Verðandi Börsungur spilar líklega sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2016 07:30 Samuel Umtiti er einn af efnilegri varnarmönnum Evrópu í dag. vísir/getty Vegna miðvarðavandræða í franska landsliðinu mun 22 ára gamall leikmaður Lyon að öllum líkindum spila sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi í átta liða úrslitum EM 2016 á Stade de France á sunnudagskvöldið. Skömmu eftir það mun hann svo ganga í raðir Barcelona. Drengurinn sem um ræðir heitir Samuel Umtiti. Hann er fæddur í Kamerún en er með franskt ríkisfang og hefur spilað fyrir Lyon síðan hann var átta ára gamall. Hann er búinn að vera fastamaður í aðalliði Lyon í fjögur ár eða síðan hann var 18 ára. Franska landsliðið var í vandræðum með miðverði fyrir mótið vegna meiðsla og nú er Adil Rami, þrítugur leikmaður Evrópudeildarmeistara Sevilla, kominn með tvö gul spjöld og verður í leikbanni á móti Íslandi. Það eru góð tíðindi fyrir okkar menn, en að margra mati hafa fáir spilað betur en Rami fyrir Frakkland á mótinu. Umtiti var valinn í franska landsliðshópinn þrátt fyrir að hafa aldrei spilað leik fyrir A-liðið en hann á að baki samtals 47 leiki fyrir öll yngri landslið Frakklands.Samuel Umtiti reynir að stöðva Zlatan Ibrahimovic í leik í frönsku 1. deildinni.vísir/gettyÁ leið til Barcelona Þessi ungi miðvörður mun væntanlega upplifa draum sinn að spila fyrir franska landsliðið gegn strákunum okkar á sunnudaginn en ekki er langt þar til hann fær annan draum uppfylltan; að spila fyrir Barcelona. Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, greindi frá því í viðtali við RMC Sport í gær að Barcelona og franska félagið væru búin að komast að samkomulagi um 30 milljóna evra kaupverð á Umtiti. Samningaviðræður hafa staðið yfir í smá tíma en Luis Enrique, þjálfari Barcelona hefur haft augastað á Frakkanum í nokkra mánuði. „Ég lofaði Samuel að ef hann fengi að spila fyrir draumafélagið sitt mætti hann fara. Það sama gerðum við fyrir Benzema þegar hann fór til Real Madrid. Samuel einbeitir sér að franska landsliðinu núna, en ef allir þrír aðilar komast að sáttum er það vel mögulegt að hann yfirgefi okkur,“ sagði Jean-Michel Aulas.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira
Vegna miðvarðavandræða í franska landsliðinu mun 22 ára gamall leikmaður Lyon að öllum líkindum spila sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi í átta liða úrslitum EM 2016 á Stade de France á sunnudagskvöldið. Skömmu eftir það mun hann svo ganga í raðir Barcelona. Drengurinn sem um ræðir heitir Samuel Umtiti. Hann er fæddur í Kamerún en er með franskt ríkisfang og hefur spilað fyrir Lyon síðan hann var átta ára gamall. Hann er búinn að vera fastamaður í aðalliði Lyon í fjögur ár eða síðan hann var 18 ára. Franska landsliðið var í vandræðum með miðverði fyrir mótið vegna meiðsla og nú er Adil Rami, þrítugur leikmaður Evrópudeildarmeistara Sevilla, kominn með tvö gul spjöld og verður í leikbanni á móti Íslandi. Það eru góð tíðindi fyrir okkar menn, en að margra mati hafa fáir spilað betur en Rami fyrir Frakkland á mótinu. Umtiti var valinn í franska landsliðshópinn þrátt fyrir að hafa aldrei spilað leik fyrir A-liðið en hann á að baki samtals 47 leiki fyrir öll yngri landslið Frakklands.Samuel Umtiti reynir að stöðva Zlatan Ibrahimovic í leik í frönsku 1. deildinni.vísir/gettyÁ leið til Barcelona Þessi ungi miðvörður mun væntanlega upplifa draum sinn að spila fyrir franska landsliðið gegn strákunum okkar á sunnudaginn en ekki er langt þar til hann fær annan draum uppfylltan; að spila fyrir Barcelona. Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, greindi frá því í viðtali við RMC Sport í gær að Barcelona og franska félagið væru búin að komast að samkomulagi um 30 milljóna evra kaupverð á Umtiti. Samningaviðræður hafa staðið yfir í smá tíma en Luis Enrique, þjálfari Barcelona hefur haft augastað á Frakkanum í nokkra mánuði. „Ég lofaði Samuel að ef hann fengi að spila fyrir draumafélagið sitt mætti hann fara. Það sama gerðum við fyrir Benzema þegar hann fór til Real Madrid. Samuel einbeitir sér að franska landsliðinu núna, en ef allir þrír aðilar komast að sáttum er það vel mögulegt að hann yfirgefi okkur,“ sagði Jean-Michel Aulas.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira