Innlent

Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd

Birgir Olgeirsson skrifar
Höskuldur Þórhallsson.
Höskuldur Þórhallsson.

Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, ætlar að leggja fram frumvarp á Alþingi í ágúst þess efnis að flugvöllurinn í Vatnsmýri verði þar áfram í óbreyttu ástandi þar til annað verður ákveðið af Alþingi. 

Sjá einnig: Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna

Þetta segir Höskuldur í kjölfar dóms Hæstaréttar þess efnis að loka skuli Norðaustur/Suðvestur-flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan sextán vikna, eða fyrir 29. september. Höskuldur, sem er þingmaður Framsóknarflokksins, segir niðurstöðu Hæstaréttar vonbrigði en segist hafa gert sér grein fyrir að svona gæti farið eftir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, gerði samning við Reykjavíkurborg við fleiri aðila árið 2013 um að þessari braut yrði lokað.

Sjá einnig: Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“

Árið 2014 lögðu fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. Höskuldur segist enn vera þeirrar skoðunar.

„En ég er búinn að láta búa til frumvarp sem gengur út á að flugvöllurinn í Vatnsmýri verði áfram í óbreyttu ástandi þar til annað verður ákveðið af Alþingi og það frumvarp mun ég leggja fram í haust þegar þing kemur saman,“ segir Höskuldur. 

„Ég legg til og þeirrar skoðunar að á meðan hefur ekki verið ákveðið hvert flugvöllurinn á að fara og Reykjavíkurborg sækir það svona hart, þá tel ég sökum almannahagsmuna að Alþingi ákveði að flugvöllurinn verði áfram þangað til Alþingi hefur tekið ákvörðun um að hann fari annað, þegar jafngóður eða betri valkostur hefur verið fundinn,“ segir Höskuldur en Reykjavíkurborg hefur áformað að loka flugvellinum í Vatnsmýri árið 2022. 


Tengdar fréttir

Dagur B.: Fullnaðarsigur fyrir borgina

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar er mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að loka þurfi neyðarbrautinni.

Leggur til að ríkið ráði flugvallarsvæðinu

Stjórnarþingmaður undirbýr frumvarp um að skipulagsvald yfir flugvallarsvæðinu í Reykjavík flytjist frá borginni til ríkisins. Bendir á Keflavíkurflugvöll og Þingvallaþjóðgarð sem fordæmi. Kynnir frumvarpið fyrir stjórnarliðum á næstu dögum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.