Mótmæli í öllum helstu borgum Frakklands Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. maí 2016 07:00 Í gær hófu tugir manna, sem höfðu tekið þátt í mótmælum í París, að fara um hliðargötur og brjóta þar rúður í bifreiðum og verslunum. Nordicphotos/AFP Mótmælin í Frakklandi gegn umdeildri vinnulöggjöf magnast nú dag frá degi. Í gær mætti fjöldi fólks út á götur í helstu borgum landsins. Kjarnorkuver, olíuhreinsunarstöðvar og samgönguæðar hafa lamast. Óeirðir hafa brotist út í tengslum við mótmælin, sem þó hafa verið friðsamleg að flestu öðru leyti. Í gær hófu tugir manna, sem höfðu tekið þátt í mótmælum í París, að fara um hliðargötur og brjóta þar rúður í bifreiðum og verslunum. Fyrirhugaðar breytingar á vinnulöggjöf landsins eru gagnrýndar fyrir að snúast einkum um það að auðvelda fyrirtækjum að ráða og reka fólk. Þau fá einnig meira svigrúm til þess að lækka laun og semja um vinnutíma og frídaga.Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í Bordeaux í gær.Nordicphotos/AFPManuel Valls forsætisráðherra og FranÇois Hollande forseti hafa ekki látið mótmælin hagga sér, fyrr en í gær þegar Valls sagði að vísu ekki koma til greina að hætta við lagabreytingarnar, en hins vegar mætti skoða að breyta þeim eitthvað. Þeir segja breytingarnar nauðsynlegar til þess að draga úr atvinnuleysi, sem mælist ríflega tíu prósent. Meðal ungmenna er atvinnuleysið mun meira, eða nærri 25 prósent. Einungis hálfur mánuður er þangað til Evrópumeistaramótið í fótbolta hefst í Frakklandi, og telja margir að frönsk stjórnvöld vilji helst að mótmælunum verði lokið áður en mótið hefst. Þetta kunni að eiga þátt í því að ráðamenn séu að verða eftirgefanlegri en áður. Mótmælin hófust fyrir um þremur mánuðum. Stéttarfélagið CGT, sem er eitt öflugasta verkalýðsfélag Frakklands með meira en 700 þúsund félagsmenn, hefur verið í forystu mótmælanna. Fleiri verkalýðsfélög hafa stutt aðgerðirnar. Starfsfólk í 16 af 19 kjarnorkuverum landsins hefur samþykkt að fara í verkfall. Þá hafa sex af átta olíuhreinsunarstöðvum landsins lamast vegna aðgerða. Biðraðir hafa myndast á bensínstöðvum vegna yfirvofandi eldsneytisskorts, sem þegar er byrjaður að gera vart við sig. Þriðjungur af bensínstöðvum landsins er að tæmast. Eldsneytisvarabirgðir ríkisins eru taldar endast í nokkra mánuði, en nýtast ekki almenningi. Flugsamgöngur hafa raskast og lestarsamgöngur sömuleiðis. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Mótmælin í Frakklandi gegn umdeildri vinnulöggjöf magnast nú dag frá degi. Í gær mætti fjöldi fólks út á götur í helstu borgum landsins. Kjarnorkuver, olíuhreinsunarstöðvar og samgönguæðar hafa lamast. Óeirðir hafa brotist út í tengslum við mótmælin, sem þó hafa verið friðsamleg að flestu öðru leyti. Í gær hófu tugir manna, sem höfðu tekið þátt í mótmælum í París, að fara um hliðargötur og brjóta þar rúður í bifreiðum og verslunum. Fyrirhugaðar breytingar á vinnulöggjöf landsins eru gagnrýndar fyrir að snúast einkum um það að auðvelda fyrirtækjum að ráða og reka fólk. Þau fá einnig meira svigrúm til þess að lækka laun og semja um vinnutíma og frídaga.Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í Bordeaux í gær.Nordicphotos/AFPManuel Valls forsætisráðherra og FranÇois Hollande forseti hafa ekki látið mótmælin hagga sér, fyrr en í gær þegar Valls sagði að vísu ekki koma til greina að hætta við lagabreytingarnar, en hins vegar mætti skoða að breyta þeim eitthvað. Þeir segja breytingarnar nauðsynlegar til þess að draga úr atvinnuleysi, sem mælist ríflega tíu prósent. Meðal ungmenna er atvinnuleysið mun meira, eða nærri 25 prósent. Einungis hálfur mánuður er þangað til Evrópumeistaramótið í fótbolta hefst í Frakklandi, og telja margir að frönsk stjórnvöld vilji helst að mótmælunum verði lokið áður en mótið hefst. Þetta kunni að eiga þátt í því að ráðamenn séu að verða eftirgefanlegri en áður. Mótmælin hófust fyrir um þremur mánuðum. Stéttarfélagið CGT, sem er eitt öflugasta verkalýðsfélag Frakklands með meira en 700 þúsund félagsmenn, hefur verið í forystu mótmælanna. Fleiri verkalýðsfélög hafa stutt aðgerðirnar. Starfsfólk í 16 af 19 kjarnorkuverum landsins hefur samþykkt að fara í verkfall. Þá hafa sex af átta olíuhreinsunarstöðvum landsins lamast vegna aðgerða. Biðraðir hafa myndast á bensínstöðvum vegna yfirvofandi eldsneytisskorts, sem þegar er byrjaður að gera vart við sig. Þriðjungur af bensínstöðvum landsins er að tæmast. Eldsneytisvarabirgðir ríkisins eru taldar endast í nokkra mánuði, en nýtast ekki almenningi. Flugsamgöngur hafa raskast og lestarsamgöngur sömuleiðis.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira