Putin sagður vera holdgervingur spillingar Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2016 12:15 Vladimir Putin, forseti Rússlands. Vísir/EPA Starfsmaður fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna segir Vladimir Putin, forseta Rússlands, vera holdgerving spillingar. Yfirvöld þar í landi hafi vitað af spillingu Putin um árabil og að hann hafi safnað sér gífurlegum auðæfum í laumi. „Við höfum séð hann gera vini og bandamenn sína ríka og setja þá sem hann telur ekki vera vini sína til hliðar og nota eigur ríkisins til þess,“ sagði Adam Szubin við fréttamenn Panorama á BBC. „Hvort sem hann notar orkuauðæfi Rússlands eða annars konar ríkissamninga, þá hyglir hann fólki sem hann telur að muni þjóna sér og útskúfar aðra. Fyrir mér er það holdgerving spillingar.“Szubin sagði að Putin væri með um 110 þúsund dali í laun á ári, sem samsvarar um 14 milljónum króna. Það gæfi ekki raunhæfa mynd af auði forsetans. Þá hefði hann hlotið þjálfun og reynslu í því að fela auðæfi sín.Talsmaður Putin segir hins vegar að þessar ásakanir eigi sér ekki stoðir í raunveruleikanum og séu „hreinar vangaveltur og meiðyrði“. Dmitry Peskov sagði við TASS fréttaveituna, sem er í eigu rússneska ríkisins, að mögulega væru ásakanirnar hluti af herferð sem fæli í sér að rægja Putin.BBC nefnir sérstaklega snekkju sem Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er sagður hafa gefið Putin. Snekkjan er sögð hafa verði um 35 milljóna dala virði, um 4,5 milljarðar króna, og 57 metra löng.Dmitry Skarga, fyrrverandi eigandi flutningafyrirtækisins Sovcomflot, segist hafa verið vitni að því að snekkjan hafi verið gjöf til forsetans. Þá segir hann rekstur snekkjunnar hafa verið á kostnað ríkisins. Peskov segir einnig að þetta sé rangt. Hann viti persónulega til þess að Putin eigi ekki snekkju.Með lægri laun en aðrir Í þætti Panorama var vitnað í skýrslu leyniþjónustu Bandaríkjanna frá árinu 2007 þar sem talið var að Putin ætti um 40 milljarða dala, um 5200 milljarða króna. Hann hefur áður neitað fregnum af því að vera ríkasti maður Evrópu.AFP fréttaveitan bendir á heimasíðu Kremlin, þar sem segir að Putin hafi þénað 104 þúsund dali í fyrra, rúmar 13 milljónir króna. Hann eigi þrjá bíla sem séu framleiddir í Rússlandi, 77 fermetra íbúð, bílskúr og litla landareign. Laun Putin eru sögð vera mun minni en annarra háttsettra embættismanna og flestra ráðherra. Margir þeirra eigi flota af dýrum bílum og íbúðir víða um Evrópu. Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Starfsmaður fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna segir Vladimir Putin, forseta Rússlands, vera holdgerving spillingar. Yfirvöld þar í landi hafi vitað af spillingu Putin um árabil og að hann hafi safnað sér gífurlegum auðæfum í laumi. „Við höfum séð hann gera vini og bandamenn sína ríka og setja þá sem hann telur ekki vera vini sína til hliðar og nota eigur ríkisins til þess,“ sagði Adam Szubin við fréttamenn Panorama á BBC. „Hvort sem hann notar orkuauðæfi Rússlands eða annars konar ríkissamninga, þá hyglir hann fólki sem hann telur að muni þjóna sér og útskúfar aðra. Fyrir mér er það holdgerving spillingar.“Szubin sagði að Putin væri með um 110 þúsund dali í laun á ári, sem samsvarar um 14 milljónum króna. Það gæfi ekki raunhæfa mynd af auði forsetans. Þá hefði hann hlotið þjálfun og reynslu í því að fela auðæfi sín.Talsmaður Putin segir hins vegar að þessar ásakanir eigi sér ekki stoðir í raunveruleikanum og séu „hreinar vangaveltur og meiðyrði“. Dmitry Peskov sagði við TASS fréttaveituna, sem er í eigu rússneska ríkisins, að mögulega væru ásakanirnar hluti af herferð sem fæli í sér að rægja Putin.BBC nefnir sérstaklega snekkju sem Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er sagður hafa gefið Putin. Snekkjan er sögð hafa verði um 35 milljóna dala virði, um 4,5 milljarðar króna, og 57 metra löng.Dmitry Skarga, fyrrverandi eigandi flutningafyrirtækisins Sovcomflot, segist hafa verið vitni að því að snekkjan hafi verið gjöf til forsetans. Þá segir hann rekstur snekkjunnar hafa verið á kostnað ríkisins. Peskov segir einnig að þetta sé rangt. Hann viti persónulega til þess að Putin eigi ekki snekkju.Með lægri laun en aðrir Í þætti Panorama var vitnað í skýrslu leyniþjónustu Bandaríkjanna frá árinu 2007 þar sem talið var að Putin ætti um 40 milljarða dala, um 5200 milljarða króna. Hann hefur áður neitað fregnum af því að vera ríkasti maður Evrópu.AFP fréttaveitan bendir á heimasíðu Kremlin, þar sem segir að Putin hafi þénað 104 þúsund dali í fyrra, rúmar 13 milljónir króna. Hann eigi þrjá bíla sem séu framleiddir í Rússlandi, 77 fermetra íbúð, bílskúr og litla landareign. Laun Putin eru sögð vera mun minni en annarra háttsettra embættismanna og flestra ráðherra. Margir þeirra eigi flota af dýrum bílum og íbúðir víða um Evrópu.
Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira