Skólameistari biðst afsökunar á ummælum um stúlkur og munntóbaksnotkun Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2016 13:29 Frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Vísir „Ég hélt að það heyrði til undantekninga að stúlkur notuðu þetta en það er að koma í ljós að þetta er býsna útbreitt á meðal stúlkna, þannig að notkunin á munntóbaki er meiri og útbreiddari en ég hélt,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, sem hefur beðist afsökunar á ummælum sínum sem varða stúlkur og munntóbaksnotkun. Í morgun sendi Hjalti Jón áminningu á nemendur skólans þar sem hann beindi sjónum að skólareglum Kvennaskólans er varða notkun hvers kyns tóbaks í húsakynnum skólans, á lóð hans og öllum samkomum og ferðum á vegum skólans. Hann sagði skólayfirvöld leggja að jöfnu hefðbundnar tóbakssígarettur og rafsígarettur en sagði að lokum: „Loks langar mig að lýsa yfir vonbrigðum mínum með það hversu margar stúlkur virðast vera farnar að nota munntóbak.“Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna.vísir/gvaÞessi setning vakti hörð og mikil viðbrögð og sagði Hjalti í öðrum pósti til nemenda að margir hafi skilið orð hans þannig að um mismunun kynjanna hafi verið að ræða. Það var ekki svo að mati Hjalta.Sjá einnig: Sala á íslensku neftóbaki aldrei meiri: Keyptum 36 tonn árið 2015 Hann sagði vonbrigði sín ekki hafa beinst sérstaklega að stúlkum sem nota tóbak heldur hversu útbreidd notkun munntóbaks er orðin meðal nemenda. Áður fyrr hafi hún verið bundin að mestu meðal drengja í Kvennaskólanum en nú noti stúlkur munntóbak miklu meira en áður, og olli útbreiðslan því honum vonbrigðum. „Munntóbaksvandinn er greinilega mjög mikill,“ segir Hjalti við Vísi. Hann segir skólayfirvöld ætla að halda áfram að hvetja nemendur að hætta slíkri neyslu og reyna að fræða þá um hætturnar sem fylgja henni. Í póstinum til nemenda sagðist hann hafa árum saman í sínu starfi reynt að hvetja nemendur til heilbrigðari lífshátta og mælt gegn tóbaksnotkun. „Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að það væru einkum piltar sem tækju tóbak í vörina og satt best að segja hef ég varla orðið þess var að stúlkur gerðu þetta líka. Nú hef ég hins vegar fengið vísbendingar um að munntóbaksnotkun á meðal stúlkna sé að verða býsna almenn. Ég get ekki neitað því að það veldur mér miklum vonbrigðum ef satt er,“ sagði Hjalti í orðsendingunni til nemenda. Hann benti á að baráttan þyrfti því að beinast að báðum kynjum og baðst að lokum afsökunar á að hafa ekki orðað þetta nægjanlega vel í fyrri pósti sínum til nemenda. Tengdar fréttir Ungir karlmenn neyta munntóbaks í meiri mæli Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna. 2. júní 2015 07:17 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Ég hélt að það heyrði til undantekninga að stúlkur notuðu þetta en það er að koma í ljós að þetta er býsna útbreitt á meðal stúlkna, þannig að notkunin á munntóbaki er meiri og útbreiddari en ég hélt,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, sem hefur beðist afsökunar á ummælum sínum sem varða stúlkur og munntóbaksnotkun. Í morgun sendi Hjalti Jón áminningu á nemendur skólans þar sem hann beindi sjónum að skólareglum Kvennaskólans er varða notkun hvers kyns tóbaks í húsakynnum skólans, á lóð hans og öllum samkomum og ferðum á vegum skólans. Hann sagði skólayfirvöld leggja að jöfnu hefðbundnar tóbakssígarettur og rafsígarettur en sagði að lokum: „Loks langar mig að lýsa yfir vonbrigðum mínum með það hversu margar stúlkur virðast vera farnar að nota munntóbak.“Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna.vísir/gvaÞessi setning vakti hörð og mikil viðbrögð og sagði Hjalti í öðrum pósti til nemenda að margir hafi skilið orð hans þannig að um mismunun kynjanna hafi verið að ræða. Það var ekki svo að mati Hjalta.Sjá einnig: Sala á íslensku neftóbaki aldrei meiri: Keyptum 36 tonn árið 2015 Hann sagði vonbrigði sín ekki hafa beinst sérstaklega að stúlkum sem nota tóbak heldur hversu útbreidd notkun munntóbaks er orðin meðal nemenda. Áður fyrr hafi hún verið bundin að mestu meðal drengja í Kvennaskólanum en nú noti stúlkur munntóbak miklu meira en áður, og olli útbreiðslan því honum vonbrigðum. „Munntóbaksvandinn er greinilega mjög mikill,“ segir Hjalti við Vísi. Hann segir skólayfirvöld ætla að halda áfram að hvetja nemendur að hætta slíkri neyslu og reyna að fræða þá um hætturnar sem fylgja henni. Í póstinum til nemenda sagðist hann hafa árum saman í sínu starfi reynt að hvetja nemendur til heilbrigðari lífshátta og mælt gegn tóbaksnotkun. „Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að það væru einkum piltar sem tækju tóbak í vörina og satt best að segja hef ég varla orðið þess var að stúlkur gerðu þetta líka. Nú hef ég hins vegar fengið vísbendingar um að munntóbaksnotkun á meðal stúlkna sé að verða býsna almenn. Ég get ekki neitað því að það veldur mér miklum vonbrigðum ef satt er,“ sagði Hjalti í orðsendingunni til nemenda. Hann benti á að baráttan þyrfti því að beinast að báðum kynjum og baðst að lokum afsökunar á að hafa ekki orðað þetta nægjanlega vel í fyrri pósti sínum til nemenda.
Tengdar fréttir Ungir karlmenn neyta munntóbaks í meiri mæli Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna. 2. júní 2015 07:17 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Ungir karlmenn neyta munntóbaks í meiri mæli Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna. 2. júní 2015 07:17