Pogba: Gerðum þetta af virðingu fyrir Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2016 12:08 Paul Pogba fagnar með víkingaklappinu eftir leik með félögum sínum í franska landsliðinu. Vísir/EPA Paul Pogba og félagar í franska landsliðinu tryggðu sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta með 2-0 sigur á Þýskalandi í undanúrslitaleiknum í gær. Það sem hefur vakið kannski enn meiri athygli hér á landi er hvernig franska landsliðið fagnaði sigrinum í leikslok. Frakkarnir fengu þá lánað „íslenska" víkingaklappið sem hefur öðlast heimsfrægð á síðustu vikum. Frönsku leikmennirnir tóku víkingaklappið með stuðningsmönnum eftir leikinn á Stade Vélodrome í Marseille í gærkvöldi. Margir Íslendingar voru kannski ekki sáttir við að sjá Frakkana fá íslenska fagnið lánað en Frakkarnir hafa alltaf talað vel um íslenska liðið hvort sem það var í aðdraganda leiks liðanna í átta liða úrslitunum eða eftir hann. Paul Pogba útskýrði málið aðeins á Instagram-reikningu sínum: „Gott kvöld allir. Við berum virðingu fyrir Íslandi og þeirra stórkostlegu og hvetjandi fagnaðalátum," skrifaði Paul Pogba. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hafði áður sett það inn á Twitter að það væri ekki fallegt að stela. Alfreð er þó líklega sammála mörgum löndum sínum um það að það væri ein rósin til viðbótar í happagat íslenska liðsins ef Frakkar, eina liðið sem vann Ísland á EM, færi alla leið og tæki Evrópumeistaratitilinn. Það er annars nóg af frétta af Paul Pogba sem verður væntanlega dýrasti knattspyrnumaður heims á næstunni takist Manchester United að kaupa hann af Juventus. Mikill áhugi Real Madrid á leikmanninum hefur líka ratað í heimspressuna. Bonne nuit a tous good evening everyone @equipedefrance #fiersdetrebleus #firstneverfollows #euro2016 and respect for Iceland and their amazing inspiring celebration A video posted by Paul Labile Pogba (@paulpogba) on Jul 7, 2016 at 5:47pm PDT EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Sjá meira
Paul Pogba og félagar í franska landsliðinu tryggðu sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta með 2-0 sigur á Þýskalandi í undanúrslitaleiknum í gær. Það sem hefur vakið kannski enn meiri athygli hér á landi er hvernig franska landsliðið fagnaði sigrinum í leikslok. Frakkarnir fengu þá lánað „íslenska" víkingaklappið sem hefur öðlast heimsfrægð á síðustu vikum. Frönsku leikmennirnir tóku víkingaklappið með stuðningsmönnum eftir leikinn á Stade Vélodrome í Marseille í gærkvöldi. Margir Íslendingar voru kannski ekki sáttir við að sjá Frakkana fá íslenska fagnið lánað en Frakkarnir hafa alltaf talað vel um íslenska liðið hvort sem það var í aðdraganda leiks liðanna í átta liða úrslitunum eða eftir hann. Paul Pogba útskýrði málið aðeins á Instagram-reikningu sínum: „Gott kvöld allir. Við berum virðingu fyrir Íslandi og þeirra stórkostlegu og hvetjandi fagnaðalátum," skrifaði Paul Pogba. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hafði áður sett það inn á Twitter að það væri ekki fallegt að stela. Alfreð er þó líklega sammála mörgum löndum sínum um það að það væri ein rósin til viðbótar í happagat íslenska liðsins ef Frakkar, eina liðið sem vann Ísland á EM, færi alla leið og tæki Evrópumeistaratitilinn. Það er annars nóg af frétta af Paul Pogba sem verður væntanlega dýrasti knattspyrnumaður heims á næstunni takist Manchester United að kaupa hann af Juventus. Mikill áhugi Real Madrid á leikmanninum hefur líka ratað í heimspressuna. Bonne nuit a tous good evening everyone @equipedefrance #fiersdetrebleus #firstneverfollows #euro2016 and respect for Iceland and their amazing inspiring celebration A video posted by Paul Labile Pogba (@paulpogba) on Jul 7, 2016 at 5:47pm PDT
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Sjá meira