkeppni karla sem fara átti fram í gær. Leikurinn átti að fara fram á Akureyri en Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar, segir að ekki hafi tekist að finna hentugan leiktíma. Þróttur er nýbúinn að fara í æfingaferð til Spánar og segir að það hafi reynst erfitt fyrir menn að fá enn meira frí frá vinnu fyrir ferð til Akureyrar á þeim leikdögum sem komu til greina. Sjá einnig: „Þróttarar náðu ekki í lið“ „Menn fengu frí til að fara í æfingaferðina en svo gekk það bara ekki upp að finna heppilegan leikdag með Þór,“ sagði Ótthar í samtali við Vísi í dag. „Það var ekki að við vildum ekki spila. Þetta er ekki meint sem óvirðing við Þór eða hreyfinguna sem slíka. Ég skil það vel að það kunni að koma þannig út en það var alls ekki ætlun okkar.“ Þróttur hefur ekki unnið leik allt undirbúningstímabilið en Ótthar hefur ekki áhyggjur af því að þetta mál geri horfur Þróttara fyrir sumarið í Pepsi-deildinni enn verra. „Þetta er auðvitað óheppilegt en eins og Gregg [Ryder, þjálfari] hefur margoft komið inn á þá stefnum við á að vera klárir 1. maí. Það er okkar markmið.“ „Það er ekki gott að hafa ekki unnið leik í allan vetur. Maður hefur líka prófað það áður - líka að vinna alla leiki á undirbúningstímabilinu.“ Þróttur birti eftirfarandi tilkynningu á heimasíðu sinni í dag: „Ýmsar ástæður fyrir því að ekki var mögulegt fyrir okkur að leika á umræddum leikdögum. Vitað var fyrir nokkru að upphaflegur leikdagur gekk ekki upp vegna utanferðar Þróttar og næsti leikdagur sem við lögðum til gekk ekki upp vegna utanferðar Þórs. Það er alls ekki meining okkar að sýna Þór, KSÍ eða öðrum óvirðingu, fjarri því en aðstæður eru með þeim hætti að útilokað var fyrir okkur að leika á umræddum dögum og höfðum við lagt til aðra leikdaga sem ekki komu til greina af hálfu Þórs. Okkur þykir miður að svo hafi farið og biðjumst við velvirðingar á því, það er skiljanlegt að þessar aðstæður bjóði upp á hörð viðbrögð mótherja en í engu var meiningin að sýna þeim eða öðrum óvirðingu.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Þróttarar náðu ekki í lið“ Þór tilkynnti á heimasíðu sinni að Þróttarar hafi gefið leik liðanna í Lengjubikarnum. 7. apríl 2016 12:45 Síðasta tækifæri Þróttara til að vinna leik á vormótunum Þróttarar eru nýliðar í Pepsi-deild karla í sumar en frammistaða liðsins á vormótunum hefur ekki verið hæfandi liði sem er að fara spila í deild þeirra bestu. 6. apríl 2016 16:00 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
„Þróttarar náðu ekki í lið“ Þór tilkynnti á heimasíðu sinni að Þróttarar hafi gefið leik liðanna í Lengjubikarnum. 7. apríl 2016 12:45
Síðasta tækifæri Þróttara til að vinna leik á vormótunum Þróttarar eru nýliðar í Pepsi-deild karla í sumar en frammistaða liðsins á vormótunum hefur ekki verið hæfandi liði sem er að fara spila í deild þeirra bestu. 6. apríl 2016 16:00