Borgin gerir starfslokasamning við skólastjóra Melaskóla Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2016 18:59 Skólastjóri Melaskóla lét af störfum í dag vegna óvæginnar umræðu í hennar garð eins og segir í yfirlýsingu hennar og hefur Reykjavíkurborg gert við hana starfslokasamning. Hún segist bera hag barnanna í skólanum fyrir brjósti og kjósi því að láta af störfum. Ófremdarástand hefur verið í Melaskóla undanfarnar vikur og mánuði. Hópur kennara hefur sett fram ásakanir á hendur skólastjóranum um að hann væri vanhæfur í starfi . Án þess þó að nefna nokkur dæmi þar um. Skólaráð Melaskóla kom saman til fjölmenns fundar foreldra og starfsmanna klukkan fimm í dag, þar sem sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar las stutta yfirlýsingu frá skólastjóranum. Hún á 18 ára feril að baki sem skólastjórnandi en hóf störf í Melaskóla haustið 2013 og hefur nú gert starfslokasamning við borgina. „og það er í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað núna undanfarið sem hefur verið frekar óvæg í minn garð. Ástæðan er kannski fyrst og fremst að ég er að hugsa um hagsmuni barnanna í Melaskóla. Mér er annt um börnin í Melaskóla og mér er annt um skólasamfélagið í Melaskóla og tel að það þurfi að ríkja friður um skólastarfið,“ segir Dagný. Öll börn eigi það skilið. Mjög óræðar ásakanir í garð skólastjórans hafa birst í fjölmiðlum undanfarnar vikur án þess að skólastjórinn svaraði fyrir sig opinberlega fyrr en nú.Hvers vegna ekki? „Ég er þá fyrst og fremst alltaf að hugsa um hagsmuni barnanna og reyna að lágmarka þann skaða sem hefur gerst innan veggja skólans. Ég hugsa óskaplega hlýtt og falega til Melaskóla,“ segir skólastjórinn fráfarandi. Hún voni að nú skapist friður um skólastarfið en auðvitað hafi þetta reynst henni erfitt. „En ég er sátt í ljósi þeirra aðstæðna sem að eru og mun geta gengið frá borði með reisn. Ég hef ekki brotið af mér í starfi og ég hef ekki hlotið áminningu,“ segir Dagný. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar vonar eins og Dagný að nú skapist friður í skólanum „Við erum í raun og veru ekki að horfa á sök. Við vitum að þetta er skólasamfélag bæði í starfsmannahópnum og foreldrahópnum þar sem er ágreiningur og togstreita. En enn og aftur; ef menn hafa hag barnanna að leiðarljósi og gott skólastarf þá náum við áfram með það,“ segir Helgi. Tengdar fréttir Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00 Foreldrafundir í Melaskóla vegna skólastjóradeilunnar Áfram verður fundað út vikuna og undirskriftum safnað við ályktun þess efnis að þrjátíu kennarar segi upp ef skólastjórinn snýr aftur úr leyfi. 18. janúar 2016 23:00 Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25 Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira
Skólastjóri Melaskóla lét af störfum í dag vegna óvæginnar umræðu í hennar garð eins og segir í yfirlýsingu hennar og hefur Reykjavíkurborg gert við hana starfslokasamning. Hún segist bera hag barnanna í skólanum fyrir brjósti og kjósi því að láta af störfum. Ófremdarástand hefur verið í Melaskóla undanfarnar vikur og mánuði. Hópur kennara hefur sett fram ásakanir á hendur skólastjóranum um að hann væri vanhæfur í starfi . Án þess þó að nefna nokkur dæmi þar um. Skólaráð Melaskóla kom saman til fjölmenns fundar foreldra og starfsmanna klukkan fimm í dag, þar sem sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar las stutta yfirlýsingu frá skólastjóranum. Hún á 18 ára feril að baki sem skólastjórnandi en hóf störf í Melaskóla haustið 2013 og hefur nú gert starfslokasamning við borgina. „og það er í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað núna undanfarið sem hefur verið frekar óvæg í minn garð. Ástæðan er kannski fyrst og fremst að ég er að hugsa um hagsmuni barnanna í Melaskóla. Mér er annt um börnin í Melaskóla og mér er annt um skólasamfélagið í Melaskóla og tel að það þurfi að ríkja friður um skólastarfið,“ segir Dagný. Öll börn eigi það skilið. Mjög óræðar ásakanir í garð skólastjórans hafa birst í fjölmiðlum undanfarnar vikur án þess að skólastjórinn svaraði fyrir sig opinberlega fyrr en nú.Hvers vegna ekki? „Ég er þá fyrst og fremst alltaf að hugsa um hagsmuni barnanna og reyna að lágmarka þann skaða sem hefur gerst innan veggja skólans. Ég hugsa óskaplega hlýtt og falega til Melaskóla,“ segir skólastjórinn fráfarandi. Hún voni að nú skapist friður um skólastarfið en auðvitað hafi þetta reynst henni erfitt. „En ég er sátt í ljósi þeirra aðstæðna sem að eru og mun geta gengið frá borði með reisn. Ég hef ekki brotið af mér í starfi og ég hef ekki hlotið áminningu,“ segir Dagný. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar vonar eins og Dagný að nú skapist friður í skólanum „Við erum í raun og veru ekki að horfa á sök. Við vitum að þetta er skólasamfélag bæði í starfsmannahópnum og foreldrahópnum þar sem er ágreiningur og togstreita. En enn og aftur; ef menn hafa hag barnanna að leiðarljósi og gott skólastarf þá náum við áfram með það,“ segir Helgi.
Tengdar fréttir Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00 Foreldrafundir í Melaskóla vegna skólastjóradeilunnar Áfram verður fundað út vikuna og undirskriftum safnað við ályktun þess efnis að þrjátíu kennarar segi upp ef skólastjórinn snýr aftur úr leyfi. 18. janúar 2016 23:00 Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25 Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira
Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00
Foreldrafundir í Melaskóla vegna skólastjóradeilunnar Áfram verður fundað út vikuna og undirskriftum safnað við ályktun þess efnis að þrjátíu kennarar segi upp ef skólastjórinn snýr aftur úr leyfi. 18. janúar 2016 23:00
Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25
Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58