Árásarmaðurinn í Berlín sagður 23 ára Pakistani Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2016 08:17 Alls tólf eru látnir og 48 særðir eftir að maðurinn ók vörubíl inn í fjölfarinn jólamarkað í Charlottenburg-hverfinu í Berlín í gær. Vísir/AFP Þýska blaðið Die Welt greinir frá því að árásarmaðurinn í Berlín sé 23 ára maður frá Pakistan. Blaðið kallar hann Naved B og segir fæðingardag hans vera 1. janúar 1993 og á hann að hafa komið til landsins í febrúar á þessu ári. Alls tólf eru látnir og 48 særðir eftir að maðurinn ók vörubíl inn í fjölfarinn jólamarkað í Charlottenburg-hverfinu í Berlín í gær. Þýska lögreglan telur nær fullvíst að um sé að ræða hryðjuverkaárás og rannsakar árásina sem slíka. Die Welt greinir frá því að öryggissveitir hafi gert áhlaup inn í flugskýli á Tempelhof-flugvelli í Berlín þar sem maðurinn er sagður hafa dvalið ásamt öðrum flóttamönnum. Maðurinn er sagður þekktur hjá lögreglunni fyrir smáglæpi en aldrei verið talinn hafa tengsl við hryðjuverkasamtök. Hann komst undan eftir árásina en var handtekinn nokkru síðar, um tveimur kílómetrum frá jólamarkaðnum. Sjónarvottur á að hafa elt manninn er hann lagði á flótta frá staðnum og tókst lögreglu loks að hafa uppi á honum. Árásarmaðurinn á að hafa farið út úr bílnum og hlaupið inn í garðinn Tiergarten. Einn maður fannst látinn í flutningabílnum; pólskur ríkisborgari en talið er að árásarmaðurinn hafi myrt hann og stolið bílnum. Eigandi flutningafyrirtækisins og frændi bílstjórans staðfesti við lögreglu að ekki hafi náðst í hann frá klukkan fjögur í gærdag. Flutningabíllinn var á pólskum númerum og inni í honum voru stálbitar, en losa átti farminn í dag. Jólamarkaðurinn í Charlottenburg er afar vinsæll enda skammt frá helstu verslunargötu borgarinnar, Kurfürstendamm. Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni en utanríkisráðuneytið hvetur alla Íslendinga í Berlín sem ekki hafa látið vita af sér, að gera það svo fljótt sem auðið er. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Tala látinna í Berlín komin í tólf Lögreglan gengur út frá því að um hryðjuverkaárás sé að ræða. 20. desember 2016 07:39 Hryllingur á jólamarkaði í Berlín Minnst níu létust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gær. Íslendingar í borginni segja fólk í sjokki vegna atviksins. 20. desember 2016 06:45 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Þýska blaðið Die Welt greinir frá því að árásarmaðurinn í Berlín sé 23 ára maður frá Pakistan. Blaðið kallar hann Naved B og segir fæðingardag hans vera 1. janúar 1993 og á hann að hafa komið til landsins í febrúar á þessu ári. Alls tólf eru látnir og 48 særðir eftir að maðurinn ók vörubíl inn í fjölfarinn jólamarkað í Charlottenburg-hverfinu í Berlín í gær. Þýska lögreglan telur nær fullvíst að um sé að ræða hryðjuverkaárás og rannsakar árásina sem slíka. Die Welt greinir frá því að öryggissveitir hafi gert áhlaup inn í flugskýli á Tempelhof-flugvelli í Berlín þar sem maðurinn er sagður hafa dvalið ásamt öðrum flóttamönnum. Maðurinn er sagður þekktur hjá lögreglunni fyrir smáglæpi en aldrei verið talinn hafa tengsl við hryðjuverkasamtök. Hann komst undan eftir árásina en var handtekinn nokkru síðar, um tveimur kílómetrum frá jólamarkaðnum. Sjónarvottur á að hafa elt manninn er hann lagði á flótta frá staðnum og tókst lögreglu loks að hafa uppi á honum. Árásarmaðurinn á að hafa farið út úr bílnum og hlaupið inn í garðinn Tiergarten. Einn maður fannst látinn í flutningabílnum; pólskur ríkisborgari en talið er að árásarmaðurinn hafi myrt hann og stolið bílnum. Eigandi flutningafyrirtækisins og frændi bílstjórans staðfesti við lögreglu að ekki hafi náðst í hann frá klukkan fjögur í gærdag. Flutningabíllinn var á pólskum númerum og inni í honum voru stálbitar, en losa átti farminn í dag. Jólamarkaðurinn í Charlottenburg er afar vinsæll enda skammt frá helstu verslunargötu borgarinnar, Kurfürstendamm. Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni en utanríkisráðuneytið hvetur alla Íslendinga í Berlín sem ekki hafa látið vita af sér, að gera það svo fljótt sem auðið er.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Tala látinna í Berlín komin í tólf Lögreglan gengur út frá því að um hryðjuverkaárás sé að ræða. 20. desember 2016 07:39 Hryllingur á jólamarkaði í Berlín Minnst níu létust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gær. Íslendingar í borginni segja fólk í sjokki vegna atviksins. 20. desember 2016 06:45 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Tala látinna í Berlín komin í tólf Lögreglan gengur út frá því að um hryðjuverkaárás sé að ræða. 20. desember 2016 07:39
Hryllingur á jólamarkaði í Berlín Minnst níu létust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gær. Íslendingar í borginni segja fólk í sjokki vegna atviksins. 20. desember 2016 06:45