Safna fyrir sjálfsvígsmiðstöð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. janúar 2016 07:00 Sjálfsvígstíðni á Íslandi er með þeirri hærri í heiminum. Árið 2014 frömdu 49 manns sjálfsvíg. NordicPhotos/Getty Fyrir tíu árum stofnaði Joan Freeman samtökin Pieta House á Írlandi. Það gerði hún í kjölfar þess að systir hennar féll fyrir eigin hendi. Hún sá að engin úrræði voru í boði fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum á Írlandi og að vandinn væri tabú í samfélaginu. Í Pieta House starfa sálfræðingar sem bjóða þeim sem hafa reynt sjálfsvíg eða eru í slíkum hugleiðingum meðferð. Einnig stendur stofnunin fyrir vitundarvakningu, kennslu og rannsóknum um sjálfsvíg. Stofnunin er rekin með frjálsum fjárframlögum og söfnunum. Freeman hélt erindi um stofnun og markmið samtakanna á Íslandi í gær. Ástæðan er sú að Hugarafl og Lifa, samtök aðstandenda eftir sjálfsvíg, hafa stofnað samtökin Pieta Ísland. Markmiðið er að setja á stofn sambærilega stofnun og á Írlandi.Auður Axelsdóttir „Næsta skref er að fara í fjáröflun. Við viljum helst opna í dag en fyrst þarf að fá fjármagn,“ segir Auður Axelsdóttir, forstöðumaður Hugarafls. „Við viljum taka upp aðferðir og hugmyndafræði Pieta á Írlandi enda hefur árangurinn verið mjög góður.“ Auður segir mikla þörf vera fyrir bætt úrræði vegna sjálfsvíga á Íslandi. Pieta mun bjóða upp á meðferð í heimilislegu umhverfi án þess að vandinn sé sjúklingavæddur. „Ég hef unnið í geðgeiranum í rúm tuttugu ár og við erum ekki að gera nógu vel í þessum málaflokki. Það er bara staðreynd.“Joan Freeman hélt fyrirlestur um Pieta House í gær. vísir/StefánMeð stofnun Pieta verður tekið betur utan um málaflokkinn í heild sinni. Fyrir utan að bjóða upp á sálfræðimeðferðir munu samtökin standa fyrir herferðum, halda utan um rannsóknir og annað. Meðal atriða sem Pieta leggur áherslu á er að ekki sé hægt að búast við að manneskja í mikilli neyð leiti sér sjálf hjálpar. Því þurfi að virkja samfélagið; vinnufélaga, vini, skólafólk og aðila innan íþróttahreyfinga til að læra að þekkja einkennin. „Þá er hægt að bregðast við fljótt, til dæmis með því að panta tíma hjá okkur. Fjölskyldan ber þetta oft ein en fjölskyldan verður líka oft samdauna vandanum og gerir sér ekki grein fyrir hættumerkjunum,“ segir Auður. Send heim með lyfSigrún Halla TryggvadóttirSigrún Halla Tryggvadóttir var lögð fyrst inn eftir sjálfsvígstilraun þegar hún var 22 ára gömul. Hún fagnar stofnun Pieta á Íslandi enda hafi hún fundið á eigin skinni að úrræðaleysi í íslensku heilbrigðiskerfi er algjört. Alls fór hún fjórum sinnum inn á geðdeild og var aldrei lengur en fjóra daga inni. „Af því að ég leit út fyrir að hafa allt á hreinu á yfirborðinu þá var sagt að ég gæti alveg farið heim, því ég væri svo skynsöm. Þá var ég send heim með lyf. Svo sat ég heima og beið þess að lyfin létu mér batna. Auðvitað batnaði mér ekki þannig,“ segir Sigrún. Vandi Sigrúnar var ekki tekinn nægilega alvarlega og í raun gerði hún sér ekki sjálf grein fyrir alvarleikanum. „Ég var fullviss um að ég væri bara aumingi. En í raun er fólk sem reynir sjálfsvíg bara venjulegt fólk að ganga í gegnum tilfinningalega krísu. Spítalar eru fyrir sjúklinga – þar eru læknar í hvítum sloppum á kontórnum og svo við sjúklingarnir. Það sem Pieta mun bjóða upp á er mun aðgengilegra, fólk er ekki gert að sjúklingum og fær meðferð við vandanum.“ Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira
