Mótmæli í öllum helstu borgum Frakklands Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. maí 2016 07:00 Í gær hófu tugir manna, sem höfðu tekið þátt í mótmælum í París, að fara um hliðargötur og brjóta þar rúður í bifreiðum og verslunum. Nordicphotos/AFP Mótmælin í Frakklandi gegn umdeildri vinnulöggjöf magnast nú dag frá degi. Í gær mætti fjöldi fólks út á götur í helstu borgum landsins. Kjarnorkuver, olíuhreinsunarstöðvar og samgönguæðar hafa lamast. Óeirðir hafa brotist út í tengslum við mótmælin, sem þó hafa verið friðsamleg að flestu öðru leyti. Í gær hófu tugir manna, sem höfðu tekið þátt í mótmælum í París, að fara um hliðargötur og brjóta þar rúður í bifreiðum og verslunum. Fyrirhugaðar breytingar á vinnulöggjöf landsins eru gagnrýndar fyrir að snúast einkum um það að auðvelda fyrirtækjum að ráða og reka fólk. Þau fá einnig meira svigrúm til þess að lækka laun og semja um vinnutíma og frídaga.Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í Bordeaux í gær.Nordicphotos/AFPManuel Valls forsætisráðherra og FranÇois Hollande forseti hafa ekki látið mótmælin hagga sér, fyrr en í gær þegar Valls sagði að vísu ekki koma til greina að hætta við lagabreytingarnar, en hins vegar mætti skoða að breyta þeim eitthvað. Þeir segja breytingarnar nauðsynlegar til þess að draga úr atvinnuleysi, sem mælist ríflega tíu prósent. Meðal ungmenna er atvinnuleysið mun meira, eða nærri 25 prósent. Einungis hálfur mánuður er þangað til Evrópumeistaramótið í fótbolta hefst í Frakklandi, og telja margir að frönsk stjórnvöld vilji helst að mótmælunum verði lokið áður en mótið hefst. Þetta kunni að eiga þátt í því að ráðamenn séu að verða eftirgefanlegri en áður. Mótmælin hófust fyrir um þremur mánuðum. Stéttarfélagið CGT, sem er eitt öflugasta verkalýðsfélag Frakklands með meira en 700 þúsund félagsmenn, hefur verið í forystu mótmælanna. Fleiri verkalýðsfélög hafa stutt aðgerðirnar. Starfsfólk í 16 af 19 kjarnorkuverum landsins hefur samþykkt að fara í verkfall. Þá hafa sex af átta olíuhreinsunarstöðvum landsins lamast vegna aðgerða. Biðraðir hafa myndast á bensínstöðvum vegna yfirvofandi eldsneytisskorts, sem þegar er byrjaður að gera vart við sig. Þriðjungur af bensínstöðvum landsins er að tæmast. Eldsneytisvarabirgðir ríkisins eru taldar endast í nokkra mánuði, en nýtast ekki almenningi. Flugsamgöngur hafa raskast og lestarsamgöngur sömuleiðis. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Mótmælin í Frakklandi gegn umdeildri vinnulöggjöf magnast nú dag frá degi. Í gær mætti fjöldi fólks út á götur í helstu borgum landsins. Kjarnorkuver, olíuhreinsunarstöðvar og samgönguæðar hafa lamast. Óeirðir hafa brotist út í tengslum við mótmælin, sem þó hafa verið friðsamleg að flestu öðru leyti. Í gær hófu tugir manna, sem höfðu tekið þátt í mótmælum í París, að fara um hliðargötur og brjóta þar rúður í bifreiðum og verslunum. Fyrirhugaðar breytingar á vinnulöggjöf landsins eru gagnrýndar fyrir að snúast einkum um það að auðvelda fyrirtækjum að ráða og reka fólk. Þau fá einnig meira svigrúm til þess að lækka laun og semja um vinnutíma og frídaga.Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í Bordeaux í gær.Nordicphotos/AFPManuel Valls forsætisráðherra og FranÇois Hollande forseti hafa ekki látið mótmælin hagga sér, fyrr en í gær þegar Valls sagði að vísu ekki koma til greina að hætta við lagabreytingarnar, en hins vegar mætti skoða að breyta þeim eitthvað. Þeir segja breytingarnar nauðsynlegar til þess að draga úr atvinnuleysi, sem mælist ríflega tíu prósent. Meðal ungmenna er atvinnuleysið mun meira, eða nærri 25 prósent. Einungis hálfur mánuður er þangað til Evrópumeistaramótið í fótbolta hefst í Frakklandi, og telja margir að frönsk stjórnvöld vilji helst að mótmælunum verði lokið áður en mótið hefst. Þetta kunni að eiga þátt í því að ráðamenn séu að verða eftirgefanlegri en áður. Mótmælin hófust fyrir um þremur mánuðum. Stéttarfélagið CGT, sem er eitt öflugasta verkalýðsfélag Frakklands með meira en 700 þúsund félagsmenn, hefur verið í forystu mótmælanna. Fleiri verkalýðsfélög hafa stutt aðgerðirnar. Starfsfólk í 16 af 19 kjarnorkuverum landsins hefur samþykkt að fara í verkfall. Þá hafa sex af átta olíuhreinsunarstöðvum landsins lamast vegna aðgerða. Biðraðir hafa myndast á bensínstöðvum vegna yfirvofandi eldsneytisskorts, sem þegar er byrjaður að gera vart við sig. Þriðjungur af bensínstöðvum landsins er að tæmast. Eldsneytisvarabirgðir ríkisins eru taldar endast í nokkra mánuði, en nýtast ekki almenningi. Flugsamgöngur hafa raskast og lestarsamgöngur sömuleiðis.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira