Bild: Pólski vörubílstjórinn var á lífi þegar ekið var inn á jólamarkaðinn Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2016 10:30 Brandenborgarhliðið í Berlín baðað þýsku fánalitunum til að minnast fórnarlamba árásarinnar. Vísir/AFP Pólski vörubílstjórinn Lukasz Urban var á lífi inni í vörubílnum þegar árásarmaður ók honum inn á jólamarkaðinn í Berlín á mánudagskvöldið. Er líklegt að Urban hafi reynt að stöðva árásarmanninn. Þýska blaðið Bild greinir frá þessu og vísar í ónafngreindar heimildir innan lögreglunnar sem eiga að hafa fundið vísbendingar þessa efnis við rannsókn og krufningu mannsins. Í dag greinir Spiegel svo frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. Eiga persónuskilríki hans að hafa fundist í vörubílnum. Að minnsta kosti tólf manns fórust og fimmtíu slösuðust þegar bílnum var ekið inn á markaðinn Breitscheidplatz. Lögregla segir allt benda til að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða og gengur árásarmaðurinn enn laus. Í frétt SVT segir að vörubíllinn sem notaður var í árásinni hafi verið í eigu pólsks fyrirtækis og hafi forsvarsmenn þess sagt að ekkert hafi spurst til mannsins eftir klukkan 16 á mánudaginum. Hann átti að skila farminum, stálbitum, í Berlín á mánudag, en átti svo að halda heim til Póllands. Hann hafði komið frá Ítalíu með farminn. Bild greinir frá því að öryggismyndavélar sýni að Urban hafi verið á kebabstað um klukkan 14. Um klukkustund síðar hringdi hann í eiginkonu sína og þegar hún reyndi að hringja til baka um klukkan 16 hafi hann ekki svarað. „Þetta hlýtur að hafa verið barátta,“ segir heimildarmaður Bild sem telur að Urban hafi verið stunginn með hníf þegar hann hafi reynt að taka í stýrið og koma í veg fyrir ódæði árásarmannsins. Þegar vörubíllinn nam svo staðar eftir að hafa ekið í gegnum markaðinn á árásarmaðurinn að hafa skotið Urban til bana og svo hlaupið á brott. Lík Urban fannst í vörubílnum. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Í beinni: Árás á jólamarkað í Berlín Á annan tug eru látnir og tæplega fimmtíu slasaðir eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 10:02 Þetta vitum við um árásina á jólamarkaðinn í Berlín Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 09:05 Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Pólski vörubílstjórinn Lukasz Urban var á lífi inni í vörubílnum þegar árásarmaður ók honum inn á jólamarkaðinn í Berlín á mánudagskvöldið. Er líklegt að Urban hafi reynt að stöðva árásarmanninn. Þýska blaðið Bild greinir frá þessu og vísar í ónafngreindar heimildir innan lögreglunnar sem eiga að hafa fundið vísbendingar þessa efnis við rannsókn og krufningu mannsins. Í dag greinir Spiegel svo frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. Eiga persónuskilríki hans að hafa fundist í vörubílnum. Að minnsta kosti tólf manns fórust og fimmtíu slösuðust þegar bílnum var ekið inn á markaðinn Breitscheidplatz. Lögregla segir allt benda til að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða og gengur árásarmaðurinn enn laus. Í frétt SVT segir að vörubíllinn sem notaður var í árásinni hafi verið í eigu pólsks fyrirtækis og hafi forsvarsmenn þess sagt að ekkert hafi spurst til mannsins eftir klukkan 16 á mánudaginum. Hann átti að skila farminum, stálbitum, í Berlín á mánudag, en átti svo að halda heim til Póllands. Hann hafði komið frá Ítalíu með farminn. Bild greinir frá því að öryggismyndavélar sýni að Urban hafi verið á kebabstað um klukkan 14. Um klukkustund síðar hringdi hann í eiginkonu sína og þegar hún reyndi að hringja til baka um klukkan 16 hafi hann ekki svarað. „Þetta hlýtur að hafa verið barátta,“ segir heimildarmaður Bild sem telur að Urban hafi verið stunginn með hníf þegar hann hafi reynt að taka í stýrið og koma í veg fyrir ódæði árásarmannsins. Þegar vörubíllinn nam svo staðar eftir að hafa ekið í gegnum markaðinn á árásarmaðurinn að hafa skotið Urban til bana og svo hlaupið á brott. Lík Urban fannst í vörubílnum.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Í beinni: Árás á jólamarkað í Berlín Á annan tug eru látnir og tæplega fimmtíu slasaðir eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 10:02 Þetta vitum við um árásina á jólamarkaðinn í Berlín Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 09:05 Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Í beinni: Árás á jólamarkað í Berlín Á annan tug eru látnir og tæplega fimmtíu slasaðir eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 10:02
Þetta vitum við um árásina á jólamarkaðinn í Berlín Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 09:05
Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42