Lögreglan minnkar eftirlit við Gullna hringinn Benedikt Bóas skrifar 16. desember 2016 07:00 Gullfoss í Klakaböndum með ferðamenn sér við hlið. Vísir/GVA „Við teljum að við þessar aðstæður sé ekki rétt að draga úr eftirliti á meðan ferðamönnum er enn að fjölga,“ segir Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, en fjármagn til að sinna eftirliti við Gullna hringinn, í Öræfum, á hálendinu og í uppsveitum Árnessýslu var ekki á fjárlögum. „Það segir sig sjálft að það mun draga úr getu okkar að sinna eftirliti á þessum stöðum,“ bætir hann við. Hann er þó bjartsýnn á að fjármagnið muni skila sér en það var metið á ársgrundvelli 102 milljónir króna. Lögregluumdæmi Suðurlands er gríðarlega stórt og víðfeðmt. Nær frá Höfn í Hornafirði í austri að Hveragerði. Þar eru flestar af náttúruperlum landsins og flestir ferðamenn sem koma hingað keyra um umdæmið. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu komu 132 þúsund ferðamenn hingað til lands í nóvember en þeir voru 21 þúsund í sama mánuði árið 2010. Um 55 prósent sögðu í könnun ráðsins í september hafa farið að skoða perlur Suðurlands. Kjartan segir að 36 lögreglumenn séu fastráðnir hjá lögregluembættinu og tveir í sértæku umferðareftirliti en betur má ef duga skal. „Við gerum okkur von um að þetta fjármagn komi til baka - verður maður ekki að vera bjartsýnn,“ segir lögreglustjórinn. Bæjarráð Hornafjarðar skoraði á Alþingi að setja aukið fjármagn til lögreglustjóraembættisins á fundi sínum á mánudag og sveitarstjórn Rangárþings eystra lýsti yfir vonbrigðum með fjárlögin. „Til grundvallar þessum fjárheimildum frá fyrra ári lá vönduð undirbúningsvinna m.t.t. fjölgunar ferðamanna og verulega aukinnar umferðar. Þegar litið er til aukinnar umferðar og fjölgunar slysa er þessi niðurstaða með öllu óásættanleg enda skerðist verulega hvort tveggja, öryggi íbúa umdæmisins og annarra vegfarenda,“ segir í ályktun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
„Við teljum að við þessar aðstæður sé ekki rétt að draga úr eftirliti á meðan ferðamönnum er enn að fjölga,“ segir Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, en fjármagn til að sinna eftirliti við Gullna hringinn, í Öræfum, á hálendinu og í uppsveitum Árnessýslu var ekki á fjárlögum. „Það segir sig sjálft að það mun draga úr getu okkar að sinna eftirliti á þessum stöðum,“ bætir hann við. Hann er þó bjartsýnn á að fjármagnið muni skila sér en það var metið á ársgrundvelli 102 milljónir króna. Lögregluumdæmi Suðurlands er gríðarlega stórt og víðfeðmt. Nær frá Höfn í Hornafirði í austri að Hveragerði. Þar eru flestar af náttúruperlum landsins og flestir ferðamenn sem koma hingað keyra um umdæmið. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu komu 132 þúsund ferðamenn hingað til lands í nóvember en þeir voru 21 þúsund í sama mánuði árið 2010. Um 55 prósent sögðu í könnun ráðsins í september hafa farið að skoða perlur Suðurlands. Kjartan segir að 36 lögreglumenn séu fastráðnir hjá lögregluembættinu og tveir í sértæku umferðareftirliti en betur má ef duga skal. „Við gerum okkur von um að þetta fjármagn komi til baka - verður maður ekki að vera bjartsýnn,“ segir lögreglustjórinn. Bæjarráð Hornafjarðar skoraði á Alþingi að setja aukið fjármagn til lögreglustjóraembættisins á fundi sínum á mánudag og sveitarstjórn Rangárþings eystra lýsti yfir vonbrigðum með fjárlögin. „Til grundvallar þessum fjárheimildum frá fyrra ári lá vönduð undirbúningsvinna m.t.t. fjölgunar ferðamanna og verulega aukinnar umferðar. Þegar litið er til aukinnar umferðar og fjölgunar slysa er þessi niðurstaða með öllu óásættanleg enda skerðist verulega hvort tveggja, öryggi íbúa umdæmisins og annarra vegfarenda,“ segir í ályktun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira