Styrjaldir í tugum landa um víða veröld Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. desember 2016 07:00 Íbúar í húsi, sem eyðilagt var í sprengjuárásum í Salaheddin-hverfinu í Aleppo, fylgdust með þegar fólk var flutt frá borginni með strætisvögnum fyrr í mánuðinum. Brottflutningnum var lokið nú á fimmtudaginn og hefur stjórnarherinn þá náð allri borginni á sitt vald. Nordicphotos/AFP Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur náð austurhluta borgarinnar Aleppo úr höndum uppreisnarmanna eftir fjögurra ára umsátur og margra vikna herferð með sprengjuárásum. Við þetta verða ákveðin tímamót í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi, þótt ekkert bendi til annars en að hún geti geisað áfram næstu misserin. Á þessu ári hafa hátt í 50 þúsund manns látið lífið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Tugir þúsunda hafa einnig látið lífið í Írak og Afganistan og vopnuð átök hafa kostað þúsundir manna lífið í Sómalíu, Nígeríu, Suður-Súdan, Líbíu og víðar.Vopnaðir Houthi-liðar á samkomu í höfuðborginni Sanaa í Jemen í nóvember, þar sem verið var að safna liði til baráttunnar gegn Sádi-Aröbum og stjórnarhernum. Blóðugir bardagar hafa geisað þar í landi í næstum tvö ár.Nordicphotos/AFPÞessi upptalning er engan veginn tæmandi. Stríðshörmungar eru svo víða að aðeins brot af þeim ratar í fréttir nema á nærliggjandi svæðum. Borgarastyrjöldin í Jemen hefur til dæmis kostað rúmlega þúsund manns lífið á þessu ári, til viðbótar við þau sex til sjö þúsund sem létu þar lífið á síðasta ári. Þar í landi hafa Houthi-menn barist við stjórnarherinn og Sádi-Araba í bráðum tvö ár, en fallið að verulegu leyti í skuggann af átökunum miklu í Sýrlandi og Írak.Um tuttugu stúlkur fengu frelsið í október eftir að hafa verið í haldi vígasamtakanna Boko Haram í norðaustanverðri Nígeríu í tvö og hálft ár.Nordicphotos/AFPÍ Nígeríu hafa liðsmenn vígasveita Boko Haram áfram herjað á landsmenn, þótt stjórnarhernum hafi reyndar orðið eitthvað ágengt við að þrengja að þeim. Víða eru það íslamskir öfgahópar af ýmsu tagi sem standa fyrir ófriðnum. Þetta á við um Boko Haram í Nígeríu, Íslamska ríkið svonefnda í Sýrlandi, Írak, Líbíu og víðar, talibana í Afganistan og Pakistan og ýmis afsprengi al-Kaída. Afleiðingarnar birtast svo ekki aðeins í mannfalli, eyðileggingu og sálartjóni heima fyrir heldur einnig í straumi flóttafólks sem þarf að finna sér skjól utan landsteinanna. Meira en 60 prósent íbúa Sýrlands eru flúin úr landi. Meira en 20 prósent íbúa Sómalíu og Suður-Súdans sömuleiðis. Alls eru það níu lönd sem misst hafa meira en tíu prósent íbúanna úr landi vegna hernaðarátaka af ýmsu tagi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Sjá meira
Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur náð austurhluta borgarinnar Aleppo úr höndum uppreisnarmanna eftir fjögurra ára umsátur og margra vikna herferð með sprengjuárásum. Við þetta verða ákveðin tímamót í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi, þótt ekkert bendi til annars en að hún geti geisað áfram næstu misserin. Á þessu ári hafa hátt í 50 þúsund manns látið lífið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Tugir þúsunda hafa einnig látið lífið í Írak og Afganistan og vopnuð átök hafa kostað þúsundir manna lífið í Sómalíu, Nígeríu, Suður-Súdan, Líbíu og víðar.Vopnaðir Houthi-liðar á samkomu í höfuðborginni Sanaa í Jemen í nóvember, þar sem verið var að safna liði til baráttunnar gegn Sádi-Aröbum og stjórnarhernum. Blóðugir bardagar hafa geisað þar í landi í næstum tvö ár.Nordicphotos/AFPÞessi upptalning er engan veginn tæmandi. Stríðshörmungar eru svo víða að aðeins brot af þeim ratar í fréttir nema á nærliggjandi svæðum. Borgarastyrjöldin í Jemen hefur til dæmis kostað rúmlega þúsund manns lífið á þessu ári, til viðbótar við þau sex til sjö þúsund sem létu þar lífið á síðasta ári. Þar í landi hafa Houthi-menn barist við stjórnarherinn og Sádi-Araba í bráðum tvö ár, en fallið að verulegu leyti í skuggann af átökunum miklu í Sýrlandi og Írak.Um tuttugu stúlkur fengu frelsið í október eftir að hafa verið í haldi vígasamtakanna Boko Haram í norðaustanverðri Nígeríu í tvö og hálft ár.Nordicphotos/AFPÍ Nígeríu hafa liðsmenn vígasveita Boko Haram áfram herjað á landsmenn, þótt stjórnarhernum hafi reyndar orðið eitthvað ágengt við að þrengja að þeim. Víða eru það íslamskir öfgahópar af ýmsu tagi sem standa fyrir ófriðnum. Þetta á við um Boko Haram í Nígeríu, Íslamska ríkið svonefnda í Sýrlandi, Írak, Líbíu og víðar, talibana í Afganistan og Pakistan og ýmis afsprengi al-Kaída. Afleiðingarnar birtast svo ekki aðeins í mannfalli, eyðileggingu og sálartjóni heima fyrir heldur einnig í straumi flóttafólks sem þarf að finna sér skjól utan landsteinanna. Meira en 60 prósent íbúa Sýrlands eru flúin úr landi. Meira en 20 prósent íbúa Sómalíu og Suður-Súdans sömuleiðis. Alls eru það níu lönd sem misst hafa meira en tíu prósent íbúanna úr landi vegna hernaðarátaka af ýmsu tagi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Sjá meira