Segir fjölgun borgarfulltrúa ekki endilega kalla á aukinn kostnað Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. mars 2016 14:15 Halldór bendir á að fjöldi fulltrúa hefur verið óbreyttur í um 100 ár. Vísir/samsett mynd Fréttablaðið greindi frá því í morgun að kostnaður við fjölgun borgarfulltrúa í Reykjavík gæti kostað meira en 56 milljónir króna árlega. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum frá árinu 2011 mun Reykjavíkurborg fjölga borgarfulltrúum sínum í 23 fulltrúa hið minnsta en þeir eru 15 í dag. Halldór Auðar Svansson oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur segir að kostnaður við fjölgunina geti verið óverulegur ef að borgin ráðist í skipulagsbreytingar í stjórnkerfinu samhliða fjölguninni. Forsætisnefnd borgarinnar hefur þegar hafið umræðu um hvernig mætti breyta til svo að fjölgunin muni kosta sem minnst. „Það er ýmislegt hægt að gera og við höfum verið að skoða möguleika í forsætisnefnd,“ segir Halldór Auðar. „Við erum í raun með tvöfalt kerfi eins og er. Við höfum mikið verið að sækja mikið fulltrúa í ráð og nefndir út fyrir hóp borgarfulltrúa. Kerfið hefur svolítið vaxið þannig þó að fjöldi borgarfulltrúa hafi ekki gert það. Í staðinn myndu bara borgarfulltrúar sitja þarna og þá væri kostnaðurinn kannski svipaður. Svo erum við með fyrstu varaborgarfulltrúa á launum, það er ekki víst að við höldum í það. Svo er ekki víst að við höldum launakjörum fyrir alla fulltrúa þannig að það er margt sem hægt er að gera,“ segir hann og bendir á að þetta sé gert í samræmi við landslög en breytingin á að taka gildi fyrir næstu sveitastjórnarkosningar 2018. Fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa í Reykjavík hefur verið nær óbreyttur frá árinu 1908 þegar íbúar Reykjavíkur voru 11 þúsund en nú eru þeir orðnir fleiri en 120 þúsund. Ein undantekning er á þessu er kjörtímabilið 1978 til 1982 var borgarfulltrúum fjölgað í 21 en því var breytt strax á næsta kjörtímabili. Verkefnum sveitastjórnarfulltrúa hefur fjölgað mjög undanfarna áratugi og telja margir að fjölga þurfi í hópnum. „Fjöldi fulltrúa hefur staðið í stað um hundrað ár. Fjöldi fulltrúa hefur ekki aukist þrátt fyrir að skattstofninn vex með auknum fjölda íbúa. Ég held að hver fyrir sig verði að spyrja sig hvort að fulltrúafjöldi eigi að halda við í íbúa,“ segir Halldór. Tengdar fréttir Fjölgun fulltrúa gæti kostað meira en 56 milljónir króna Að öllu óbreyttu stendur til að fjölga borgarfulltrúum í Reykjavík um átta fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. 21. mars 2016 07:00 Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að kostnaður við fjölgun borgarfulltrúa í Reykjavík gæti kostað meira en 56 milljónir króna árlega. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum frá árinu 2011 mun Reykjavíkurborg fjölga borgarfulltrúum sínum í 23 fulltrúa hið minnsta en þeir eru 15 í dag. Halldór Auðar Svansson oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur segir að kostnaður við fjölgunina geti verið óverulegur ef að borgin ráðist í skipulagsbreytingar í stjórnkerfinu samhliða fjölguninni. Forsætisnefnd borgarinnar hefur þegar hafið umræðu um hvernig mætti breyta til svo að fjölgunin muni kosta sem minnst. „Það er ýmislegt hægt að gera og við höfum verið að skoða möguleika í forsætisnefnd,“ segir Halldór Auðar. „Við erum í raun með tvöfalt kerfi eins og er. Við höfum mikið verið að sækja mikið fulltrúa í ráð og nefndir út fyrir hóp borgarfulltrúa. Kerfið hefur svolítið vaxið þannig þó að fjöldi borgarfulltrúa hafi ekki gert það. Í staðinn myndu bara borgarfulltrúar sitja þarna og þá væri kostnaðurinn kannski svipaður. Svo erum við með fyrstu varaborgarfulltrúa á launum, það er ekki víst að við höldum í það. Svo er ekki víst að við höldum launakjörum fyrir alla fulltrúa þannig að það er margt sem hægt er að gera,“ segir hann og bendir á að þetta sé gert í samræmi við landslög en breytingin á að taka gildi fyrir næstu sveitastjórnarkosningar 2018. Fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa í Reykjavík hefur verið nær óbreyttur frá árinu 1908 þegar íbúar Reykjavíkur voru 11 þúsund en nú eru þeir orðnir fleiri en 120 þúsund. Ein undantekning er á þessu er kjörtímabilið 1978 til 1982 var borgarfulltrúum fjölgað í 21 en því var breytt strax á næsta kjörtímabili. Verkefnum sveitastjórnarfulltrúa hefur fjölgað mjög undanfarna áratugi og telja margir að fjölga þurfi í hópnum. „Fjöldi fulltrúa hefur staðið í stað um hundrað ár. Fjöldi fulltrúa hefur ekki aukist þrátt fyrir að skattstofninn vex með auknum fjölda íbúa. Ég held að hver fyrir sig verði að spyrja sig hvort að fulltrúafjöldi eigi að halda við í íbúa,“ segir Halldór.
Tengdar fréttir Fjölgun fulltrúa gæti kostað meira en 56 milljónir króna Að öllu óbreyttu stendur til að fjölga borgarfulltrúum í Reykjavík um átta fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. 21. mars 2016 07:00 Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
Fjölgun fulltrúa gæti kostað meira en 56 milljónir króna Að öllu óbreyttu stendur til að fjölga borgarfulltrúum í Reykjavík um átta fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. 21. mars 2016 07:00