Óveðrið á Austurlandi: „Óðs manns æði að fara af stað núna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. desember 2016 17:27 „Við erum bara með sama viðbúnað og alltaf. Okkar björgunarsveitarmenn eru ávallt reiðubúnir til aðstoðar þegar á þarf að halda en núna eru björgunarsveitarmenn þar sem versta veðrið ermeð varann á sér,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi en veður fer nú versnandi á Austurlandi og er hætta á að fjallvegir þar lokist á næstunni. Nú þegar hefur vegunum um Mývatns-og Möðrudalsöræfi verið lokað, sem og vegunum um Oddskarð, Skeiðarársand og Öræfasveit. Nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar og hér má lesa um þjónustu Vegagerðarinnar yfir jól og áramót. Þorsteinn segir að skilaboð Landsbjargar séu einföld. „Það er óðs manns æði að fara af stað núna. Þða er ekkert ferðaveður á þessum svæðum svo fólk á bara að halda kyrru fyrir. Það er miklu betra að bíða þetta af sér heldur en að vera fastur uppi á heiði í myrkri og kulda og bíða björgunar, þurfa að skilja bílinn eftir og svo framvegis,“ segir Þorsteinn. Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur, segir að veðrið gangi í raun ekki niður fyrr en síðdegis á morgun. „Þetta verður aðeins skrárra í fyrramálið en svo batnar þetta ekki almennilega fyrr en síðdegis og annað kvöld verður komið rólegasta veður. Þá fjarlægist lægðin og er úr sögunni en svo kemur frænka hennar á jóladag þegar við fáum hvassa norðanátt með snjókomu á Norður-og Austurlandi. Þar verður versta veðrið en það mun snjóa víðar á landinu,“ segir Teitur. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að í kvöld muni lægja mikið fyrir austan Klaustur og í Öræfum en í Suðursveit og Hornafirði er útlit fyrir vindröst af jökli með hviðum allt að 35 til 40 metrar á sekúndu allt til klukkan 9 í fyrramálið. Á Austfjörðum og Austurlandi helst stórhríðin með norðan 15 til 22 metrum á sekúndu allt til morguns og skánar ekki að ráði fyrr en um hádegi. Austan til á Norðurlandi mun einnig snjóa víðast hvar til morguns og verður sums staðar skafrenningur og takmarkað skyggni. Vestan Eyjafjarðar verður skaplegra veður, víða snjókoma en að mestu laust við skafrenning.Veðurspá Veðurstofu Íslands má lesa hér að neðan:Norðlæg átt 15-25 metrar á sekúndu í kvöld, en 10-18 um landið vestanvert. Víða snjókoma á landinu og vægt frost, talsverð ofankoma norðaustanlands. Rigning eða slydda með austurströndinni og frostlaust þar.Lægir smám saman á morgun, hæg breytileg átt annað kvöld og úrkomulítið, en dálítil snjómugga norðanlands. Kólnar í veðri.Á sunnudag (jóladagur):Hvöss norðaustananátt um landið norðan- og austanvert og snjókoma, en slydda eða rigning við austurströndina. Allhvöss vestlæg átt sunnan- og suðvestanlands með éljagangi. Hiti um og undir frostmarki, en frostlaust með austurströndinni.Á mánudag (annar í jólum):Suðlæg átt og víða dálítil él, en snjókoma fram eftir degi norðaustanlands. Frost 0 til 8 stig. Slydda eða snjókoma á Suður- og Vesturlandi um kvöldið, en rigning við sjávarsíðuna og hlýnar í veðri.Á þriðjudag:Sunnan hvassviðri eða stormur og rigning, talsverð eða mikil úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 4 til 10 stig. Veður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
„Við erum bara með sama viðbúnað og alltaf. Okkar björgunarsveitarmenn eru ávallt reiðubúnir til aðstoðar þegar á þarf að halda en núna eru björgunarsveitarmenn þar sem versta veðrið ermeð varann á sér,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi en veður fer nú versnandi á Austurlandi og er hætta á að fjallvegir þar lokist á næstunni. Nú þegar hefur vegunum um Mývatns-og Möðrudalsöræfi verið lokað, sem og vegunum um Oddskarð, Skeiðarársand og Öræfasveit. Nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar og hér má lesa um þjónustu Vegagerðarinnar yfir jól og áramót. Þorsteinn segir að skilaboð Landsbjargar séu einföld. „Það er óðs manns æði að fara af stað núna. Þða er ekkert ferðaveður á þessum svæðum svo fólk á bara að halda kyrru fyrir. Það er miklu betra að bíða þetta af sér heldur en að vera fastur uppi á heiði í myrkri og kulda og bíða björgunar, þurfa að skilja bílinn eftir og svo framvegis,“ segir Þorsteinn. Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur, segir að veðrið gangi í raun ekki niður fyrr en síðdegis á morgun. „Þetta verður aðeins skrárra í fyrramálið en svo batnar þetta ekki almennilega fyrr en síðdegis og annað kvöld verður komið rólegasta veður. Þá fjarlægist lægðin og er úr sögunni en svo kemur frænka hennar á jóladag þegar við fáum hvassa norðanátt með snjókomu á Norður-og Austurlandi. Þar verður versta veðrið en það mun snjóa víðar á landinu,“ segir Teitur. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að í kvöld muni lægja mikið fyrir austan Klaustur og í Öræfum en í Suðursveit og Hornafirði er útlit fyrir vindröst af jökli með hviðum allt að 35 til 40 metrar á sekúndu allt til klukkan 9 í fyrramálið. Á Austfjörðum og Austurlandi helst stórhríðin með norðan 15 til 22 metrum á sekúndu allt til morguns og skánar ekki að ráði fyrr en um hádegi. Austan til á Norðurlandi mun einnig snjóa víðast hvar til morguns og verður sums staðar skafrenningur og takmarkað skyggni. Vestan Eyjafjarðar verður skaplegra veður, víða snjókoma en að mestu laust við skafrenning.Veðurspá Veðurstofu Íslands má lesa hér að neðan:Norðlæg átt 15-25 metrar á sekúndu í kvöld, en 10-18 um landið vestanvert. Víða snjókoma á landinu og vægt frost, talsverð ofankoma norðaustanlands. Rigning eða slydda með austurströndinni og frostlaust þar.Lægir smám saman á morgun, hæg breytileg átt annað kvöld og úrkomulítið, en dálítil snjómugga norðanlands. Kólnar í veðri.Á sunnudag (jóladagur):Hvöss norðaustananátt um landið norðan- og austanvert og snjókoma, en slydda eða rigning við austurströndina. Allhvöss vestlæg átt sunnan- og suðvestanlands með éljagangi. Hiti um og undir frostmarki, en frostlaust með austurströndinni.Á mánudag (annar í jólum):Suðlæg átt og víða dálítil él, en snjókoma fram eftir degi norðaustanlands. Frost 0 til 8 stig. Slydda eða snjókoma á Suður- og Vesturlandi um kvöldið, en rigning við sjávarsíðuna og hlýnar í veðri.Á þriðjudag:Sunnan hvassviðri eða stormur og rigning, talsverð eða mikil úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 4 til 10 stig.
Veður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?