Isavia falið að loka flugbraut 06/24 Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 30. júní 2016 19:45 Innanríkisráðherra hefur falið Isavia að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Vísir/Baldur Innanríkisráðherra hefur falið Isavia að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Isavia og borgarstjóra nú síðdegis. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu hinn 9. júní síðastliðinn að ríkið þurfi að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Var innanríkisráðherra gert að loka brautinni innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. Flugbrautin hefur ekki verið í notkun undanfarnar vikur en þær upplýsingar fengust frá Isavia í dag að brautin væri lokuð, eins og algengt er yfir sumartímann. Ljóst er að hún verður ekki opnuð aftur en fréttastofa hefur undir höndum bréf sem innanríkisráðherra sendi í dag til Isavia og borgarstjóra þar sem fram koma formleg fyrirmæli til Isavia um að brautinni skuli lokað. Ákvörðun innanríkisráðherra um lokun Í bréfinu sem barst Isavia nú síðdegis er vísað til dóms Hæstaréttar frá 9. júní. Þá segir: „Í ljósi niðurstöðu dómsins hefur innanríkisráðherra tekið ákvörðun um að loka beri flugbrautinni og taka hana úr notkun. Hér með er Isavia ohf. falið að annast lokun brautarinnar þannig að framkvæmdin samræmist lögum og verklagi sem um lokunina gilda.“ Þá kemur fram að innanríkisráðuneytið muni boða til fundar með Isavia til að fara yfir áhrif lokunar flugbrautarinnar á gildandi þjónustusamning vegna innanlandsflugs. Reykjavíkurflugvöllur orðinn tveggja brauta völlur „Þetta ferli er í sjálfu sér mjög einfalt. Við sendum út svokallað notam og það er raunar farið út, var sent út í síðustu viku, um að brautinni sé lokað. Þá raunverulega er hún ekki í notkun á meðan slíkt skeyti er úti,“ segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri innanlandsflugvallasviðs hjá Isavia. Aðspurður hvort þetta hafi þá þýðingu að brautin verði aldrei opnuð aftur, til að mynda í neyðartilvikum, segir Jón að brautin fari ekki neitt fyrr en farið verður að byggja á henni. Hún verði því ekki brotin upp eða fjarlægð með öðrum hætti. „Þessi ákvörðun er væntanlega endanleg. Þannig að við gerum ráð fyrir að þessi völlur verði bara tveggja brauta völlur hér eftir og nýtum þetta þá væntanlega bara sem akbrautir og flugvallarstæði á meðan. Þannig að brautin nýtist sem slík áfram en bara ekki sem flugbraut,“ segir Jón Karl. Tengdar fréttir Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59 Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Ómar segir enn hægt að bjarga neyðarbrautinni Ómar er búinn að skissa upp hvernig mætti hnika brautinni örlítið til án þess að Valsmenn þyrftu að hætta við sínar framkvæmdir. 18. júní 2016 21:43 Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Innanríkisráðherra hefur falið Isavia að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Isavia og borgarstjóra nú síðdegis. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu hinn 9. júní síðastliðinn að ríkið þurfi að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Var innanríkisráðherra gert að loka brautinni innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. Flugbrautin hefur ekki verið í notkun undanfarnar vikur en þær upplýsingar fengust frá Isavia í dag að brautin væri lokuð, eins og algengt er yfir sumartímann. Ljóst er að hún verður ekki opnuð aftur en fréttastofa hefur undir höndum bréf sem innanríkisráðherra sendi í dag til Isavia og borgarstjóra þar sem fram koma formleg fyrirmæli til Isavia um að brautinni skuli lokað. Ákvörðun innanríkisráðherra um lokun Í bréfinu sem barst Isavia nú síðdegis er vísað til dóms Hæstaréttar frá 9. júní. Þá segir: „Í ljósi niðurstöðu dómsins hefur innanríkisráðherra tekið ákvörðun um að loka beri flugbrautinni og taka hana úr notkun. Hér með er Isavia ohf. falið að annast lokun brautarinnar þannig að framkvæmdin samræmist lögum og verklagi sem um lokunina gilda.“ Þá kemur fram að innanríkisráðuneytið muni boða til fundar með Isavia til að fara yfir áhrif lokunar flugbrautarinnar á gildandi þjónustusamning vegna innanlandsflugs. Reykjavíkurflugvöllur orðinn tveggja brauta völlur „Þetta ferli er í sjálfu sér mjög einfalt. Við sendum út svokallað notam og það er raunar farið út, var sent út í síðustu viku, um að brautinni sé lokað. Þá raunverulega er hún ekki í notkun á meðan slíkt skeyti er úti,“ segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri innanlandsflugvallasviðs hjá Isavia. Aðspurður hvort þetta hafi þá þýðingu að brautin verði aldrei opnuð aftur, til að mynda í neyðartilvikum, segir Jón að brautin fari ekki neitt fyrr en farið verður að byggja á henni. Hún verði því ekki brotin upp eða fjarlægð með öðrum hætti. „Þessi ákvörðun er væntanlega endanleg. Þannig að við gerum ráð fyrir að þessi völlur verði bara tveggja brauta völlur hér eftir og nýtum þetta þá væntanlega bara sem akbrautir og flugvallarstæði á meðan. Þannig að brautin nýtist sem slík áfram en bara ekki sem flugbraut,“ segir Jón Karl.
Tengdar fréttir Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59 Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Ómar segir enn hægt að bjarga neyðarbrautinni Ómar er búinn að skissa upp hvernig mætti hnika brautinni örlítið til án þess að Valsmenn þyrftu að hætta við sínar framkvæmdir. 18. júní 2016 21:43 Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59
Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15
Ómar segir enn hægt að bjarga neyðarbrautinni Ómar er búinn að skissa upp hvernig mætti hnika brautinni örlítið til án þess að Valsmenn þyrftu að hætta við sínar framkvæmdir. 18. júní 2016 21:43
Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47