Sjúkrarúm sett upp í bílageymslu bráðamóttökunnar Una Sighvatsdóttir skrifar 11. mars 2016 20:15 „Það keyrði um þverbak í þessari viku og niðurstaðan var sú að við höfum gripið til þess óyndisrúrræðis að útbúa hér einingu í bílskýlinu til þess að taka við ef áfram flæðir yfir,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Sívaxandi álag hefur verið á spítalann um langt skeið, bæði vegna öldrunar þjóðarinnar, auknum straummi ferðamanna og að sögn Páls ekki síst vegna þess að erfiðlega gengur að losa um sjúkrarými þar sem liggur fólk sem er búið að fá meðferð og þyrfti að komast annað. Undanfarnar vikur hefur spítalinn glímt við þessa erfiðleika í vaxandi rými.Öryggisógn á yfirfullum spítala„Við vorum með 28 sjúklinga hér á gangi á miðvikudagskvödið og 35 í rúmum sem komust ekki inn á yfirfullan spítala. Þannig að þetta er öryggisógn,“ sagði Páll þegar fréttastofa Stöðvar2 hitti hann við sjúkrarýmin í bílageymslunni í kvöld. „Við vonum að við þurfum ekki að grípa til þess um helgina en komi til þess þá er þetta rými sem hefur verið notað í hópslysum og á að vera notað í eiturefnaslysum. Það er hægt að nota það. Auðvitað er þetta ekki félegt, en það er tryggara heldur en ef við værum að dreifa fólki á yfirfullar deildir um allan spítala.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur fullt tilefni til að skoða alvarlega tilboð Garðabæjar um að nýr Landspítali rýsi við VífilsstaðiMilljónum eytt í mistök? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í dag að þótt búið sé að eyða hundruðum milljóna í undirbúning nýs Landspítala við Hringbraut sé ekki þar með sagt að klára þurfi mistökin. Hann vill skoða aðra staðsetningu, við Vífilsstaði. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar2 sagðist forsætisráðherra telja Vífilsstaði hafa ýmsa kosti framyfir Hringbraut. Þá gæti ríkið einnig selt eignirnar við Hringbraut háu verði og nýtt það fé til að hraða uppbyggingu á Vífilsstöðum.Ekki of seint að vinda ofan af málinu á Hringbraut Aðspurður hvort ekki væri ábyrgðarleysi á þessu stigi málsins að opna umræðuna um staðsetningu á nýjan leik neitaði forsætisráðherra því. „Það væri ábyrgðarleysi að halda áfram á braut sem hefur sýnt sig að hefur ýmsa galla. Stærri galla en menn kannski gerðu ráð fyrir, og skoða ekki hvort það sé hægt með öðrum hætti að gera þetta á hagkvæmari hátt og jafnvel hraðar." Síðustu sjö ár hefur samtals um tveimur milljörðum króna verið kostað til hönnunar- og skipulagsvinnu við Nýjan landspítala. Sigmundur telur að sú vinna og þeir fjármunir fari ekki í súginn með nýrri staðsetningu. „Ég er ekki þeirrar skoðunar að það sé of seint að vinda ofan af þessu. Þetta sjúkrahútel mun nýtast, hvort sem það gerir það áfram sem sjúkrahótel eða verður með tímanum breytt í eitthvað annað. Það væri mikil synd ef menn ætluðu að nota það sem rök fyrir því að halda áfram að gera mistök, að það sé nú þegar búið að eyða pening í mistökin."Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segist ekki skilja hvað mönnum gangi til að þyrla upp málum varðandi staðsetningu nýs Landspítala.Ekkert samráð við starfsfólk spítalans Páll Matthíasson segir það hafa verið mikil vonbrigði að heyra í forsætisráðherra og bæjarstjóra Garðabæjar í dag. „Mitt hlutverk sem forstjóri Landspítala er að tryggja öryggi sjúklinga og það verður sí erfiðara í þessum gömlu húsum. Allt það sem truflar að nýjar byggingar rísi sem fyrst er stórhættulegt og það gengur bara alls ekki.“ „Ekki hafa þessir menn kynnt sér málin hjá okkur, það er búið að fara yfir þetta mál endurtekið aftur og aftur. Þetta er búið að fara í gegnum allar samþykktir sem þarf og meira að segja hefur bæjarstjórn Garðabæjar, vel að merkja, samþykkt svæðisskipulag. Alþingi hefur einróma verið samþykkt að þetta eigi að rísa á Hringbraut. Við skiljum ekki hvað fólki gengur til að þyrla upp enn einu sinni þessari flóknustu framkvæmd Íslandssögunnar. Það bara gengur ekki.“ Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
„Það keyrði um þverbak í þessari viku og niðurstaðan var sú að við höfum gripið til þess óyndisrúrræðis að útbúa hér einingu í bílskýlinu til þess að taka við ef áfram flæðir yfir,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Sívaxandi álag hefur verið á spítalann um langt skeið, bæði vegna öldrunar þjóðarinnar, auknum straummi ferðamanna og að sögn Páls ekki síst vegna þess að erfiðlega gengur að losa um sjúkrarými þar sem liggur fólk sem er búið að fá meðferð og þyrfti að komast annað. Undanfarnar vikur hefur spítalinn glímt við þessa erfiðleika í vaxandi rými.Öryggisógn á yfirfullum spítala„Við vorum með 28 sjúklinga hér á gangi á miðvikudagskvödið og 35 í rúmum sem komust ekki inn á yfirfullan spítala. Þannig að þetta er öryggisógn,“ sagði Páll þegar fréttastofa Stöðvar2 hitti hann við sjúkrarýmin í bílageymslunni í kvöld. „Við vonum að við þurfum ekki að grípa til þess um helgina en komi til þess þá er þetta rými sem hefur verið notað í hópslysum og á að vera notað í eiturefnaslysum. Það er hægt að nota það. Auðvitað er þetta ekki félegt, en það er tryggara heldur en ef við værum að dreifa fólki á yfirfullar deildir um allan spítala.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur fullt tilefni til að skoða alvarlega tilboð Garðabæjar um að nýr Landspítali rýsi við VífilsstaðiMilljónum eytt í mistök? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í dag að þótt búið sé að eyða hundruðum milljóna í undirbúning nýs Landspítala við Hringbraut sé ekki þar með sagt að klára þurfi mistökin. Hann vill skoða aðra staðsetningu, við Vífilsstaði. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar2 sagðist forsætisráðherra telja Vífilsstaði hafa ýmsa kosti framyfir Hringbraut. Þá gæti ríkið einnig selt eignirnar við Hringbraut háu verði og nýtt það fé til að hraða uppbyggingu á Vífilsstöðum.Ekki of seint að vinda ofan af málinu á Hringbraut Aðspurður hvort ekki væri ábyrgðarleysi á þessu stigi málsins að opna umræðuna um staðsetningu á nýjan leik neitaði forsætisráðherra því. „Það væri ábyrgðarleysi að halda áfram á braut sem hefur sýnt sig að hefur ýmsa galla. Stærri galla en menn kannski gerðu ráð fyrir, og skoða ekki hvort það sé hægt með öðrum hætti að gera þetta á hagkvæmari hátt og jafnvel hraðar." Síðustu sjö ár hefur samtals um tveimur milljörðum króna verið kostað til hönnunar- og skipulagsvinnu við Nýjan landspítala. Sigmundur telur að sú vinna og þeir fjármunir fari ekki í súginn með nýrri staðsetningu. „Ég er ekki þeirrar skoðunar að það sé of seint að vinda ofan af þessu. Þetta sjúkrahútel mun nýtast, hvort sem það gerir það áfram sem sjúkrahótel eða verður með tímanum breytt í eitthvað annað. Það væri mikil synd ef menn ætluðu að nota það sem rök fyrir því að halda áfram að gera mistök, að það sé nú þegar búið að eyða pening í mistökin."Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segist ekki skilja hvað mönnum gangi til að þyrla upp málum varðandi staðsetningu nýs Landspítala.Ekkert samráð við starfsfólk spítalans Páll Matthíasson segir það hafa verið mikil vonbrigði að heyra í forsætisráðherra og bæjarstjóra Garðabæjar í dag. „Mitt hlutverk sem forstjóri Landspítala er að tryggja öryggi sjúklinga og það verður sí erfiðara í þessum gömlu húsum. Allt það sem truflar að nýjar byggingar rísi sem fyrst er stórhættulegt og það gengur bara alls ekki.“ „Ekki hafa þessir menn kynnt sér málin hjá okkur, það er búið að fara yfir þetta mál endurtekið aftur og aftur. Þetta er búið að fara í gegnum allar samþykktir sem þarf og meira að segja hefur bæjarstjórn Garðabæjar, vel að merkja, samþykkt svæðisskipulag. Alþingi hefur einróma verið samþykkt að þetta eigi að rísa á Hringbraut. Við skiljum ekki hvað fólki gengur til að þyrla upp enn einu sinni þessari flóknustu framkvæmd Íslandssögunnar. Það bara gengur ekki.“
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira