Einkunnir gegn Portúgal: Hannes bestur 14. júní 2016 21:04 Hannes var valinn maður leiksins af Vísi í kvöld, en hann átti frábæran leik. vísir/getty Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi, en leikið var í Saint-Étienne. Frammistaða íslenska liðsins og barátta var til mikillar fyrirmyndar, en hér að neðan má sjá einkunnir Vísis úr leiknum. Hannes Þór Halldórsson var valinn maður leiksins með átta í einkunn, en fjórir aðrir leikmenn voru með átta í einkunn.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 - maður leiksins Einkar öruggur í öllum sínum aðgerðum. Gat lítið gert í markinu og hélt íslenska liðinu á floti með frábærri frammistöðu þegar það lá mest á liðinu í fyrri hálfleik.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Mistækur í upphafi leiks en var ekki refsað fyrir þau og gerði margt vel í seinni hálfleikKári Árnason, miðvörður 7 Var illa staðsettur í marki Portúgals en lét það ekki slá sig af laginu. Stóð vaktina frábærlega í síðari hálfleik eins og allt íslenska liðið.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Var frábær, eins og svo oft áður. Ber enga virðingu fyrir andstæðinginum og lætur hann ekki komast upp með neitt.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7 Lenti í vandræðum í fyrri háflleik en vann á. Þegar skipulagið heldur hjá íslenska liðinu nýtur Ari sín frábærlega.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Lagði upp markið og það gerði mikið fyrir hann eftir að Jóhann hafði átt fremur rólegan dag. Vinnuþjarkur, eins og alltaf og allir í íslenska liðinu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Stundum tæpur í fyrri hálfleiknum með sendingar sínar en akkerið í miðjunni. Öskraði sína menn áfram og kom oft til bjargar í hættulegum sóknum Portúgala.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 6 Lét finna fyrir sér en náði ekki að stýra sóknarleiknum eins og hann þarf að gera til að við náum okkur á strik og fáum ró í sóknarleikinn. Eigum hann inni.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 8 Birkir var ákveðinn á vinstri kantinum, fékk eitt færi og nýtti það sem er langt í frá sjálfsagt á stóra sviðinu. Allir hugsuðu „íslenskir víkingar“ þegar hann fagnaði marki sínuJón Daði Böðvarsson, framherji 8 Stimplaði sig inn strax í byrjun þegar hann skapaði dauðafæri fyrir Gylfa eftir stórkostlega takta. Rosalega duglegur, tók hárréttar ákvarðanir og steig varla feilspor í leiknum.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Kolbeinn lét miðverði Portúgals líta illa út og tapaði varla skallaeinvígi í leiknum. Því miður vannst seinni bolti ekki nógu oft. Sívinnandi og truflandi varnarmennina.Varamenn:Alfreð Finnbogason - (Kom inn á fyrir Kolbein á 80. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en var óheppinn að skora ekki er frábært skot hans var varið.Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 89. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi, en leikið var í Saint-Étienne. Frammistaða íslenska liðsins og barátta var til mikillar fyrirmyndar, en hér að neðan má sjá einkunnir Vísis úr leiknum. Hannes Þór Halldórsson var valinn maður leiksins með átta í einkunn, en fjórir aðrir leikmenn voru með átta í einkunn.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 - maður leiksins Einkar öruggur í öllum sínum aðgerðum. Gat lítið gert í markinu og hélt íslenska liðinu á floti með frábærri frammistöðu þegar það lá mest á liðinu í fyrri hálfleik.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Mistækur í upphafi leiks en var ekki refsað fyrir þau og gerði margt vel í seinni hálfleikKári Árnason, miðvörður 7 Var illa staðsettur í marki Portúgals en lét það ekki slá sig af laginu. Stóð vaktina frábærlega í síðari hálfleik eins og allt íslenska liðið.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Var frábær, eins og svo oft áður. Ber enga virðingu fyrir andstæðinginum og lætur hann ekki komast upp með neitt.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7 Lenti í vandræðum í fyrri háflleik en vann á. Þegar skipulagið heldur hjá íslenska liðinu nýtur Ari sín frábærlega.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Lagði upp markið og það gerði mikið fyrir hann eftir að Jóhann hafði átt fremur rólegan dag. Vinnuþjarkur, eins og alltaf og allir í íslenska liðinu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Stundum tæpur í fyrri hálfleiknum með sendingar sínar en akkerið í miðjunni. Öskraði sína menn áfram og kom oft til bjargar í hættulegum sóknum Portúgala.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 6 Lét finna fyrir sér en náði ekki að stýra sóknarleiknum eins og hann þarf að gera til að við náum okkur á strik og fáum ró í sóknarleikinn. Eigum hann inni.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 8 Birkir var ákveðinn á vinstri kantinum, fékk eitt færi og nýtti það sem er langt í frá sjálfsagt á stóra sviðinu. Allir hugsuðu „íslenskir víkingar“ þegar hann fagnaði marki sínuJón Daði Böðvarsson, framherji 8 Stimplaði sig inn strax í byrjun þegar hann skapaði dauðafæri fyrir Gylfa eftir stórkostlega takta. Rosalega duglegur, tók hárréttar ákvarðanir og steig varla feilspor í leiknum.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Kolbeinn lét miðverði Portúgals líta illa út og tapaði varla skallaeinvígi í leiknum. Því miður vannst seinni bolti ekki nógu oft. Sívinnandi og truflandi varnarmennina.Varamenn:Alfreð Finnbogason - (Kom inn á fyrir Kolbein á 80. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en var óheppinn að skora ekki er frábært skot hans var varið.Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 89. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30