Innlent

Ungir karlmenn neyta munntóbaks í meiri mæli

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna.
Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna. vísir/gva
Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna. Óveruleg aukning var á heildartíðni notkunar tóbaks í vör hjá körlum en heildarnotkun hjá konum er áfram mjög lág.

Dagleg notkun er breytileg eftir aldri en hún eykst til að mynda enn hjá yngsta aldurshópi karla á aldrinum 18-24 ára, eða úr fimmtán prósentum árið 2012 í 23 prósent árið 2015. Þetta kemur fram í nýjum talnabrunni landlæknis en þar segir að dagleg notkun tóbaks í vör sé minni hjá þeim sem eldri eru, frá 25 ára aldri.

Tíðni daglegrar neyslu tóbaks í nef hefur heldur aukist, eða úr 1,9% árið 2012 í 3,4% árið 2015 og dreifist sú aukning nokkuð jafnt á aldurshópana 18–44 ára. Tíðni daglegrar notkunar á tóbaki í nef er um og yfir 10% hjáþessum aldurshópum. Hjá elstu aldurshópunum dregur úr notkun tóbaks í nef.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×