Innlent

Þak Hallgrímskirkju lekur

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Það er nokkuð ljóst að Hallgrímskirkja þarfnast viðgerða.
Það er nokkuð ljóst að Hallgrímskirkja þarfnast viðgerða. Vísir
Gífurleg rigning var í höfuðborginni í dag og má búast við því að einhverjir hafi þurft að glíma við vatnsleka á heimilum sínum vegna þessa. Svo virðist vera sem þak Hallgrímskirkju vanti nauðsynlegar viðgerðir því í dag þurfti að færa hluti og húsgögn til þar sem vatn lak úr þakinu og niður á gólf.

Leggja þurfti plastfötur á gólfið til þess að koma í veg fyrir að stórir pollar mynduðust. Einn þeirra sem heimsótti kirkjuna í dag náði myndum af lekanum sem var stöðugur þegar mesta rigningin var eins og sjá má hér á myndunum fyrir neðan.

Þeir sem leituðu sér skjóls vegna rigningarinnar í dag inni í Hallgrímskirkju þurftu að passa sig að fá ekki dropa á höfuðið.Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×