Hodgson um tapið á móti Íslandi: Ég trúði því ekki að þetta gæti gerst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 09:30 Roy Hodgson og fögnuður íslenska landsliðsins. Vísir/Getty og EPA Roy Hodgson, fyrrum þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið atvinnulaus síðan að hann sagði af sér eftir tapið á móti Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi í sumar. Hodgson hefur ekki veitt dagblaði viðtal eftir leikinn á móti Íslandi í júní fyrr en nú þegar hann fór yfir eitt óvæntasta tap í sögu Evrópukeppninnar með blaðamanni The Times. „Þetta kom okkur algjörlega á óvart. Allur aðdragandi leiksins gaf okkur falskt öryggi, ekki bara hjá leikmönnunum heldur hjá þjálfurunum líka,“ sagði Roy Hodgson í viðtalinu í The Times. „Við fórum inn í leikinn hugsandi að við værum betri en liðið sem við vorum að fara að mæta. Við værum með betri leikmenn og við erum í góðu standi og góðu formi. Við mættum fullir sjálfstraust um að hlutirnir myndu falla með okkur,“ sagði Hodgson. „Við mættum þarna liði sem kom inn á leikinn á fullu skriði og með vindinn í seglin. Þeir höfðu engu að tapa og við gátum ekki svarað þeim inn á vellinum. Við erum vissulega leiðir yfir þessu en þegar er öllu er á botninn hvolft þá gátum við bara ekki klárað dæmið,“ sagði Hodgson. „Við undirbjuggum okkur vel fyrir Íslandsleikinn og allt gekk vel. Æfingarnar heppnuðust vel og allir voru tilbúnir," sagði Hodgson. „Við eyddum mestum tíma í að vinna í því að halda breiddinni og þeir Daniel Sturridge og Raheem Sterling áttu að koma bakvörðum þeirra í vandræði,“ sagði Hodgson. Leikurinn byrjaði vel fyrir enska liðið sem fékk vítaspyrnu og komst í 1-0 eftir aðeins fjórar mínútur. „Þeir jöfnuðu um leið og það var smá áfall en þeir þegar skoruðu annað markið þá misstum við dampinn. Það endurvakti trú þeirra og að einhverjum ástæðum frusu mínir menn,“ sagði Hodgson. „Við vorum vissir um það í hálfleik að við kæmust aftur í gang enda höfðum við enn 45 mínútur. Í seinni hálfleik fór maður samt að hugsa: Ég trúi því ekki að þetta geti gerst því þetta er svo slæmt móment. Við getum ekki komist í gegnum eftirmála svona taps,“ sagði Roy Hodgson en hvað segir hann um íslenska liðið. „Þeir höfðu leikmennina sem voru tilbúnir að hlaupa, gátu hlaupið og vissu hvert þeir áttu að hlaupa,“ sagði Hodgson og í dag er hann alveg tilbúinn að hrósa íslenska landsliðinu. „Ég dáist af því sem þeir gerðu. Ég er fyrsti maðurinn til að taka hattinn ofan fyrir þeim. Ef einhver spyr mig um íslenska liðið þá mun ég hrósa þeim. Strax eftir að við töpuðum þessum leik þá vildi ég samt ekki heyra orðið Ísland aftur,“ sagði Roy Hodgson en það má finna allt viðtalið við hann hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Sjá meira
Roy Hodgson, fyrrum þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið atvinnulaus síðan að hann sagði af sér eftir tapið á móti Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi í sumar. Hodgson hefur ekki veitt dagblaði viðtal eftir leikinn á móti Íslandi í júní fyrr en nú þegar hann fór yfir eitt óvæntasta tap í sögu Evrópukeppninnar með blaðamanni The Times. „Þetta kom okkur algjörlega á óvart. Allur aðdragandi leiksins gaf okkur falskt öryggi, ekki bara hjá leikmönnunum heldur hjá þjálfurunum líka,“ sagði Roy Hodgson í viðtalinu í The Times. „Við fórum inn í leikinn hugsandi að við værum betri en liðið sem við vorum að fara að mæta. Við værum með betri leikmenn og við erum í góðu standi og góðu formi. Við mættum fullir sjálfstraust um að hlutirnir myndu falla með okkur,“ sagði Hodgson. „Við mættum þarna liði sem kom inn á leikinn á fullu skriði og með vindinn í seglin. Þeir höfðu engu að tapa og við gátum ekki svarað þeim inn á vellinum. Við erum vissulega leiðir yfir þessu en þegar er öllu er á botninn hvolft þá gátum við bara ekki klárað dæmið,“ sagði Hodgson. „Við undirbjuggum okkur vel fyrir Íslandsleikinn og allt gekk vel. Æfingarnar heppnuðust vel og allir voru tilbúnir," sagði Hodgson. „Við eyddum mestum tíma í að vinna í því að halda breiddinni og þeir Daniel Sturridge og Raheem Sterling áttu að koma bakvörðum þeirra í vandræði,“ sagði Hodgson. Leikurinn byrjaði vel fyrir enska liðið sem fékk vítaspyrnu og komst í 1-0 eftir aðeins fjórar mínútur. „Þeir jöfnuðu um leið og það var smá áfall en þeir þegar skoruðu annað markið þá misstum við dampinn. Það endurvakti trú þeirra og að einhverjum ástæðum frusu mínir menn,“ sagði Hodgson. „Við vorum vissir um það í hálfleik að við kæmust aftur í gang enda höfðum við enn 45 mínútur. Í seinni hálfleik fór maður samt að hugsa: Ég trúi því ekki að þetta geti gerst því þetta er svo slæmt móment. Við getum ekki komist í gegnum eftirmála svona taps,“ sagði Roy Hodgson en hvað segir hann um íslenska liðið. „Þeir höfðu leikmennina sem voru tilbúnir að hlaupa, gátu hlaupið og vissu hvert þeir áttu að hlaupa,“ sagði Hodgson og í dag er hann alveg tilbúinn að hrósa íslenska landsliðinu. „Ég dáist af því sem þeir gerðu. Ég er fyrsti maðurinn til að taka hattinn ofan fyrir þeim. Ef einhver spyr mig um íslenska liðið þá mun ég hrósa þeim. Strax eftir að við töpuðum þessum leik þá vildi ég samt ekki heyra orðið Ísland aftur,“ sagði Roy Hodgson en það má finna allt viðtalið við hann hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Sjá meira