Styrjaldir í tugum landa um víða veröld Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. desember 2016 07:00 Íbúar í húsi, sem eyðilagt var í sprengjuárásum í Salaheddin-hverfinu í Aleppo, fylgdust með þegar fólk var flutt frá borginni með strætisvögnum fyrr í mánuðinum. Brottflutningnum var lokið nú á fimmtudaginn og hefur stjórnarherinn þá náð allri borginni á sitt vald. Nordicphotos/AFP Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur náð austurhluta borgarinnar Aleppo úr höndum uppreisnarmanna eftir fjögurra ára umsátur og margra vikna herferð með sprengjuárásum. Við þetta verða ákveðin tímamót í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi, þótt ekkert bendi til annars en að hún geti geisað áfram næstu misserin. Á þessu ári hafa hátt í 50 þúsund manns látið lífið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Tugir þúsunda hafa einnig látið lífið í Írak og Afganistan og vopnuð átök hafa kostað þúsundir manna lífið í Sómalíu, Nígeríu, Suður-Súdan, Líbíu og víðar.Vopnaðir Houthi-liðar á samkomu í höfuðborginni Sanaa í Jemen í nóvember, þar sem verið var að safna liði til baráttunnar gegn Sádi-Aröbum og stjórnarhernum. Blóðugir bardagar hafa geisað þar í landi í næstum tvö ár.Nordicphotos/AFPÞessi upptalning er engan veginn tæmandi. Stríðshörmungar eru svo víða að aðeins brot af þeim ratar í fréttir nema á nærliggjandi svæðum. Borgarastyrjöldin í Jemen hefur til dæmis kostað rúmlega þúsund manns lífið á þessu ári, til viðbótar við þau sex til sjö þúsund sem létu þar lífið á síðasta ári. Þar í landi hafa Houthi-menn barist við stjórnarherinn og Sádi-Araba í bráðum tvö ár, en fallið að verulegu leyti í skuggann af átökunum miklu í Sýrlandi og Írak.Um tuttugu stúlkur fengu frelsið í október eftir að hafa verið í haldi vígasamtakanna Boko Haram í norðaustanverðri Nígeríu í tvö og hálft ár.Nordicphotos/AFPÍ Nígeríu hafa liðsmenn vígasveita Boko Haram áfram herjað á landsmenn, þótt stjórnarhernum hafi reyndar orðið eitthvað ágengt við að þrengja að þeim. Víða eru það íslamskir öfgahópar af ýmsu tagi sem standa fyrir ófriðnum. Þetta á við um Boko Haram í Nígeríu, Íslamska ríkið svonefnda í Sýrlandi, Írak, Líbíu og víðar, talibana í Afganistan og Pakistan og ýmis afsprengi al-Kaída. Afleiðingarnar birtast svo ekki aðeins í mannfalli, eyðileggingu og sálartjóni heima fyrir heldur einnig í straumi flóttafólks sem þarf að finna sér skjól utan landsteinanna. Meira en 60 prósent íbúa Sýrlands eru flúin úr landi. Meira en 20 prósent íbúa Sómalíu og Suður-Súdans sömuleiðis. Alls eru það níu lönd sem misst hafa meira en tíu prósent íbúanna úr landi vegna hernaðarátaka af ýmsu tagi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur náð austurhluta borgarinnar Aleppo úr höndum uppreisnarmanna eftir fjögurra ára umsátur og margra vikna herferð með sprengjuárásum. Við þetta verða ákveðin tímamót í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi, þótt ekkert bendi til annars en að hún geti geisað áfram næstu misserin. Á þessu ári hafa hátt í 50 þúsund manns látið lífið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Tugir þúsunda hafa einnig látið lífið í Írak og Afganistan og vopnuð átök hafa kostað þúsundir manna lífið í Sómalíu, Nígeríu, Suður-Súdan, Líbíu og víðar.Vopnaðir Houthi-liðar á samkomu í höfuðborginni Sanaa í Jemen í nóvember, þar sem verið var að safna liði til baráttunnar gegn Sádi-Aröbum og stjórnarhernum. Blóðugir bardagar hafa geisað þar í landi í næstum tvö ár.Nordicphotos/AFPÞessi upptalning er engan veginn tæmandi. Stríðshörmungar eru svo víða að aðeins brot af þeim ratar í fréttir nema á nærliggjandi svæðum. Borgarastyrjöldin í Jemen hefur til dæmis kostað rúmlega þúsund manns lífið á þessu ári, til viðbótar við þau sex til sjö þúsund sem létu þar lífið á síðasta ári. Þar í landi hafa Houthi-menn barist við stjórnarherinn og Sádi-Araba í bráðum tvö ár, en fallið að verulegu leyti í skuggann af átökunum miklu í Sýrlandi og Írak.Um tuttugu stúlkur fengu frelsið í október eftir að hafa verið í haldi vígasamtakanna Boko Haram í norðaustanverðri Nígeríu í tvö og hálft ár.Nordicphotos/AFPÍ Nígeríu hafa liðsmenn vígasveita Boko Haram áfram herjað á landsmenn, þótt stjórnarhernum hafi reyndar orðið eitthvað ágengt við að þrengja að þeim. Víða eru það íslamskir öfgahópar af ýmsu tagi sem standa fyrir ófriðnum. Þetta á við um Boko Haram í Nígeríu, Íslamska ríkið svonefnda í Sýrlandi, Írak, Líbíu og víðar, talibana í Afganistan og Pakistan og ýmis afsprengi al-Kaída. Afleiðingarnar birtast svo ekki aðeins í mannfalli, eyðileggingu og sálartjóni heima fyrir heldur einnig í straumi flóttafólks sem þarf að finna sér skjól utan landsteinanna. Meira en 60 prósent íbúa Sýrlands eru flúin úr landi. Meira en 20 prósent íbúa Sómalíu og Suður-Súdans sömuleiðis. Alls eru það níu lönd sem misst hafa meira en tíu prósent íbúanna úr landi vegna hernaðarátaka af ýmsu tagi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“