Erlendur Eiríksson og Þorvaldur Árnason dæma úrslitaleikina í Borgunarbikar karla og kvenna sem fara fram í dag og á morgun.
Erlendur verður með flautuna í kvöld þegar Breiðablik og ÍBV mætast í bikarúrslitaleik kvenna.
Rúna Kristín Stefánsdóttir og Andri Vigfússon eru Erlendi til aðstoðar og Bríet Bragadóttir er varadómari.
Þorvaldur dæmir karlaleikinn á milli Vals og ÍBV og þreytir þar með frumraun sína í bikarúrslitaleik.
Gylfi Már Sigurðsson og Birkir Sigurðarson eru aðstoðardómarar og Þóroddur Hjaltalín varadómari. Eftirlitsmaður KSÍ er Magnús Sigurður Sigurólason.
Erlendur og Þorvaldur dæma bikarúrslitaleikina

Tengdar fréttir

Gjörólíkur leikstíll liðanna
Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli klukkan 19.15 í kvöld. Bæði lið hafa spilað vel að undanförnu og von er á hörkuleik.