Hallgrímskirkjuklukkur hringja hvorki inn jól né nýtt ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. desember 2016 12:30 Ekki er vitað hvenær hægt verður að skipta út búnaðnum, að sögn framkvæmdastjóra Hallgrímskirkju. vísir/anton brink Ekki verður hægt að fylgjast með kirkjuklukkum Hallgrímskirkju slá tólf á gamlárskvöld né heldur heyra þær hringja inn jól eða áramót. Ástæðan er úreltur búnaður sem ekki er hægt að lagfæra en beðið er eftir nýjum búnaði frá Hollandi. „Þetta er allt í vinnslu. Við erum komin í ferli við að gera við þetta en þetta er mikið mál því það er fyrirtæki í Hollandi sem sérsmíðaði þessar klukkur og seldi okkur á sínum tíma. Við erum komin í samstarf við þau um að gera við búnaðinn og kaupa hluta af honum nýjan,“ segir Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju.Fjöldi fólks kemur saman ár hvert og bíður með eftirvæntingu eftir að heyra klukkurnar óma. Sú verður þó ekki raunin í ár.vísir/anton brinkHallgrímskirkja er afar vinsæll áfangastaður á gamlárskvöld, bæði á meðal Íslendinga og útlendinga, enda kirkjan eitt helsta kennileiti Reykjavíkurborgar. Jónanna segir það afar miður að ekki verði hægt að lagfæra búnaðinn fyrir áramót. „Við erum mjög leið yfir þessu. Mjög leið,“ segir hún. Búnaðurinn sem um ræðir tengir bæði klukkuspilin og kirkjuklukkurnar og hefur hann verið bilaður frá því í ágúst. Jónanna segir að fjölmargar kvartanir hafi borist fyrstu vikurnar. „Við höfum ekki fengið kvartanir eftir að við stilltum klukkurnar allar eins, en fyrst um sinn var mikið kvartað undan því að klukkurnar væru ekki rétt stilltar.“ Auk þess sem klukkurnar hafa verið úti tók þak kirkjunnar að byrja að leka í sumar og þá hafa staðið yfir miklar framkvæmdir á húsinu. Jónanna segir að fyrst og fremst sé um almennt viðhald að ræða, auk fjárskorts. „Það er blanda af þessu tvennu ásamt því sem þetta eru rosalega viðamikil verkefni sem við erum að fara í. Það að gera við steypuna er miklu meira mál en nokkurn tímann var áætlað þannig að við verðum að laga hlutina í réttri röð og forgangsraða.“ Jólafréttir Tengdar fréttir Klukkur Hallgrímskirkju þagna og óvíst hvenær heyrist frá þeim á ný Búnaðurinn sem keyrir klukkurnar er úreltur og ekki hefur verið hægt að hringja þeim síðastliðna tvo mánuði. 29. ágúst 2016 16:45 Þak Hallgrímskirkju lekur Þeir sem lögðu leið sína í Hallgrímskirkju í dag urðu varir við skemmdir eru í þak hússins. 25. júlí 2016 22:50 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Ekki verður hægt að fylgjast með kirkjuklukkum Hallgrímskirkju slá tólf á gamlárskvöld né heldur heyra þær hringja inn jól eða áramót. Ástæðan er úreltur búnaður sem ekki er hægt að lagfæra en beðið er eftir nýjum búnaði frá Hollandi. „Þetta er allt í vinnslu. Við erum komin í ferli við að gera við þetta en þetta er mikið mál því það er fyrirtæki í Hollandi sem sérsmíðaði þessar klukkur og seldi okkur á sínum tíma. Við erum komin í samstarf við þau um að gera við búnaðinn og kaupa hluta af honum nýjan,“ segir Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju.Fjöldi fólks kemur saman ár hvert og bíður með eftirvæntingu eftir að heyra klukkurnar óma. Sú verður þó ekki raunin í ár.vísir/anton brinkHallgrímskirkja er afar vinsæll áfangastaður á gamlárskvöld, bæði á meðal Íslendinga og útlendinga, enda kirkjan eitt helsta kennileiti Reykjavíkurborgar. Jónanna segir það afar miður að ekki verði hægt að lagfæra búnaðinn fyrir áramót. „Við erum mjög leið yfir þessu. Mjög leið,“ segir hún. Búnaðurinn sem um ræðir tengir bæði klukkuspilin og kirkjuklukkurnar og hefur hann verið bilaður frá því í ágúst. Jónanna segir að fjölmargar kvartanir hafi borist fyrstu vikurnar. „Við höfum ekki fengið kvartanir eftir að við stilltum klukkurnar allar eins, en fyrst um sinn var mikið kvartað undan því að klukkurnar væru ekki rétt stilltar.“ Auk þess sem klukkurnar hafa verið úti tók þak kirkjunnar að byrja að leka í sumar og þá hafa staðið yfir miklar framkvæmdir á húsinu. Jónanna segir að fyrst og fremst sé um almennt viðhald að ræða, auk fjárskorts. „Það er blanda af þessu tvennu ásamt því sem þetta eru rosalega viðamikil verkefni sem við erum að fara í. Það að gera við steypuna er miklu meira mál en nokkurn tímann var áætlað þannig að við verðum að laga hlutina í réttri röð og forgangsraða.“
Jólafréttir Tengdar fréttir Klukkur Hallgrímskirkju þagna og óvíst hvenær heyrist frá þeim á ný Búnaðurinn sem keyrir klukkurnar er úreltur og ekki hefur verið hægt að hringja þeim síðastliðna tvo mánuði. 29. ágúst 2016 16:45 Þak Hallgrímskirkju lekur Þeir sem lögðu leið sína í Hallgrímskirkju í dag urðu varir við skemmdir eru í þak hússins. 25. júlí 2016 22:50 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Klukkur Hallgrímskirkju þagna og óvíst hvenær heyrist frá þeim á ný Búnaðurinn sem keyrir klukkurnar er úreltur og ekki hefur verið hægt að hringja þeim síðastliðna tvo mánuði. 29. ágúst 2016 16:45
Þak Hallgrímskirkju lekur Þeir sem lögðu leið sína í Hallgrímskirkju í dag urðu varir við skemmdir eru í þak hússins. 25. júlí 2016 22:50
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent