Putin sagður vera holdgervingur spillingar Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2016 12:15 Vladimir Putin, forseti Rússlands. Vísir/EPA Starfsmaður fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna segir Vladimir Putin, forseta Rússlands, vera holdgerving spillingar. Yfirvöld þar í landi hafi vitað af spillingu Putin um árabil og að hann hafi safnað sér gífurlegum auðæfum í laumi. „Við höfum séð hann gera vini og bandamenn sína ríka og setja þá sem hann telur ekki vera vini sína til hliðar og nota eigur ríkisins til þess,“ sagði Adam Szubin við fréttamenn Panorama á BBC. „Hvort sem hann notar orkuauðæfi Rússlands eða annars konar ríkissamninga, þá hyglir hann fólki sem hann telur að muni þjóna sér og útskúfar aðra. Fyrir mér er það holdgerving spillingar.“Szubin sagði að Putin væri með um 110 þúsund dali í laun á ári, sem samsvarar um 14 milljónum króna. Það gæfi ekki raunhæfa mynd af auði forsetans. Þá hefði hann hlotið þjálfun og reynslu í því að fela auðæfi sín.Talsmaður Putin segir hins vegar að þessar ásakanir eigi sér ekki stoðir í raunveruleikanum og séu „hreinar vangaveltur og meiðyrði“. Dmitry Peskov sagði við TASS fréttaveituna, sem er í eigu rússneska ríkisins, að mögulega væru ásakanirnar hluti af herferð sem fæli í sér að rægja Putin.BBC nefnir sérstaklega snekkju sem Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er sagður hafa gefið Putin. Snekkjan er sögð hafa verði um 35 milljóna dala virði, um 4,5 milljarðar króna, og 57 metra löng.Dmitry Skarga, fyrrverandi eigandi flutningafyrirtækisins Sovcomflot, segist hafa verið vitni að því að snekkjan hafi verið gjöf til forsetans. Þá segir hann rekstur snekkjunnar hafa verið á kostnað ríkisins. Peskov segir einnig að þetta sé rangt. Hann viti persónulega til þess að Putin eigi ekki snekkju.Með lægri laun en aðrir Í þætti Panorama var vitnað í skýrslu leyniþjónustu Bandaríkjanna frá árinu 2007 þar sem talið var að Putin ætti um 40 milljarða dala, um 5200 milljarða króna. Hann hefur áður neitað fregnum af því að vera ríkasti maður Evrópu.AFP fréttaveitan bendir á heimasíðu Kremlin, þar sem segir að Putin hafi þénað 104 þúsund dali í fyrra, rúmar 13 milljónir króna. Hann eigi þrjá bíla sem séu framleiddir í Rússlandi, 77 fermetra íbúð, bílskúr og litla landareign. Laun Putin eru sögð vera mun minni en annarra háttsettra embættismanna og flestra ráðherra. Margir þeirra eigi flota af dýrum bílum og íbúðir víða um Evrópu. Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Starfsmaður fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna segir Vladimir Putin, forseta Rússlands, vera holdgerving spillingar. Yfirvöld þar í landi hafi vitað af spillingu Putin um árabil og að hann hafi safnað sér gífurlegum auðæfum í laumi. „Við höfum séð hann gera vini og bandamenn sína ríka og setja þá sem hann telur ekki vera vini sína til hliðar og nota eigur ríkisins til þess,“ sagði Adam Szubin við fréttamenn Panorama á BBC. „Hvort sem hann notar orkuauðæfi Rússlands eða annars konar ríkissamninga, þá hyglir hann fólki sem hann telur að muni þjóna sér og útskúfar aðra. Fyrir mér er það holdgerving spillingar.“Szubin sagði að Putin væri með um 110 þúsund dali í laun á ári, sem samsvarar um 14 milljónum króna. Það gæfi ekki raunhæfa mynd af auði forsetans. Þá hefði hann hlotið þjálfun og reynslu í því að fela auðæfi sín.Talsmaður Putin segir hins vegar að þessar ásakanir eigi sér ekki stoðir í raunveruleikanum og séu „hreinar vangaveltur og meiðyrði“. Dmitry Peskov sagði við TASS fréttaveituna, sem er í eigu rússneska ríkisins, að mögulega væru ásakanirnar hluti af herferð sem fæli í sér að rægja Putin.BBC nefnir sérstaklega snekkju sem Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er sagður hafa gefið Putin. Snekkjan er sögð hafa verði um 35 milljóna dala virði, um 4,5 milljarðar króna, og 57 metra löng.Dmitry Skarga, fyrrverandi eigandi flutningafyrirtækisins Sovcomflot, segist hafa verið vitni að því að snekkjan hafi verið gjöf til forsetans. Þá segir hann rekstur snekkjunnar hafa verið á kostnað ríkisins. Peskov segir einnig að þetta sé rangt. Hann viti persónulega til þess að Putin eigi ekki snekkju.Með lægri laun en aðrir Í þætti Panorama var vitnað í skýrslu leyniþjónustu Bandaríkjanna frá árinu 2007 þar sem talið var að Putin ætti um 40 milljarða dala, um 5200 milljarða króna. Hann hefur áður neitað fregnum af því að vera ríkasti maður Evrópu.AFP fréttaveitan bendir á heimasíðu Kremlin, þar sem segir að Putin hafi þénað 104 þúsund dali í fyrra, rúmar 13 milljónir króna. Hann eigi þrjá bíla sem séu framleiddir í Rússlandi, 77 fermetra íbúð, bílskúr og litla landareign. Laun Putin eru sögð vera mun minni en annarra háttsettra embættismanna og flestra ráðherra. Margir þeirra eigi flota af dýrum bílum og íbúðir víða um Evrópu.
Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila