Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2016 12:18 Börkur yfirgefur Héraðsdóm Suðurlands í morgun. Hann heldur á miða sem á stendur: "Hvenær drepur maður mann, og hvenær drepur maður ekki mann?“ Vísir Börkur Birgisson bar vitni á eftir Annþóri Kristjáni Karlssyni við aðalmeðferð í máli sem ríkissaksóknari hefur höfðað gegn þeim en þeir eru ákærðir fyrir að hafa veist að samfanga sínum, Sigurði Hólm Sigurðssyni, í klefa hans á Litla-Hrauni með þeim afleiðingum að hann lést. Frásögn Barkar af því sem gerðist áður en Sigurður dó inni á klefa var keimlík frásögn Annþórs af atvikum. Var meðal annars rætt um hurðina sem Sigurður skemmdi á gistiheimili og sagði Börkur að hann hefði verið vitni að því þegar hann sagði við Annþór að hann myndi bæta fyrir hurðina. Sjá einnig: Tók ekki í hönd Sigurðar útaf fíkniefnum í rassgatinu Vildi Börkur ekki meina að þarna hafi verið um einhvers konar innheimtu skuldar að ræða; Annþór hefði einfaldlega nefnt þetta með hurðina og Sigurður sagðist ætla að borga hana. Það hefði verið rætt í eldhúsinu á Litla-Hrauni en Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, spurði Börk sérstaklega út í eitt atvik í eldhúsinu sem til er á myndbandsupptöku. Annþór og Börkur lýsa yfir sakleysi sínu í málinu. Svelgdist á mjólkinni Á upptökunni sést Sigurður drekka úr mjólkurglasi og leggja síðan glasið frá sér. Börkur tekur svo glasið og hellir mjólkinni úr því. Saksóknari sagði að framkoma Barkar á upptökunni liti ekki vingjarnlega út og bað Börk að útskýra hvers vegna hann hefði gert þetta. „Hann var búinn að vera að drekka úr glasinu og honum svelgdist á. Hann sagði mér að hann ætlaði ekki að klára úr glasinu.. við vorum bara þarna í rýminu og ég vissi að hann ætlaði ekki að klára úr glasinu og meikaði ekki að ganga frá því,“ svaraði Börkur. Hann sagði að Sigurður hefði augljóslega verið undir áhrifum lyfja og nefndi eins og Annþór „súbbann“. Sigurði virtist líða illa og hann hefði kúgast þar sem hann var í eldhúsinu að sötra mjólkina. Að neðan má sjá Annþór og Börk yfirgefa Héraðsdóm Suðurlands í morgun ífylgd fangavarða. Heyrði stunur frá Sigurði Börkur lýsti því svo þegar hann leit inn í klefann til Sigurðar því hann heyrði stunur þaðan. Þá sá hann Sigurð vera að klöngrast upp í rúmið. „Mig minnir að ég hafi kallað til hans en hann ansaði mér ekki og sneri baki í mig. Hann virtist ekki hafa fulla hreyfigetu,“ sagði Börkur en kvaðst ekki hafa áttað sig á það gæti verið eitthvað alvarlegt að. Þá sagði hann aðspurður aldrei hafa get Sigurði neitt. Annþór hafði borið því við fyrr um morguninn að Sigurður hefði fengið „súbbann” hjá öðrum fanga á Litla-Hrauni, Elís Helga Ævarssyni. Verjandi Barkar, Sveinn Guðmundsson, spurði hann út í hvort hann hefði einhvern tímann átt í útistöðum við Elís Helga. „Já, hann hefur ráðist á mig tvisvar í fangelsi,“ svaraði Börkur. Sveinn spurði þá hvort hann óttaðist Elís Helga. Annþór og Börkur afplána þunga ofbeldisdóma á Litla-Hrauni.vísir/e.ól. „Hann er náttla dæmdur morðingi“ „Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur en Elís Helgi hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. Börkur kvaðst ekki muna eftir því að Elís Helgi var einhvers staðar nálægur þegar þeir Annþór voru að ræða við Sigurð. Elís Helgi hafi hins vegar gefið sig á tal við Börk í eldhúsinu eftir að Sigurður lést: „Þá kemur Elís til mín og segir mér að ef ég segi frá því að hann hafi látið Sigga fá súbbann þá muni hann drepa mig. Ég fékk morðhótun þarna í eldhúsinu.“ Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Lögreglumál Fangelsismál Tengdar fréttir "Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19 Aðalmeðferð yfir Annþóri og Berki Ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni. 28. janúar 2016 10:10 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Börkur Birgisson bar vitni á eftir Annþóri Kristjáni Karlssyni við aðalmeðferð í máli sem ríkissaksóknari hefur höfðað gegn þeim en þeir eru ákærðir fyrir að hafa veist að samfanga sínum, Sigurði Hólm Sigurðssyni, í klefa hans á Litla-Hrauni með þeim afleiðingum að hann lést. Frásögn Barkar af því sem gerðist áður en Sigurður dó inni á klefa var keimlík frásögn Annþórs af atvikum. Var meðal annars rætt um hurðina sem Sigurður skemmdi á gistiheimili og sagði Börkur að hann hefði verið vitni að því þegar hann sagði við Annþór að hann myndi bæta fyrir hurðina. Sjá einnig: Tók ekki í hönd Sigurðar útaf fíkniefnum í rassgatinu Vildi Börkur ekki meina að þarna hafi verið um einhvers konar innheimtu skuldar að ræða; Annþór hefði einfaldlega nefnt þetta með hurðina og Sigurður sagðist ætla að borga hana. Það hefði verið rætt í eldhúsinu á Litla-Hrauni en Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, spurði Börk sérstaklega út í eitt atvik í eldhúsinu sem til er á myndbandsupptöku. Annþór og Börkur lýsa yfir sakleysi sínu í málinu. Svelgdist á mjólkinni Á upptökunni sést Sigurður drekka úr mjólkurglasi og leggja síðan glasið frá sér. Börkur tekur svo glasið og hellir mjólkinni úr því. Saksóknari sagði að framkoma Barkar á upptökunni liti ekki vingjarnlega út og bað Börk að útskýra hvers vegna hann hefði gert þetta. „Hann var búinn að vera að drekka úr glasinu og honum svelgdist á. Hann sagði mér að hann ætlaði ekki að klára úr glasinu.. við vorum bara þarna í rýminu og ég vissi að hann ætlaði ekki að klára úr glasinu og meikaði ekki að ganga frá því,“ svaraði Börkur. Hann sagði að Sigurður hefði augljóslega verið undir áhrifum lyfja og nefndi eins og Annþór „súbbann“. Sigurði virtist líða illa og hann hefði kúgast þar sem hann var í eldhúsinu að sötra mjólkina. Að neðan má sjá Annþór og Börk yfirgefa Héraðsdóm Suðurlands í morgun ífylgd fangavarða. Heyrði stunur frá Sigurði Börkur lýsti því svo þegar hann leit inn í klefann til Sigurðar því hann heyrði stunur þaðan. Þá sá hann Sigurð vera að klöngrast upp í rúmið. „Mig minnir að ég hafi kallað til hans en hann ansaði mér ekki og sneri baki í mig. Hann virtist ekki hafa fulla hreyfigetu,“ sagði Börkur en kvaðst ekki hafa áttað sig á það gæti verið eitthvað alvarlegt að. Þá sagði hann aðspurður aldrei hafa get Sigurði neitt. Annþór hafði borið því við fyrr um morguninn að Sigurður hefði fengið „súbbann” hjá öðrum fanga á Litla-Hrauni, Elís Helga Ævarssyni. Verjandi Barkar, Sveinn Guðmundsson, spurði hann út í hvort hann hefði einhvern tímann átt í útistöðum við Elís Helga. „Já, hann hefur ráðist á mig tvisvar í fangelsi,“ svaraði Börkur. Sveinn spurði þá hvort hann óttaðist Elís Helga. Annþór og Börkur afplána þunga ofbeldisdóma á Litla-Hrauni.vísir/e.ól. „Hann er náttla dæmdur morðingi“ „Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur en Elís Helgi hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. Börkur kvaðst ekki muna eftir því að Elís Helgi var einhvers staðar nálægur þegar þeir Annþór voru að ræða við Sigurð. Elís Helgi hafi hins vegar gefið sig á tal við Börk í eldhúsinu eftir að Sigurður lést: „Þá kemur Elís til mín og segir mér að ef ég segi frá því að hann hafi látið Sigga fá súbbann þá muni hann drepa mig. Ég fékk morðhótun þarna í eldhúsinu.“
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Lögreglumál Fangelsismál Tengdar fréttir "Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19 Aðalmeðferð yfir Annþóri og Berki Ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni. 28. janúar 2016 10:10 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
"Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19
Aðalmeðferð yfir Annþóri og Berki Ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni. 28. janúar 2016 10:10