Borgin gerir starfslokasamning við skólastjóra Melaskóla Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2016 18:59 Skólastjóri Melaskóla lét af störfum í dag vegna óvæginnar umræðu í hennar garð eins og segir í yfirlýsingu hennar og hefur Reykjavíkurborg gert við hana starfslokasamning. Hún segist bera hag barnanna í skólanum fyrir brjósti og kjósi því að láta af störfum. Ófremdarástand hefur verið í Melaskóla undanfarnar vikur og mánuði. Hópur kennara hefur sett fram ásakanir á hendur skólastjóranum um að hann væri vanhæfur í starfi . Án þess þó að nefna nokkur dæmi þar um. Skólaráð Melaskóla kom saman til fjölmenns fundar foreldra og starfsmanna klukkan fimm í dag, þar sem sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar las stutta yfirlýsingu frá skólastjóranum. Hún á 18 ára feril að baki sem skólastjórnandi en hóf störf í Melaskóla haustið 2013 og hefur nú gert starfslokasamning við borgina. „og það er í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað núna undanfarið sem hefur verið frekar óvæg í minn garð. Ástæðan er kannski fyrst og fremst að ég er að hugsa um hagsmuni barnanna í Melaskóla. Mér er annt um börnin í Melaskóla og mér er annt um skólasamfélagið í Melaskóla og tel að það þurfi að ríkja friður um skólastarfið,“ segir Dagný. Öll börn eigi það skilið. Mjög óræðar ásakanir í garð skólastjórans hafa birst í fjölmiðlum undanfarnar vikur án þess að skólastjórinn svaraði fyrir sig opinberlega fyrr en nú.Hvers vegna ekki? „Ég er þá fyrst og fremst alltaf að hugsa um hagsmuni barnanna og reyna að lágmarka þann skaða sem hefur gerst innan veggja skólans. Ég hugsa óskaplega hlýtt og falega til Melaskóla,“ segir skólastjórinn fráfarandi. Hún voni að nú skapist friður um skólastarfið en auðvitað hafi þetta reynst henni erfitt. „En ég er sátt í ljósi þeirra aðstæðna sem að eru og mun geta gengið frá borði með reisn. Ég hef ekki brotið af mér í starfi og ég hef ekki hlotið áminningu,“ segir Dagný. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar vonar eins og Dagný að nú skapist friður í skólanum „Við erum í raun og veru ekki að horfa á sök. Við vitum að þetta er skólasamfélag bæði í starfsmannahópnum og foreldrahópnum þar sem er ágreiningur og togstreita. En enn og aftur; ef menn hafa hag barnanna að leiðarljósi og gott skólastarf þá náum við áfram með það,“ segir Helgi. Tengdar fréttir Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00 Foreldrafundir í Melaskóla vegna skólastjóradeilunnar Áfram verður fundað út vikuna og undirskriftum safnað við ályktun þess efnis að þrjátíu kennarar segi upp ef skólastjórinn snýr aftur úr leyfi. 18. janúar 2016 23:00 Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25 Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58 Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira
Skólastjóri Melaskóla lét af störfum í dag vegna óvæginnar umræðu í hennar garð eins og segir í yfirlýsingu hennar og hefur Reykjavíkurborg gert við hana starfslokasamning. Hún segist bera hag barnanna í skólanum fyrir brjósti og kjósi því að láta af störfum. Ófremdarástand hefur verið í Melaskóla undanfarnar vikur og mánuði. Hópur kennara hefur sett fram ásakanir á hendur skólastjóranum um að hann væri vanhæfur í starfi . Án þess þó að nefna nokkur dæmi þar um. Skólaráð Melaskóla kom saman til fjölmenns fundar foreldra og starfsmanna klukkan fimm í dag, þar sem sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar las stutta yfirlýsingu frá skólastjóranum. Hún á 18 ára feril að baki sem skólastjórnandi en hóf störf í Melaskóla haustið 2013 og hefur nú gert starfslokasamning við borgina. „og það er í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað núna undanfarið sem hefur verið frekar óvæg í minn garð. Ástæðan er kannski fyrst og fremst að ég er að hugsa um hagsmuni barnanna í Melaskóla. Mér er annt um börnin í Melaskóla og mér er annt um skólasamfélagið í Melaskóla og tel að það þurfi að ríkja friður um skólastarfið,“ segir Dagný. Öll börn eigi það skilið. Mjög óræðar ásakanir í garð skólastjórans hafa birst í fjölmiðlum undanfarnar vikur án þess að skólastjórinn svaraði fyrir sig opinberlega fyrr en nú.Hvers vegna ekki? „Ég er þá fyrst og fremst alltaf að hugsa um hagsmuni barnanna og reyna að lágmarka þann skaða sem hefur gerst innan veggja skólans. Ég hugsa óskaplega hlýtt og falega til Melaskóla,“ segir skólastjórinn fráfarandi. Hún voni að nú skapist friður um skólastarfið en auðvitað hafi þetta reynst henni erfitt. „En ég er sátt í ljósi þeirra aðstæðna sem að eru og mun geta gengið frá borði með reisn. Ég hef ekki brotið af mér í starfi og ég hef ekki hlotið áminningu,“ segir Dagný. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar vonar eins og Dagný að nú skapist friður í skólanum „Við erum í raun og veru ekki að horfa á sök. Við vitum að þetta er skólasamfélag bæði í starfsmannahópnum og foreldrahópnum þar sem er ágreiningur og togstreita. En enn og aftur; ef menn hafa hag barnanna að leiðarljósi og gott skólastarf þá náum við áfram með það,“ segir Helgi.
Tengdar fréttir Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00 Foreldrafundir í Melaskóla vegna skólastjóradeilunnar Áfram verður fundað út vikuna og undirskriftum safnað við ályktun þess efnis að þrjátíu kennarar segi upp ef skólastjórinn snýr aftur úr leyfi. 18. janúar 2016 23:00 Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25 Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58 Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira
Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00
Foreldrafundir í Melaskóla vegna skólastjóradeilunnar Áfram verður fundað út vikuna og undirskriftum safnað við ályktun þess efnis að þrjátíu kennarar segi upp ef skólastjórinn snýr aftur úr leyfi. 18. janúar 2016 23:00
Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25
Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58