Sjúkravél Mýflugs gat ekki lent í Reykjavík Þórgnýr Einar Albertson skrifar 29. desember 2016 07:00 Mýflug hefur farið um 660 sjúkraflug það sem af er ári eða um tvö á dag. Alvarlega veikur maður á Hornafirði komst ekki á Landspítalann í Reykjavík í gær til þess að fá umönnun. Allar flugbrautir í Reykjavík og Keflavík voru lokaðar vegna veðurs og var þess í stað flogið með sjúklinginn til Akureyrar. „Það fólk sem ber ábyrgð á þessari skerðingu Reykjavíkurflugvallar lætur sig ekkert muna um að storka örlögum annarra. Við flugum þessum sjúklingi til Akureyrar þar sem hann fær vonandi fullnægjandi umönnun en þó er ljóst að hann hefði þurft að komast til LSH í Reykjavík. Útkallið var í fyrsta forgangi,“ skrifar Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugmaður hjá Mýflugi, á Facebook. Hann bætir því við að þurft hefði að nota NA/SV flugbrautina, svokallaða neyðarbraut, vegna veðursins. Þá hefði verið hægt að lenda á vellinum. Þeirri braut var lokað í júlí í sumar.Matthías?Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags ÍslandsFlugmálafélag Íslands (FMÍ) gagnrýndi stöðu mála á Reykjavíkurflugvelli í yfirlýsingu í gær en völlurinn var með öllu ófær. „Aðeins stjórnmálamenn standa í vegi fyrir lendingum á brautinni,“ segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Fréttablaðið segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti FMÍ, að nú fyrst séu erfiðar lægðir að koma yfir landið og þeim fylgi erfiðar flugaðstæður. „Það sem okkur gremst er að það var bent á það margoft að þessar aðstæður myndu koma upp og þær myndu hafa þessar afleiðingar í för með sér,“ segir Matthías og bætir því við að ekki sé hægt að bíða óveðrið af sér þar sem það geti staðið yfir í mjög langan tíma. „Það er mjög sérkennilegt að horfa upp á það að brautin sé þarna og það sé ekkert búið að byggja upp í aðflugið þannig að það hindri eða valdi einhverri hættu fyrir flug. Það eina sem vantar er að Isavia moki brautina og haldi henni við,“ segir Matthías. FMÍ skorar á nýtt þing að opna brautina. „Innanríkisráðuneytið mun að öllum líkindum ekki gera þetta vegna þess að þau sitja undir þessum dómi Hæstaréttar. Borgin reynir að ná sínu fram og þá er bara Alþingi eftir sem getur með einhverjum hætti hlutast til um þetta mál og gripið inn í þessa atburðarás,“ segir Matthías. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Alvarlega veikur maður á Hornafirði komst ekki á Landspítalann í Reykjavík í gær til þess að fá umönnun. Allar flugbrautir í Reykjavík og Keflavík voru lokaðar vegna veðurs og var þess í stað flogið með sjúklinginn til Akureyrar. „Það fólk sem ber ábyrgð á þessari skerðingu Reykjavíkurflugvallar lætur sig ekkert muna um að storka örlögum annarra. Við flugum þessum sjúklingi til Akureyrar þar sem hann fær vonandi fullnægjandi umönnun en þó er ljóst að hann hefði þurft að komast til LSH í Reykjavík. Útkallið var í fyrsta forgangi,“ skrifar Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugmaður hjá Mýflugi, á Facebook. Hann bætir því við að þurft hefði að nota NA/SV flugbrautina, svokallaða neyðarbraut, vegna veðursins. Þá hefði verið hægt að lenda á vellinum. Þeirri braut var lokað í júlí í sumar.Matthías?Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags ÍslandsFlugmálafélag Íslands (FMÍ) gagnrýndi stöðu mála á Reykjavíkurflugvelli í yfirlýsingu í gær en völlurinn var með öllu ófær. „Aðeins stjórnmálamenn standa í vegi fyrir lendingum á brautinni,“ segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Fréttablaðið segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti FMÍ, að nú fyrst séu erfiðar lægðir að koma yfir landið og þeim fylgi erfiðar flugaðstæður. „Það sem okkur gremst er að það var bent á það margoft að þessar aðstæður myndu koma upp og þær myndu hafa þessar afleiðingar í för með sér,“ segir Matthías og bætir því við að ekki sé hægt að bíða óveðrið af sér þar sem það geti staðið yfir í mjög langan tíma. „Það er mjög sérkennilegt að horfa upp á það að brautin sé þarna og það sé ekkert búið að byggja upp í aðflugið þannig að það hindri eða valdi einhverri hættu fyrir flug. Það eina sem vantar er að Isavia moki brautina og haldi henni við,“ segir Matthías. FMÍ skorar á nýtt þing að opna brautina. „Innanríkisráðuneytið mun að öllum líkindum ekki gera þetta vegna þess að þau sitja undir þessum dómi Hæstaréttar. Borgin reynir að ná sínu fram og þá er bara Alþingi eftir sem getur með einhverjum hætti hlutast til um þetta mál og gripið inn í þessa atburðarás,“ segir Matthías. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira