Nýtt myndband sýnir lögregluþjón skjóta svartan mann í bakið Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2016 23:28 Lögmaður David Collie segir hann ekki hafa haldið á dúkahníf þegar hann var skotinn. Nýtt myndband sýnir lögregluþjón skjóta svartan mann í bakið í Bandaríkjunum. Lögreglan í Fort Worth hafði haldið því fram að David Collie hefði ógnað lögregluþjónum með dúkahníf þegar hann var skotinn. Collie er nú lamaður en lögmaður hans, sem birti myndbandið, segir það sýna að hann hafi ekki ógnað lögregluþjónunum. Atvikið átti sér stað í júlí, en myndbandið var einungis birt nú í vikunni. Tveir lögregluþjónar á frívakt nálguðust Collie þar sem hann gekk ber að ofan á götum Fort Worth. Lögreglan hafði lýst eftir tveimur mönnum sem voru eftirlýstir vegna ráns fyrr um kvöldið en þeir voru báðir berir að ofan.Collie varð fyrir einu skoti, en tveimur var skotið að honum. Á myndbandinu má sjá Collie lyfta hendinni og benda áður en hann er skotinn, en hann segist hafa verið að benda í átt að húsi kærustu sinnar og hann hafi verið á leið þangað. Eins og áður segir lýsti lögreglan því yfir að hann hefði ógnað lögregluþjónunum tveimur með dúkahníf. Collie var ákærður fyrir árás á lögregluþjón, en ákveðið var að lögsækja hann ekki. Nú hefur lögreglan í Fort Worth gefið út að Collie hafi ekki hlýtt skipunum lögregluþjónanna um að stoppa og að hann hafi virst beina silfurlituðum hlut að öðrum lögregluþjóninum. Annar mannanna sem leitað var var vopnaður silfurlitaðri byssu. Myndbandið var tekið úr bíl lögregluþjónanna en myrkur var á svæðinu. Hins vegar lítur út fyrir að Collie hafi bent í aðra átt og svo virðist sem hann hafi ekki haldið á neinu.Lögmaður Collie segir að hann hafi ekki tekið þátt í ráninu og að dúkahnífur sem fannst á svæðinu hafi ekki verið í eigu hans. Lögregluþjónninn sem hleypti af skotunum var leystur tímabundið frá störfum en hefur aftur snúið til vinnu. Collie segist vilja að hann verði rekinn. Skömmu eftir að myndbandið var birt í gær tísti lögreglan í Fort Worth um það. Þar segir að embættið hafi heyrt í kvörtunum íbúa vegna myndbandsins og spurningar þeirra. „Við heyrum í ykkur,“ segir í tístinu.A message from our #PublicRelations Office: pic.twitter.com/QFbZJTf9OS— Fort Worth Police (@fortworthpd) December 27, 2016 Lögreglan í Fort Worth varð fyrir mikilli gagnrýni í síðustu viku eftir að myndband af lögregluþjóni að handtaka konu og dóttir hennar var birt á netinu. Konan hafði hringt á lögregluna og tilkynnt að nágranni hennar hafði lagt hendur á sjö ára son hennar. Þegar lögregluþjónninn kom á vettvang fór hann að rífast við konuna og sneri hana á endanum niður í götuna. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Nýtt myndband sýnir lögregluþjón skjóta svartan mann í bakið í Bandaríkjunum. Lögreglan í Fort Worth hafði haldið því fram að David Collie hefði ógnað lögregluþjónum með dúkahníf þegar hann var skotinn. Collie er nú lamaður en lögmaður hans, sem birti myndbandið, segir það sýna að hann hafi ekki ógnað lögregluþjónunum. Atvikið átti sér stað í júlí, en myndbandið var einungis birt nú í vikunni. Tveir lögregluþjónar á frívakt nálguðust Collie þar sem hann gekk ber að ofan á götum Fort Worth. Lögreglan hafði lýst eftir tveimur mönnum sem voru eftirlýstir vegna ráns fyrr um kvöldið en þeir voru báðir berir að ofan.Collie varð fyrir einu skoti, en tveimur var skotið að honum. Á myndbandinu má sjá Collie lyfta hendinni og benda áður en hann er skotinn, en hann segist hafa verið að benda í átt að húsi kærustu sinnar og hann hafi verið á leið þangað. Eins og áður segir lýsti lögreglan því yfir að hann hefði ógnað lögregluþjónunum tveimur með dúkahníf. Collie var ákærður fyrir árás á lögregluþjón, en ákveðið var að lögsækja hann ekki. Nú hefur lögreglan í Fort Worth gefið út að Collie hafi ekki hlýtt skipunum lögregluþjónanna um að stoppa og að hann hafi virst beina silfurlituðum hlut að öðrum lögregluþjóninum. Annar mannanna sem leitað var var vopnaður silfurlitaðri byssu. Myndbandið var tekið úr bíl lögregluþjónanna en myrkur var á svæðinu. Hins vegar lítur út fyrir að Collie hafi bent í aðra átt og svo virðist sem hann hafi ekki haldið á neinu.Lögmaður Collie segir að hann hafi ekki tekið þátt í ráninu og að dúkahnífur sem fannst á svæðinu hafi ekki verið í eigu hans. Lögregluþjónninn sem hleypti af skotunum var leystur tímabundið frá störfum en hefur aftur snúið til vinnu. Collie segist vilja að hann verði rekinn. Skömmu eftir að myndbandið var birt í gær tísti lögreglan í Fort Worth um það. Þar segir að embættið hafi heyrt í kvörtunum íbúa vegna myndbandsins og spurningar þeirra. „Við heyrum í ykkur,“ segir í tístinu.A message from our #PublicRelations Office: pic.twitter.com/QFbZJTf9OS— Fort Worth Police (@fortworthpd) December 27, 2016 Lögreglan í Fort Worth varð fyrir mikilli gagnrýni í síðustu viku eftir að myndband af lögregluþjóni að handtaka konu og dóttir hennar var birt á netinu. Konan hafði hringt á lögregluna og tilkynnt að nágranni hennar hafði lagt hendur á sjö ára son hennar. Þegar lögregluþjónninn kom á vettvang fór hann að rífast við konuna og sneri hana á endanum niður í götuna.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira