Frelsisfálkar lýsa yfir ábyrgð í Tyrklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. desember 2016 07:00 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/EPA Frelsisfálkar Kúrdistans (TAK) lýstu í gær yfir ábyrgð á sprengjuárás sem felldi 38 fyrir utan Vodafone-leikvanginn í tyrknesku borginni Istanbúl. Yfirlýsingin var birt á vefsíðu TAK. Bílsprengja sprakk fyrir utan Vodafone-leikvanginn, heimavöll knattspyrnuliðsins Besiktas, á laugardagskvöldið, tveimur klukkutímum eftir að flautað hafði verið til leiksloka í leik liðsins við Bursaspor. Bílsprengjan skall á lögreglubíl en þrjátíu hinna föllnu voru lögreglumenn. Þá liggja tugir enn á spítala, sumir hverjir á gjörgæslu. Alls særðust 155 í árásunum tveimur en nærri vettvangi sprengingarinnar sprengdi árásarmaður sig einnig í loft upp. TAK lýsti einnig ábyrgð á öðrum árásum í Tyrklandi á árinu. Aðstoðarforsætisráðherrann Numan Kurtulmus sagði í gær að fyrstu stig rannsóknar málsins bentu til þess að Verkamannaflokkur Kúrda (PKK) bæri ábyrgð á árásunum. Sagði hann einnig að allt að fjögur hundruð kíló sprengiefnis hefðu verið notuð á laugardagskvöld. Tengsl TAK og PKK eru óljós, en hóparnir eiga það sameiginlegt að vera álitnir hryðjuverkasamtök. Bandaríkjamenn og Bretar líta þeim augum á TAK en það gera Sameinuðu þjóðirnar, Kína, Indland og fleiri ekki. Fleiri eru á því að PKK séu hryðjuverkasamtök en þar má nefna Atlantshafsbandalagið, Bandaríkin og Evrópusambandið. Sjálfir líta Tyrkir á TAK sem hluta af PKK en lögreglan í Tyrklandi hefur TAK ekki á skrá sem hryðjuverkasamtök í landinu af þeirri ástæðu. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tjáði sig um árásina við fjölmiðla í gær. „Tyrkland mun berjast gegn plágu hryðjuverka allt til enda. Ég lofa því að árásarmennirnir munu gjalda fyrir árásirnar,“ sagði forsetinn. Erdogan lýsti því einnig yfir að gærdagurinn yrði dagur þjóðarsorgar og því að sprengingarnar hefðu verið til þess gerðar að hámarka mannfall. Samkvæmt því sem Süleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrkja, sagði á blaðamannafundi í gær, voru þrettán handteknir í tengslum við sprengingarnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Hafmeyjustytta í Kaupmannahöfn fjarlægð vegna klúrra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Frelsisfálkar Kúrdistans (TAK) lýstu í gær yfir ábyrgð á sprengjuárás sem felldi 38 fyrir utan Vodafone-leikvanginn í tyrknesku borginni Istanbúl. Yfirlýsingin var birt á vefsíðu TAK. Bílsprengja sprakk fyrir utan Vodafone-leikvanginn, heimavöll knattspyrnuliðsins Besiktas, á laugardagskvöldið, tveimur klukkutímum eftir að flautað hafði verið til leiksloka í leik liðsins við Bursaspor. Bílsprengjan skall á lögreglubíl en þrjátíu hinna föllnu voru lögreglumenn. Þá liggja tugir enn á spítala, sumir hverjir á gjörgæslu. Alls særðust 155 í árásunum tveimur en nærri vettvangi sprengingarinnar sprengdi árásarmaður sig einnig í loft upp. TAK lýsti einnig ábyrgð á öðrum árásum í Tyrklandi á árinu. Aðstoðarforsætisráðherrann Numan Kurtulmus sagði í gær að fyrstu stig rannsóknar málsins bentu til þess að Verkamannaflokkur Kúrda (PKK) bæri ábyrgð á árásunum. Sagði hann einnig að allt að fjögur hundruð kíló sprengiefnis hefðu verið notuð á laugardagskvöld. Tengsl TAK og PKK eru óljós, en hóparnir eiga það sameiginlegt að vera álitnir hryðjuverkasamtök. Bandaríkjamenn og Bretar líta þeim augum á TAK en það gera Sameinuðu þjóðirnar, Kína, Indland og fleiri ekki. Fleiri eru á því að PKK séu hryðjuverkasamtök en þar má nefna Atlantshafsbandalagið, Bandaríkin og Evrópusambandið. Sjálfir líta Tyrkir á TAK sem hluta af PKK en lögreglan í Tyrklandi hefur TAK ekki á skrá sem hryðjuverkasamtök í landinu af þeirri ástæðu. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tjáði sig um árásina við fjölmiðla í gær. „Tyrkland mun berjast gegn plágu hryðjuverka allt til enda. Ég lofa því að árásarmennirnir munu gjalda fyrir árásirnar,“ sagði forsetinn. Erdogan lýsti því einnig yfir að gærdagurinn yrði dagur þjóðarsorgar og því að sprengingarnar hefðu verið til þess gerðar að hámarka mannfall. Samkvæmt því sem Süleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrkja, sagði á blaðamannafundi í gær, voru þrettán handteknir í tengslum við sprengingarnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Hafmeyjustytta í Kaupmannahöfn fjarlægð vegna klúrra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira