Styrjaldir í tugum landa um víða veröld Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. desember 2016 07:00 Íbúar í húsi, sem eyðilagt var í sprengjuárásum í Salaheddin-hverfinu í Aleppo, fylgdust með þegar fólk var flutt frá borginni með strætisvögnum fyrr í mánuðinum. Brottflutningnum var lokið nú á fimmtudaginn og hefur stjórnarherinn þá náð allri borginni á sitt vald. Nordicphotos/AFP Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur náð austurhluta borgarinnar Aleppo úr höndum uppreisnarmanna eftir fjögurra ára umsátur og margra vikna herferð með sprengjuárásum. Við þetta verða ákveðin tímamót í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi, þótt ekkert bendi til annars en að hún geti geisað áfram næstu misserin. Á þessu ári hafa hátt í 50 þúsund manns látið lífið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Tugir þúsunda hafa einnig látið lífið í Írak og Afganistan og vopnuð átök hafa kostað þúsundir manna lífið í Sómalíu, Nígeríu, Suður-Súdan, Líbíu og víðar.Vopnaðir Houthi-liðar á samkomu í höfuðborginni Sanaa í Jemen í nóvember, þar sem verið var að safna liði til baráttunnar gegn Sádi-Aröbum og stjórnarhernum. Blóðugir bardagar hafa geisað þar í landi í næstum tvö ár.Nordicphotos/AFPÞessi upptalning er engan veginn tæmandi. Stríðshörmungar eru svo víða að aðeins brot af þeim ratar í fréttir nema á nærliggjandi svæðum. Borgarastyrjöldin í Jemen hefur til dæmis kostað rúmlega þúsund manns lífið á þessu ári, til viðbótar við þau sex til sjö þúsund sem létu þar lífið á síðasta ári. Þar í landi hafa Houthi-menn barist við stjórnarherinn og Sádi-Araba í bráðum tvö ár, en fallið að verulegu leyti í skuggann af átökunum miklu í Sýrlandi og Írak.Um tuttugu stúlkur fengu frelsið í október eftir að hafa verið í haldi vígasamtakanna Boko Haram í norðaustanverðri Nígeríu í tvö og hálft ár.Nordicphotos/AFPÍ Nígeríu hafa liðsmenn vígasveita Boko Haram áfram herjað á landsmenn, þótt stjórnarhernum hafi reyndar orðið eitthvað ágengt við að þrengja að þeim. Víða eru það íslamskir öfgahópar af ýmsu tagi sem standa fyrir ófriðnum. Þetta á við um Boko Haram í Nígeríu, Íslamska ríkið svonefnda í Sýrlandi, Írak, Líbíu og víðar, talibana í Afganistan og Pakistan og ýmis afsprengi al-Kaída. Afleiðingarnar birtast svo ekki aðeins í mannfalli, eyðileggingu og sálartjóni heima fyrir heldur einnig í straumi flóttafólks sem þarf að finna sér skjól utan landsteinanna. Meira en 60 prósent íbúa Sýrlands eru flúin úr landi. Meira en 20 prósent íbúa Sómalíu og Suður-Súdans sömuleiðis. Alls eru það níu lönd sem misst hafa meira en tíu prósent íbúanna úr landi vegna hernaðarátaka af ýmsu tagi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Sjá meira
Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur náð austurhluta borgarinnar Aleppo úr höndum uppreisnarmanna eftir fjögurra ára umsátur og margra vikna herferð með sprengjuárásum. Við þetta verða ákveðin tímamót í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi, þótt ekkert bendi til annars en að hún geti geisað áfram næstu misserin. Á þessu ári hafa hátt í 50 þúsund manns látið lífið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Tugir þúsunda hafa einnig látið lífið í Írak og Afganistan og vopnuð átök hafa kostað þúsundir manna lífið í Sómalíu, Nígeríu, Suður-Súdan, Líbíu og víðar.Vopnaðir Houthi-liðar á samkomu í höfuðborginni Sanaa í Jemen í nóvember, þar sem verið var að safna liði til baráttunnar gegn Sádi-Aröbum og stjórnarhernum. Blóðugir bardagar hafa geisað þar í landi í næstum tvö ár.Nordicphotos/AFPÞessi upptalning er engan veginn tæmandi. Stríðshörmungar eru svo víða að aðeins brot af þeim ratar í fréttir nema á nærliggjandi svæðum. Borgarastyrjöldin í Jemen hefur til dæmis kostað rúmlega þúsund manns lífið á þessu ári, til viðbótar við þau sex til sjö þúsund sem létu þar lífið á síðasta ári. Þar í landi hafa Houthi-menn barist við stjórnarherinn og Sádi-Araba í bráðum tvö ár, en fallið að verulegu leyti í skuggann af átökunum miklu í Sýrlandi og Írak.Um tuttugu stúlkur fengu frelsið í október eftir að hafa verið í haldi vígasamtakanna Boko Haram í norðaustanverðri Nígeríu í tvö og hálft ár.Nordicphotos/AFPÍ Nígeríu hafa liðsmenn vígasveita Boko Haram áfram herjað á landsmenn, þótt stjórnarhernum hafi reyndar orðið eitthvað ágengt við að þrengja að þeim. Víða eru það íslamskir öfgahópar af ýmsu tagi sem standa fyrir ófriðnum. Þetta á við um Boko Haram í Nígeríu, Íslamska ríkið svonefnda í Sýrlandi, Írak, Líbíu og víðar, talibana í Afganistan og Pakistan og ýmis afsprengi al-Kaída. Afleiðingarnar birtast svo ekki aðeins í mannfalli, eyðileggingu og sálartjóni heima fyrir heldur einnig í straumi flóttafólks sem þarf að finna sér skjól utan landsteinanna. Meira en 60 prósent íbúa Sýrlands eru flúin úr landi. Meira en 20 prósent íbúa Sómalíu og Suður-Súdans sömuleiðis. Alls eru það níu lönd sem misst hafa meira en tíu prósent íbúanna úr landi vegna hernaðarátaka af ýmsu tagi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Sjá meira