Íran festir kaup á 118 Airbus-þotum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2016 23:22 Forseti Íran skrifaði í dag undir risasamning við Airbus sem gerir flugfélögum þar í landi kleyft að endurnýja aldraðan flugflota sinn. Vísir/AFP Írönsk yfirvöld skrifuðu í dag undir samning um að kaupa allt að 118 Airbus-þotur fyrir 25 milljarða dollara. Samningurinn er einn sá stærsti síðan viðskiptaþvingunum á Íran var aflétt fyrr í mánuðinum.Forseti Íran, Hassan Rouhani, skrifaðu undir samninginn í dag en hann er staddur þar í opinberri heimsókn í Frakklandi. Íran pantaði 73 breiðþotur, þar með talið tólf A380-breiðþotur sem eru stærstu farþegaþoturnar á markaðinum í dag. Íran mun einnig kaupa 45 minni þotur.Sjá einnig: Íranir horfa fram á betri tíðSamningurinn er mikil búbót fyrir evrópska flugvélaframleiðandann Airbus sem hefur átt í erfiðleikum með að sannfæra flugfélög um að kaupa Airbus A380 risaþoturnar undanfarin tvö ár. Yfirvöld í Íran hafa einnig hug á því að kaupa flugvélar frá Boeing. Talsverð þörf er á endurnýjun flugflota Írans en vegna viðskiptaþvinganna undanfarin ár hefur það reynst ómögulegt. Vestræn fyrirtæki hafa ekki mátt selja flugvélar né varahluti til Íran fyrr en nú. Samgönguyfirvöld í Íran áætla að þörf sé á um 500 flugvélum á næstu árum svo endurnýja megi flotann en í Íran eru um 140 þotur sem eru 20 ára eða eldriSjá einnig: Ítalir huldu naktar styttur fyrir fund með Íransforseta Iran Air flýgur þrisvar í viku til Parísar og tvisvar til London og Amsterdan. Stefnt er að því að hefja flug að nýju til Bandaríkjanna í fyrsta sinn í rúma þrjá áratugi. Fjöldi flugfélaga skoðar nú möguleikann á því að hefja að nýju flug til Írans eftir að viðskiptaþvingunum var nú aflét en nú þegar hefur Air France-KLM gefið út að félagið hyggi á flug til Teheran á næsta ári. Tengdar fréttir Hversu freistandi er bílamarkaður Íran? Markaður fyrir 1,5 milljón bíla á ári í 78,2 milljón manna landi. 20. janúar 2016 14:45 Íranar horfa fram á betri tíð Alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Íran hefur að mestu verið aflétt, sem þýðir að efnahagslífið þar gæti tekið kipp á næstunni með bættum hag almennings. Íranar hafa staðið við sinn hluta kjarnorkusamningsins frá síðasta ári. 18. janúar 2016 07:00 Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt „Vegna þessara aðgerða er heimurinn allur öruggari því hættan af kjarnavopnum hefur verið minnkuð.“ 16. janúar 2016 00:01 Gunnar Bragi afléttir þvingunaraðgerðum gegn Íran Utanríkisráðherra segir ástæðu til að fagna þessum áfanga, sem sé sönnun þess að viðskiptaþvinganir geti haft raunveruleg áhrif á alþjóðavettvangi. 21. janúar 2016 14:39 Ítalir huldu naktar styttur fyrir fund með Íransforseta Ákvörðunin vakti reiði á samfélagsmiðlum. 26. janúar 2016 23:53 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Írönsk yfirvöld skrifuðu í dag undir samning um að kaupa allt að 118 Airbus-þotur fyrir 25 milljarða dollara. Samningurinn er einn sá stærsti síðan viðskiptaþvingunum á Íran var aflétt fyrr í mánuðinum.Forseti Íran, Hassan Rouhani, skrifaðu undir samninginn í dag en hann er staddur þar í opinberri heimsókn í Frakklandi. Íran pantaði 73 breiðþotur, þar með talið tólf A380-breiðþotur sem eru stærstu farþegaþoturnar á markaðinum í dag. Íran mun einnig kaupa 45 minni þotur.Sjá einnig: Íranir horfa fram á betri tíðSamningurinn er mikil búbót fyrir evrópska flugvélaframleiðandann Airbus sem hefur átt í erfiðleikum með að sannfæra flugfélög um að kaupa Airbus A380 risaþoturnar undanfarin tvö ár. Yfirvöld í Íran hafa einnig hug á því að kaupa flugvélar frá Boeing. Talsverð þörf er á endurnýjun flugflota Írans en vegna viðskiptaþvinganna undanfarin ár hefur það reynst ómögulegt. Vestræn fyrirtæki hafa ekki mátt selja flugvélar né varahluti til Íran fyrr en nú. Samgönguyfirvöld í Íran áætla að þörf sé á um 500 flugvélum á næstu árum svo endurnýja megi flotann en í Íran eru um 140 þotur sem eru 20 ára eða eldriSjá einnig: Ítalir huldu naktar styttur fyrir fund með Íransforseta Iran Air flýgur þrisvar í viku til Parísar og tvisvar til London og Amsterdan. Stefnt er að því að hefja flug að nýju til Bandaríkjanna í fyrsta sinn í rúma þrjá áratugi. Fjöldi flugfélaga skoðar nú möguleikann á því að hefja að nýju flug til Írans eftir að viðskiptaþvingunum var nú aflét en nú þegar hefur Air France-KLM gefið út að félagið hyggi á flug til Teheran á næsta ári.
Tengdar fréttir Hversu freistandi er bílamarkaður Íran? Markaður fyrir 1,5 milljón bíla á ári í 78,2 milljón manna landi. 20. janúar 2016 14:45 Íranar horfa fram á betri tíð Alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Íran hefur að mestu verið aflétt, sem þýðir að efnahagslífið þar gæti tekið kipp á næstunni með bættum hag almennings. Íranar hafa staðið við sinn hluta kjarnorkusamningsins frá síðasta ári. 18. janúar 2016 07:00 Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt „Vegna þessara aðgerða er heimurinn allur öruggari því hættan af kjarnavopnum hefur verið minnkuð.“ 16. janúar 2016 00:01 Gunnar Bragi afléttir þvingunaraðgerðum gegn Íran Utanríkisráðherra segir ástæðu til að fagna þessum áfanga, sem sé sönnun þess að viðskiptaþvinganir geti haft raunveruleg áhrif á alþjóðavettvangi. 21. janúar 2016 14:39 Ítalir huldu naktar styttur fyrir fund með Íransforseta Ákvörðunin vakti reiði á samfélagsmiðlum. 26. janúar 2016 23:53 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Hversu freistandi er bílamarkaður Íran? Markaður fyrir 1,5 milljón bíla á ári í 78,2 milljón manna landi. 20. janúar 2016 14:45
Íranar horfa fram á betri tíð Alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Íran hefur að mestu verið aflétt, sem þýðir að efnahagslífið þar gæti tekið kipp á næstunni með bættum hag almennings. Íranar hafa staðið við sinn hluta kjarnorkusamningsins frá síðasta ári. 18. janúar 2016 07:00
Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt „Vegna þessara aðgerða er heimurinn allur öruggari því hættan af kjarnavopnum hefur verið minnkuð.“ 16. janúar 2016 00:01
Gunnar Bragi afléttir þvingunaraðgerðum gegn Íran Utanríkisráðherra segir ástæðu til að fagna þessum áfanga, sem sé sönnun þess að viðskiptaþvinganir geti haft raunveruleg áhrif á alþjóðavettvangi. 21. janúar 2016 14:39
Ítalir huldu naktar styttur fyrir fund með Íransforseta Ákvörðunin vakti reiði á samfélagsmiðlum. 26. janúar 2016 23:53