Fyrir tíu árum stofnaði Joan Freeman samtökin Pieta House á Írlandi. Það gerði hún í kjölfar þess að systir hennar féll fyrir eigin hendi. Hún sá að engin úrræði voru í boði fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum á Írlandi og að vandinn væri tabú í samfélaginu. Í Pieta House starfa sálfræðingar sem bjóða þeim sem hafa reynt sjálfsvíg eða eru í slíkum hugleiðingum meðferð. Einnig stendur stofnunin fyrir vitundarvakningu, kennslu og rannsóknum um sjálfsvíg. Stofnunin er rekin með frjálsum fjárframlögum og söfnunum. Freeman hélt erindi um stofnun og markmið samtakanna á Íslandi í gær. Ástæðan er sú að Hugarafl og Lifa, samtök aðstandenda eftir sjálfsvíg, hafa stofnað samtökin Pieta Ísland. Markmiðið er að setja á stofn sambærilega stofnun og á Írlandi.Auður Axelsdóttir „Næsta skref er að fara í fjáröflun. Við viljum helst opna í dag en fyrst þarf að fá fjármagn,“ segir Auður Axelsdóttir, forstöðumaður Hugarafls. „Við viljum taka upp aðferðir og hugmyndafræði Pieta á Írlandi enda hefur árangurinn verið mjög góður.“ Auður segir mikla þörf vera fyrir bætt úrræði vegna sjálfsvíga á Íslandi. Pieta mun bjóða upp á meðferð í heimilislegu umhverfi án þess að vandinn sé sjúklingavæddur. „Ég hef unnið í geðgeiranum í rúm tuttugu ár og við erum ekki að gera nógu vel í þessum málaflokki. Það er bara staðreynd.“Joan Freeman hélt fyrirlestur um Pieta House í gær. vísir/StefánMeð stofnun Pieta verður tekið betur utan um málaflokkinn í heild sinni. Fyrir utan að bjóða upp á sálfræðimeðferðir munu samtökin standa fyrir herferðum, halda utan um rannsóknir og annað. Meðal atriða sem Pieta leggur áherslu á er að ekki sé hægt að búast við að manneskja í mikilli neyð leiti sér sjálf hjálpar. Því þurfi að virkja samfélagið; vinnufélaga, vini, skólafólk og aðila innan íþróttahreyfinga til að læra að þekkja einkennin. „Þá er hægt að bregðast við fljótt, til dæmis með því að panta tíma hjá okkur. Fjölskyldan ber þetta oft ein en fjölskyldan verður líka oft samdauna vandanum og gerir sér ekki grein fyrir hættumerkjunum,“ segir Auður. Send heim með lyfSigrún Halla TryggvadóttirSigrún Halla Tryggvadóttir var lögð fyrst inn eftir sjálfsvígstilraun þegar hún var 22 ára gömul. Hún fagnar stofnun Pieta á Íslandi enda hafi hún fundið á eigin skinni að úrræðaleysi í íslensku heilbrigðiskerfi er algjört. Alls fór hún fjórum sinnum inn á geðdeild og var aldrei lengur en fjóra daga inni. „Af því að ég leit út fyrir að hafa allt á hreinu á yfirborðinu þá var sagt að ég gæti alveg farið heim, því ég væri svo skynsöm. Þá var ég send heim með lyf. Svo sat ég heima og beið þess að lyfin létu mér batna. Auðvitað batnaði mér ekki þannig,“ segir Sigrún. Vandi Sigrúnar var ekki tekinn nægilega alvarlega og í raun gerði hún sér ekki sjálf grein fyrir alvarleikanum. „Ég var fullviss um að ég væri bara aumingi. En í raun er fólk sem reynir sjálfsvíg bara venjulegt fólk að ganga í gegnum tilfinningalega krísu. Spítalar eru fyrir sjúklinga – þar eru læknar í hvítum sloppum á kontórnum og svo við sjúklingarnir. Það sem Pieta mun bjóða upp á er mun aðgengilegra, fólk er ekki gert að sjúklingum og fær meðferð við vandanum.“
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira